Veðurhamfarir brátt daglegt brauð Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 18. nóvember 2013 19:59 Veðurhamfarir á Filippseyjum og í Bandaríkjunum eru aðeins forsmekkur af því sem koma skal með áframhaldandi hlýnun jarðar. Sameinuðu Þjóðirnar funda nú um málið en íslenskur vísindamaður kallar eftir samstilltu átaki allra jarðarbúa. Frá því að breskir verkamenn skófluðu fyrst kolum í gufuvél James Watt síðla á átjándu öld hefur mannkyn haft veruleg áhrif á loftslag jarðar. Losun gróðurhúsalofttegunda í mun að bylta sjálfu loftslagi plánetunnar. Notkun jarðefnaeldsneyta hefur þúsundfaldast frá iðnbyltingu og það með tilheyrandi losun koltvísýrings. Viðkvæmt jafnvægi andrúmsloftsins og veðrakerfa er að raskast. Styrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu hefur ekki verið meiri í um fjögur hundruð þúsund ár. Þegar veðrakerfi eru annars vegar má búast við meiri öfgum. Haiyan, fellibylurinn mikli sem lagði hluta Filippseyja í rúst á dögunum, er dæmi um þetta. Síkur veðurofsi er nánast án fordæma. Hinum megin á jarðkringlunni, í miðvesturríkjum Bandaríkjanna, þurrkuðust heilu íbúðahverfin út þegar skýstrókar gengu fyir Illinois og Kentucky í nótt. Slík fyrirbæri eiga ekki að myndast á þessum tíma árs.Veðurhamfarir á Filippseyjum og í Bandaríkjunum eru aðeins forsmekkur af því sem koma skal með áframhaldandi hlýnun jarðar.MYND/AFP„Svona skrýtnar uppákomur, ýmist varðandi tíma eða á ólíklegustu stöðum, verða algengari og ofsafengnari,“ segir Ari Trausti, jarðfræðingur. Árlegur fundur Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsbreytingar stendur nú yfir og það í skugga hamfaranna á Filippseyjum og í Bandaríkjunum. Fundarhöldin eru liður í langtímaáætlun alþjóðasamfélagsins um að stemma stigum við losun gróðurhúsalofttengunda. Stefnt er á undirritun nýs samkomulags árið 2015. Lítið er hægt að segja um árangur, þvert á móti hefur ráðstefnan varpað ljósi á mikla sundrung meðal þróunarríkja og iðnríkja þegar loftslagsbreytingar eru annars vegar. Markmið fundarhaldanna er þó metnaðarfullt, þörf er á samstilltu átaki allra jarðarbúa. „Næstu tveir eða þrír áratugir verða mjög merkilegar hvað þetta varðar og svona atburðir, eins og á Filippseyjum og í Bandaríkjunum, kalla sannarlega á aðgerðir.“ Afkomendur okkar munu fyrir þessum breytingum. Úrkoma kemur til með aukast mikið á Íslandi með bráðnun jökla, það hækkar í sjónum og stormar verða algengari. „Árið 2012 var mengaðasta ár mannkynssögunnar eftir að mælingar hófust. Þegar allt kemur til alls þá engin ástæða til að beygja af en það er heldur engin ástæða til að vera bjartsýnn, nema að þjóðir heims, fólk, ríkisstjórnir og fyrirtæki fari virkilega að sinna þessum málum umfram það sem vísindamenn gera,“ segir Ari. Loftslagsmál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Veðurhamfarir á Filippseyjum og í Bandaríkjunum eru aðeins forsmekkur af því sem koma skal með áframhaldandi hlýnun jarðar. Sameinuðu Þjóðirnar funda nú um málið en íslenskur vísindamaður kallar eftir samstilltu átaki allra jarðarbúa. Frá því að breskir verkamenn skófluðu fyrst kolum í gufuvél James Watt síðla á átjándu öld hefur mannkyn haft veruleg áhrif á loftslag jarðar. Losun gróðurhúsalofttegunda í mun að bylta sjálfu loftslagi plánetunnar. Notkun jarðefnaeldsneyta hefur þúsundfaldast frá iðnbyltingu og það með tilheyrandi losun koltvísýrings. Viðkvæmt jafnvægi andrúmsloftsins og veðrakerfa er að raskast. Styrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu hefur ekki verið meiri í um fjögur hundruð þúsund ár. Þegar veðrakerfi eru annars vegar má búast við meiri öfgum. Haiyan, fellibylurinn mikli sem lagði hluta Filippseyja í rúst á dögunum, er dæmi um þetta. Síkur veðurofsi er nánast án fordæma. Hinum megin á jarðkringlunni, í miðvesturríkjum Bandaríkjanna, þurrkuðust heilu íbúðahverfin út þegar skýstrókar gengu fyir Illinois og Kentucky í nótt. Slík fyrirbæri eiga ekki að myndast á þessum tíma árs.Veðurhamfarir á Filippseyjum og í Bandaríkjunum eru aðeins forsmekkur af því sem koma skal með áframhaldandi hlýnun jarðar.MYND/AFP„Svona skrýtnar uppákomur, ýmist varðandi tíma eða á ólíklegustu stöðum, verða algengari og ofsafengnari,“ segir Ari Trausti, jarðfræðingur. Árlegur fundur Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsbreytingar stendur nú yfir og það í skugga hamfaranna á Filippseyjum og í Bandaríkjunum. Fundarhöldin eru liður í langtímaáætlun alþjóðasamfélagsins um að stemma stigum við losun gróðurhúsalofttengunda. Stefnt er á undirritun nýs samkomulags árið 2015. Lítið er hægt að segja um árangur, þvert á móti hefur ráðstefnan varpað ljósi á mikla sundrung meðal þróunarríkja og iðnríkja þegar loftslagsbreytingar eru annars vegar. Markmið fundarhaldanna er þó metnaðarfullt, þörf er á samstilltu átaki allra jarðarbúa. „Næstu tveir eða þrír áratugir verða mjög merkilegar hvað þetta varðar og svona atburðir, eins og á Filippseyjum og í Bandaríkjunum, kalla sannarlega á aðgerðir.“ Afkomendur okkar munu fyrir þessum breytingum. Úrkoma kemur til með aukast mikið á Íslandi með bráðnun jökla, það hækkar í sjónum og stormar verða algengari. „Árið 2012 var mengaðasta ár mannkynssögunnar eftir að mælingar hófust. Þegar allt kemur til alls þá engin ástæða til að beygja af en það er heldur engin ástæða til að vera bjartsýnn, nema að þjóðir heims, fólk, ríkisstjórnir og fyrirtæki fari virkilega að sinna þessum málum umfram það sem vísindamenn gera,“ segir Ari.
Loftslagsmál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira