Serbinn Novak Djokovic bar sigur úr býtum gegn Spánverjanum Rafael Nadal á lokamóti ATP mótaraðarinnar í London í kvöld.
Djokovic, sem tapaði efsta sæti heimslistans í hendur Nadal í október, vann sigur í tveimur settum 6-3 og 6-4. Sigurinn var hans 22. í röð en þetta er í þriðja skipti sem hann vinnur titilinn.
Djokovic heldur nú til Belgrad þar sem heimamenn mæta Tékkum í úrslitum Davis Cup. Keppni hefst á föstudag.
Djokovic hafði betur gegn Nadal
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn




„Bæði svekktur en líka stoltur“
Íslenski boltinn

„Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“
Körfubolti

„Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“
Körfubolti


„Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“
Körfubolti

„Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“
Íslenski boltinn