Markvörðurinn Íris Dögg Gunnarsdóttir bætti fjölmörg met hjá knattspyrnuliði University of Alabama en deildarkeppninni lauk á dögunum.
Íris Dögg var valinn varnarmaður vikunnar síðustu tvær vikur í Gulf South deildinni. Auk þess setti Íris Dögg met yfir flesta leiki og byrjanir markvarðar hjá skólaliðinu, flest varin skot á tímabili og enginn markvörður hefur haldið marki sínu oftar hreinu.
Íris Dögg, sem bæði hefur leikið með Fylki og KR hér heima, er á lokaári sínu í skólanum. Hún hefur spilað í Alabama undanfarin þrjú ár en þar áður í Maine. Gulf South-deildin hluti af næstefstu deild hjá NCAA vestan hafs.
Metaregn hjá Írisi Dögg
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
