Veðurhamfarir brátt daglegt brauð Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 18. nóvember 2013 19:59 Veðurhamfarir á Filippseyjum og í Bandaríkjunum eru aðeins forsmekkur af því sem koma skal með áframhaldandi hlýnun jarðar. Sameinuðu Þjóðirnar funda nú um málið en íslenskur vísindamaður kallar eftir samstilltu átaki allra jarðarbúa. Frá því að breskir verkamenn skófluðu fyrst kolum í gufuvél James Watt síðla á átjándu öld hefur mannkyn haft veruleg áhrif á loftslag jarðar. Losun gróðurhúsalofttegunda í mun að bylta sjálfu loftslagi plánetunnar. Notkun jarðefnaeldsneyta hefur þúsundfaldast frá iðnbyltingu og það með tilheyrandi losun koltvísýrings. Viðkvæmt jafnvægi andrúmsloftsins og veðrakerfa er að raskast. Styrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu hefur ekki verið meiri í um fjögur hundruð þúsund ár. Þegar veðrakerfi eru annars vegar má búast við meiri öfgum. Haiyan, fellibylurinn mikli sem lagði hluta Filippseyja í rúst á dögunum, er dæmi um þetta. Síkur veðurofsi er nánast án fordæma. Hinum megin á jarðkringlunni, í miðvesturríkjum Bandaríkjanna, þurrkuðust heilu íbúðahverfin út þegar skýstrókar gengu fyir Illinois og Kentucky í nótt. Slík fyrirbæri eiga ekki að myndast á þessum tíma árs.Veðurhamfarir á Filippseyjum og í Bandaríkjunum eru aðeins forsmekkur af því sem koma skal með áframhaldandi hlýnun jarðar.MYND/AFP„Svona skrýtnar uppákomur, ýmist varðandi tíma eða á ólíklegustu stöðum, verða algengari og ofsafengnari,“ segir Ari Trausti, jarðfræðingur. Árlegur fundur Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsbreytingar stendur nú yfir og það í skugga hamfaranna á Filippseyjum og í Bandaríkjunum. Fundarhöldin eru liður í langtímaáætlun alþjóðasamfélagsins um að stemma stigum við losun gróðurhúsalofttengunda. Stefnt er á undirritun nýs samkomulags árið 2015. Lítið er hægt að segja um árangur, þvert á móti hefur ráðstefnan varpað ljósi á mikla sundrung meðal þróunarríkja og iðnríkja þegar loftslagsbreytingar eru annars vegar. Markmið fundarhaldanna er þó metnaðarfullt, þörf er á samstilltu átaki allra jarðarbúa. „Næstu tveir eða þrír áratugir verða mjög merkilegar hvað þetta varðar og svona atburðir, eins og á Filippseyjum og í Bandaríkjunum, kalla sannarlega á aðgerðir.“ Afkomendur okkar munu fyrir þessum breytingum. Úrkoma kemur til með aukast mikið á Íslandi með bráðnun jökla, það hækkar í sjónum og stormar verða algengari. „Árið 2012 var mengaðasta ár mannkynssögunnar eftir að mælingar hófust. Þegar allt kemur til alls þá engin ástæða til að beygja af en það er heldur engin ástæða til að vera bjartsýnn, nema að þjóðir heims, fólk, ríkisstjórnir og fyrirtæki fari virkilega að sinna þessum málum umfram það sem vísindamenn gera,“ segir Ari. Loftslagsmál Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Veðurhamfarir á Filippseyjum og í Bandaríkjunum eru aðeins forsmekkur af því sem koma skal með áframhaldandi hlýnun jarðar. Sameinuðu Þjóðirnar funda nú um málið en íslenskur vísindamaður kallar eftir samstilltu átaki allra jarðarbúa. Frá því að breskir verkamenn skófluðu fyrst kolum í gufuvél James Watt síðla á átjándu öld hefur mannkyn haft veruleg áhrif á loftslag jarðar. Losun gróðurhúsalofttegunda í mun að bylta sjálfu loftslagi plánetunnar. Notkun jarðefnaeldsneyta hefur þúsundfaldast frá iðnbyltingu og það með tilheyrandi losun koltvísýrings. Viðkvæmt jafnvægi andrúmsloftsins og veðrakerfa er að raskast. Styrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu hefur ekki verið meiri í um fjögur hundruð þúsund ár. Þegar veðrakerfi eru annars vegar má búast við meiri öfgum. Haiyan, fellibylurinn mikli sem lagði hluta Filippseyja í rúst á dögunum, er dæmi um þetta. Síkur veðurofsi er nánast án fordæma. Hinum megin á jarðkringlunni, í miðvesturríkjum Bandaríkjanna, þurrkuðust heilu íbúðahverfin út þegar skýstrókar gengu fyir Illinois og Kentucky í nótt. Slík fyrirbæri eiga ekki að myndast á þessum tíma árs.Veðurhamfarir á Filippseyjum og í Bandaríkjunum eru aðeins forsmekkur af því sem koma skal með áframhaldandi hlýnun jarðar.MYND/AFP„Svona skrýtnar uppákomur, ýmist varðandi tíma eða á ólíklegustu stöðum, verða algengari og ofsafengnari,“ segir Ari Trausti, jarðfræðingur. Árlegur fundur Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsbreytingar stendur nú yfir og það í skugga hamfaranna á Filippseyjum og í Bandaríkjunum. Fundarhöldin eru liður í langtímaáætlun alþjóðasamfélagsins um að stemma stigum við losun gróðurhúsalofttengunda. Stefnt er á undirritun nýs samkomulags árið 2015. Lítið er hægt að segja um árangur, þvert á móti hefur ráðstefnan varpað ljósi á mikla sundrung meðal þróunarríkja og iðnríkja þegar loftslagsbreytingar eru annars vegar. Markmið fundarhaldanna er þó metnaðarfullt, þörf er á samstilltu átaki allra jarðarbúa. „Næstu tveir eða þrír áratugir verða mjög merkilegar hvað þetta varðar og svona atburðir, eins og á Filippseyjum og í Bandaríkjunum, kalla sannarlega á aðgerðir.“ Afkomendur okkar munu fyrir þessum breytingum. Úrkoma kemur til með aukast mikið á Íslandi með bráðnun jökla, það hækkar í sjónum og stormar verða algengari. „Árið 2012 var mengaðasta ár mannkynssögunnar eftir að mælingar hófust. Þegar allt kemur til alls þá engin ástæða til að beygja af en það er heldur engin ástæða til að vera bjartsýnn, nema að þjóðir heims, fólk, ríkisstjórnir og fyrirtæki fari virkilega að sinna þessum málum umfram það sem vísindamenn gera,“ segir Ari.
Loftslagsmál Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira