Telur Seðlabankann kominn langt út fyrir sitt svið Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 17. nóvember 2013 14:38 "Skekkjan nam 4800 prósent hjá Seðlabanka Íslands,“ segir Þorsteinn. „Þetta snýst ekki bara um mannorð mitt, ég er talsmaður mikils fjölda fólk sem hefur lagt sig fram um að gera hluti vel og að við höldum rétt,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Um 20 mánuðir eru síðan Seðlabanki Íslands fór í húsleit hjá Samherja. Þorsteinn segir að hann upplifi varnaleysi að þurfa að bíða svona lengi til að fá að segja yfirvöldum sína hlið og hann uppliti þau líka hálf réttlaus gagnavart Seðlabankanum. Þetta kom fram í máli Þorsteins í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fór í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara í síðustu viku. Ástæðan er sú að fyrir um tveimur árum síðar fór Seðlabanki Íslands í húsleit hjá Samherja, vegna gruns um að Samherji væri að flytja fisk til dótturfyrirtækja í Þýskalandi á undirverði. Það mál er nú komið til Sérstaks saksóknara. Samherji er sakaður um að selja fyrirtækjum sínum erlendis fisk á undirverði og selja hann svo áfram á hærra verði. Mismuninum sé síðan haldið eftir erlendis en ekki skilað til Íslands í samræmi við ákvæði laga um gjaldeyrismál. Þorsteinn segir að tölurnar sem Seðlabankinn hafi fengið húsleitarheimild hjá Samherja hafi verið rangar. Það hafi ekki tekið langan tíma að finna út úr því og bæði héraðsdómur og Hæstiréttur hafi staðfest það. „Þær voru reyndar alveg ótrúlega rangar,“ segir Þorsteinn. „Skekkjan nam 4800 prósent hjá Seðlabanka Íslands.“ Þorsteinn bætir við að við verðum að láta okkur á því að hjá seðlabankanum starfi doktorar í hagfræði og fleira. Málið snýst um meðal annars um sölu á fimm tonnum af bleikju til Þýskalands annars vegar og Bandaríkjanna hins vegar. Þorsteinn telur að Seðlabankinn sé kominn langt úr fyrir sitt svið þegar hann ber saman sölu á bleikju á Bandaríkjamarkað annars vegar og til Þýskalands hins vegar. Hann nefnir sem dæmir að þau hafi byggt upp markaðinn í Bandaríkjunum á löngum tíma og þar séu þau að selja til einnar dýrustu verslunarkeðju í heimi. Það sé svo borið saman við sölu á bleikju til Þýskalands þar sem þau séu i samkeppni við fjölda evrópskra fisksöluaðila. Auk þess sé bleikjan sem seld er til Bandaríkjanna mun stærri en sú sem seld er til Þýskalands. Þorsteinn segist hafa það á tilfinningunni að það sé berið að leita leiða til þess að finna eitthvað. Þess vegna sé allt í einu komið með það núna að fyrirtæki í eigu Samherja erlendis, séu íslensk. „Ég veit ekki hvað þetta þýðir og á hvaða vegferð seðlabankinn er. Þetta mál er tilbúningur.“ Þorsteinn skrifaði bréf til starfsmanna sinna í síðustu viku þar sem hann segist fagna því að komin sé hreyfing á málið og að sjónarmið Samherja fái að koma fram enda hafi embættinu hingað til ekki þótt ástæða til að tala við forsvarsmenn Samherja. Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
„Þetta snýst ekki bara um mannorð mitt, ég er talsmaður mikils fjölda fólk sem hefur lagt sig fram um að gera hluti vel og að við höldum rétt,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Um 20 mánuðir eru síðan Seðlabanki Íslands fór í húsleit hjá Samherja. Þorsteinn segir að hann upplifi varnaleysi að þurfa að bíða svona lengi til að fá að segja yfirvöldum sína hlið og hann uppliti þau líka hálf réttlaus gagnavart Seðlabankanum. Þetta kom fram í máli Þorsteins í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fór í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara í síðustu viku. Ástæðan er sú að fyrir um tveimur árum síðar fór Seðlabanki Íslands í húsleit hjá Samherja, vegna gruns um að Samherji væri að flytja fisk til dótturfyrirtækja í Þýskalandi á undirverði. Það mál er nú komið til Sérstaks saksóknara. Samherji er sakaður um að selja fyrirtækjum sínum erlendis fisk á undirverði og selja hann svo áfram á hærra verði. Mismuninum sé síðan haldið eftir erlendis en ekki skilað til Íslands í samræmi við ákvæði laga um gjaldeyrismál. Þorsteinn segir að tölurnar sem Seðlabankinn hafi fengið húsleitarheimild hjá Samherja hafi verið rangar. Það hafi ekki tekið langan tíma að finna út úr því og bæði héraðsdómur og Hæstiréttur hafi staðfest það. „Þær voru reyndar alveg ótrúlega rangar,“ segir Þorsteinn. „Skekkjan nam 4800 prósent hjá Seðlabanka Íslands.“ Þorsteinn bætir við að við verðum að láta okkur á því að hjá seðlabankanum starfi doktorar í hagfræði og fleira. Málið snýst um meðal annars um sölu á fimm tonnum af bleikju til Þýskalands annars vegar og Bandaríkjanna hins vegar. Þorsteinn telur að Seðlabankinn sé kominn langt úr fyrir sitt svið þegar hann ber saman sölu á bleikju á Bandaríkjamarkað annars vegar og til Þýskalands hins vegar. Hann nefnir sem dæmir að þau hafi byggt upp markaðinn í Bandaríkjunum á löngum tíma og þar séu þau að selja til einnar dýrustu verslunarkeðju í heimi. Það sé svo borið saman við sölu á bleikju til Þýskalands þar sem þau séu i samkeppni við fjölda evrópskra fisksöluaðila. Auk þess sé bleikjan sem seld er til Bandaríkjanna mun stærri en sú sem seld er til Þýskalands. Þorsteinn segist hafa það á tilfinningunni að það sé berið að leita leiða til þess að finna eitthvað. Þess vegna sé allt í einu komið með það núna að fyrirtæki í eigu Samherja erlendis, séu íslensk. „Ég veit ekki hvað þetta þýðir og á hvaða vegferð seðlabankinn er. Þetta mál er tilbúningur.“ Þorsteinn skrifaði bréf til starfsmanna sinna í síðustu viku þar sem hann segist fagna því að komin sé hreyfing á málið og að sjónarmið Samherja fái að koma fram enda hafi embættinu hingað til ekki þótt ástæða til að tala við forsvarsmenn Samherja.
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira