Sannleikurinn: Nýr aðstoðarmaður forsætisráðherra eykur mistakahæfni Andri Þór Sturluson skrifar 12. nóvember 2013 16:31 Ásmundur man sjaldnast það sem hann ætlaði að segja. Hér starir hann út í loftið og reynir að muna hvað er að gerast. Til að hægt sé að klúðra fleiri málum og hraðar, hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ráðið Ásmund Einar Daðason, alþingismann, sem aðstoðarmann sinn. „Þó ég sé full fær um að klúðra flestu sem kemur upp á borð til mín eins og seinustu mánuðir hafa sannað, þá óneitanlega get ég valdið meiri skaða með almennilegan aðstoðarmann mér til hlið. Þess vegna gleður það mig að Ásmundur skuli hafa tekið boði mínu. Hann er alveg vonlaus og saman getum við unnið meira ógagn en í sitthvoru lagi,“ sagði Sigmundur fréttastofu fyrr í dag. Ásmundur Einar var formaður hagræðingarhópsins sem kynnti niðurstöður sínar í vikunni. Niðurstaða hópsins var ömurleg en hann skilaði af sér tillögum um niðurskurð í 111 liðum. Þar hefði strax verið hægt að spara um helming. Ásmundur mun áfram sinna þingstörfum og þiggur engin laun fyrir að aðstoða forsætisráðherra. „Ég borga mönnum sanngjörn laun miðað við hæfileika þeirra. Ásmundur er því launalaus. Það er ekkert flóknara en það,“ sagði Sigmundur.Sannleikurinn rekur öfluga og óvæga fréttastofu þar sem engum er hlíft og sannleikurinn skiptir ekki höfuðmáli. Sannleikurinn er háður öllum stjórnmálaflokkum og hagsmunaaðilum um fréttaefni sitt. Fréttastofa Sannleikans hefur Facebook-síðu en rukkar ekki sérstaklega fyrir þá þjónustu. Harmageddon Mest lesið Söngvari Stone Roses vitni í kynferðisafbrotamáli Harmageddon Queens of the Stone Age á toppi Pepsi Max listans Harmageddon „Þeir sleppa aðal sannleikanum“ Harmageddon Sannleikurinn: Bilun hjá Símanum olli því að þingmenn Pírata misstu samband við stjórnstöð Harmageddon Nine Inch Nails: Sjálfsmorð með vott af bjartsýni Harmageddon „Listamenn eru ekki að græða neitt“ Harmageddon Frábær stemmning á Secret Solstice Harmageddon Undir stjórn Jaruzelskis Harmageddon Söngvari Muse hvetur Skota til að lýsa yfir sjálfstæði Harmageddon Ný plata hjá The Vaccines á þessu ári Harmageddon
Til að hægt sé að klúðra fleiri málum og hraðar, hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ráðið Ásmund Einar Daðason, alþingismann, sem aðstoðarmann sinn. „Þó ég sé full fær um að klúðra flestu sem kemur upp á borð til mín eins og seinustu mánuðir hafa sannað, þá óneitanlega get ég valdið meiri skaða með almennilegan aðstoðarmann mér til hlið. Þess vegna gleður það mig að Ásmundur skuli hafa tekið boði mínu. Hann er alveg vonlaus og saman getum við unnið meira ógagn en í sitthvoru lagi,“ sagði Sigmundur fréttastofu fyrr í dag. Ásmundur Einar var formaður hagræðingarhópsins sem kynnti niðurstöður sínar í vikunni. Niðurstaða hópsins var ömurleg en hann skilaði af sér tillögum um niðurskurð í 111 liðum. Þar hefði strax verið hægt að spara um helming. Ásmundur mun áfram sinna þingstörfum og þiggur engin laun fyrir að aðstoða forsætisráðherra. „Ég borga mönnum sanngjörn laun miðað við hæfileika þeirra. Ásmundur er því launalaus. Það er ekkert flóknara en það,“ sagði Sigmundur.Sannleikurinn rekur öfluga og óvæga fréttastofu þar sem engum er hlíft og sannleikurinn skiptir ekki höfuðmáli. Sannleikurinn er háður öllum stjórnmálaflokkum og hagsmunaaðilum um fréttaefni sitt. Fréttastofa Sannleikans hefur Facebook-síðu en rukkar ekki sérstaklega fyrir þá þjónustu.
Harmageddon Mest lesið Söngvari Stone Roses vitni í kynferðisafbrotamáli Harmageddon Queens of the Stone Age á toppi Pepsi Max listans Harmageddon „Þeir sleppa aðal sannleikanum“ Harmageddon Sannleikurinn: Bilun hjá Símanum olli því að þingmenn Pírata misstu samband við stjórnstöð Harmageddon Nine Inch Nails: Sjálfsmorð með vott af bjartsýni Harmageddon „Listamenn eru ekki að græða neitt“ Harmageddon Frábær stemmning á Secret Solstice Harmageddon Undir stjórn Jaruzelskis Harmageddon Söngvari Muse hvetur Skota til að lýsa yfir sjálfstæði Harmageddon Ný plata hjá The Vaccines á þessu ári Harmageddon
Sannleikurinn: Bilun hjá Símanum olli því að þingmenn Pírata misstu samband við stjórnstöð Harmageddon
Sannleikurinn: Bilun hjá Símanum olli því að þingmenn Pírata misstu samband við stjórnstöð Harmageddon