Með rokkið í blóðinu Ómar Úlfur skrifar 29. nóvember 2013 12:23 Franz Gunnarsson gítargoð Franz Gunnarson er gjarnan nefndur gítarleikari Íslands. Hann hefur um árabil staðið í framlínu íslenska rokksins með sveitum eins og Ensími og Dr. Spock. Hljómsveitin Ensími kom fram á afmælistónleikum útvarpsstöðvarinnar X-977 á dögunum og þrykkti þar í alla sína helstu smelli. Ensími tók aðeins eina æfingu fyrir tónleikana sem er með ólíkindum sé miðað við þétta spilamennsku þetta kvöld. Segir Franz að þessi lög séu í blóðinu og menn farnir að þekkja inná spilamennsku hvers annars. Ensími gaf út plötuna Gæludýr árið 2010 og eru meðlimir farnir að huga að nýrri skífu. Bæði Hrafn söngvari og Franz hafa verið í fæðingarorlofi og eigi orðið helling af efni. Sömuleiðis á Ensími slatta af áður óútgefnu efni. Lítið hefur farið fyrir hljómsveitinni Dr. Spock undanfarið en þó kom sveitin óvænt fram á Icelandairwaves hátíðinni. Lára Rúnarsdóttir átti að koma fram en veiktist heiftarlega og kallaði eiginmaður hennar, trommarinn Arnar Gíslason þá á félaga sína í Dr. Spock sem fylltu í skarðið. Sveitin kom fram á frekar lágstemmdu kvöldi á Gauki á Stöng en féllu vel í kramið og hrópuðu erlendir gestir hátíðarinnar Láru nafnið í uppklappslaginu. Líklega fer Dr. Spock í hljóðver á næsta ári.Fyrsta platan? Allar plötur Led Zeppelin eru í raun fyrstu plötur Franz. Hann hafði áður stolist í plötusafn eldri bróður síns sem var plötusnúður á skemmtistaðnum Hollywood. Þar hafði hann fundið plötur með Zeppelin og fallið fyrir þeim. Svo verslaði hann allar plöturnar með sveitinni í Skotlandsferð fjölskyldunnar.Fyrstu tónleikar? Það voru tónleikar Kiss í reiðhöllinni árið 1988. Mikil upplifun fyrir unga rokkarann að sjá og heyra goðin á sviði og sjá ungar konur bera á sér barminn fremst við sviðið.Hvað fílar Franz núna? Franz er alæta á tónlist og reynir að fylgjast vel með. Hann er duglegur að heimsækja tónlistarveitur eins og Gogoyoko.Uppáhalds kvikmynd ? Rokk í Reykjavík og tónlistarmyndir ýmiskonar. Svo er það auðvitað Stjörnustríð sem að stendur uppúr.Uppáhaldssjónvarpsþáttur? Franz festist í sápuóperunni Neighbours með konunni sinni í fæðingarorlofinu.Átrúnaðargoð? Jimmy Page úr Led Zeppelin. Hér fyrir neðan má sjá hljómsveitina Dr. Spock í öllu sínu veldi. Viðtalið má hlusta á hér fyrir ofan. Harmageddon Mest lesið Engum skotum hleypt af byssu Sævars fyrr enn eftir að lögregla mætti á vettvang Harmageddon Rokkprófið: Jón Jónsson vs. Matti Matt Harmageddon Sannleikurinn: Pírati hyggst ekki ávarpa þingmenn samkvæmt venju Harmageddon Munir frá Axl Rose á uppboði Harmageddon Villi naglbítur var landsliðsmaður í handbolta Harmageddon Sannleikurinn: Stofnfundur félags fólks með ofvirkni fór úr böndunum: Stofnuðu 7 önnur félög Harmageddon Harmageddon fer til Færeyja Harmageddon Sannleikurinn: "Ef hún hefði flúið með þrjá danska ketti til Íslands þá væri búið að finna þá“ Harmageddon Sá eini sem getur komið í veg fyrir stríð núna er Ólafur Ragnar Harmageddon Drekkur frekar bensín en að hlusta á viðtal við Arctic Monkeys Harmageddon
Franz Gunnarson er gjarnan nefndur gítarleikari Íslands. Hann hefur um árabil staðið í framlínu íslenska rokksins með sveitum eins og Ensími og Dr. Spock. Hljómsveitin Ensími kom fram á afmælistónleikum útvarpsstöðvarinnar X-977 á dögunum og þrykkti þar í alla sína helstu smelli. Ensími tók aðeins eina æfingu fyrir tónleikana sem er með ólíkindum sé miðað við þétta spilamennsku þetta kvöld. Segir Franz að þessi lög séu í blóðinu og menn farnir að þekkja inná spilamennsku hvers annars. Ensími gaf út plötuna Gæludýr árið 2010 og eru meðlimir farnir að huga að nýrri skífu. Bæði Hrafn söngvari og Franz hafa verið í fæðingarorlofi og eigi orðið helling af efni. Sömuleiðis á Ensími slatta af áður óútgefnu efni. Lítið hefur farið fyrir hljómsveitinni Dr. Spock undanfarið en þó kom sveitin óvænt fram á Icelandairwaves hátíðinni. Lára Rúnarsdóttir átti að koma fram en veiktist heiftarlega og kallaði eiginmaður hennar, trommarinn Arnar Gíslason þá á félaga sína í Dr. Spock sem fylltu í skarðið. Sveitin kom fram á frekar lágstemmdu kvöldi á Gauki á Stöng en féllu vel í kramið og hrópuðu erlendir gestir hátíðarinnar Láru nafnið í uppklappslaginu. Líklega fer Dr. Spock í hljóðver á næsta ári.Fyrsta platan? Allar plötur Led Zeppelin eru í raun fyrstu plötur Franz. Hann hafði áður stolist í plötusafn eldri bróður síns sem var plötusnúður á skemmtistaðnum Hollywood. Þar hafði hann fundið plötur með Zeppelin og fallið fyrir þeim. Svo verslaði hann allar plöturnar með sveitinni í Skotlandsferð fjölskyldunnar.Fyrstu tónleikar? Það voru tónleikar Kiss í reiðhöllinni árið 1988. Mikil upplifun fyrir unga rokkarann að sjá og heyra goðin á sviði og sjá ungar konur bera á sér barminn fremst við sviðið.Hvað fílar Franz núna? Franz er alæta á tónlist og reynir að fylgjast vel með. Hann er duglegur að heimsækja tónlistarveitur eins og Gogoyoko.Uppáhalds kvikmynd ? Rokk í Reykjavík og tónlistarmyndir ýmiskonar. Svo er það auðvitað Stjörnustríð sem að stendur uppúr.Uppáhaldssjónvarpsþáttur? Franz festist í sápuóperunni Neighbours með konunni sinni í fæðingarorlofinu.Átrúnaðargoð? Jimmy Page úr Led Zeppelin. Hér fyrir neðan má sjá hljómsveitina Dr. Spock í öllu sínu veldi. Viðtalið má hlusta á hér fyrir ofan.
Harmageddon Mest lesið Engum skotum hleypt af byssu Sævars fyrr enn eftir að lögregla mætti á vettvang Harmageddon Rokkprófið: Jón Jónsson vs. Matti Matt Harmageddon Sannleikurinn: Pírati hyggst ekki ávarpa þingmenn samkvæmt venju Harmageddon Munir frá Axl Rose á uppboði Harmageddon Villi naglbítur var landsliðsmaður í handbolta Harmageddon Sannleikurinn: Stofnfundur félags fólks með ofvirkni fór úr böndunum: Stofnuðu 7 önnur félög Harmageddon Harmageddon fer til Færeyja Harmageddon Sannleikurinn: "Ef hún hefði flúið með þrjá danska ketti til Íslands þá væri búið að finna þá“ Harmageddon Sá eini sem getur komið í veg fyrir stríð núna er Ólafur Ragnar Harmageddon Drekkur frekar bensín en að hlusta á viðtal við Arctic Monkeys Harmageddon
Sannleikurinn: Stofnfundur félags fólks með ofvirkni fór úr böndunum: Stofnuðu 7 önnur félög Harmageddon
Sannleikurinn: "Ef hún hefði flúið með þrjá danska ketti til Íslands þá væri búið að finna þá“ Harmageddon
Sannleikurinn: Stofnfundur félags fólks með ofvirkni fór úr böndunum: Stofnuðu 7 önnur félög Harmageddon
Sannleikurinn: "Ef hún hefði flúið með þrjá danska ketti til Íslands þá væri búið að finna þá“ Harmageddon