Eiður Smári táraðist í sjónvarpsviðtali: Minn síðasti landsleikur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2013 21:33 Eiður Smári Guðjohnsen. Mynd/Daníel Eiður Smári Guðjohnsen táraðist í viðtali í útsendingu sjónvarpsins eftir tapleikinn á móti Króatíu. Hann tilkynnti síðan í lok viðtalsins að hann hafi líklega spilað sinn síðasta landsleiks í Zagreb í kvöld. „Í heildina lítið, því miður, náðum við ekki að spila nógu vel í kvöld. Vorum ragir framan af að taka boltann niður og spila á milli. mikið af háum boltum fram sem við náðum ekki að vinna. Spilaðist ekki nægilega vel, alla vega ekki eins og við ætluðum okkur," sagði Eiður Smári í viðtali við Hauk Harðarson, íþróttafréttamann hjá Sjónvarpinu. „Svo kemur rauða spjaldið og við náum að halda ró okkar fram að hálfleik. En annað markið var rothögg og drepur okkur í raun. Hefði staðan verið 1-0 hefði þetta alltaf verið mögulegt en miðað við hvernig leikurinn þróaðist var erfitt að brjóta þá á bak aftur og skora tvö," sagði Eiður Smári. „Fyrri leikurinn tók líklega of mikla orku af okkur, að spila manni færri í rúmar 45 mínútur hefur tekið sinn toll. Svekkelsið er mikið. menn leyfðu sér að dreyma, eins og allir landsmenn gerðu kannski. Eftir mesta svekkelsið ættum við að reyna að halda upp á þann áfanga sem við náðum. Við náðum að gleðja fólkið og skapa smá spennu í kringum landsliðið," sagði Eiður Smári. Haukur spurði síðan Eið Smára um framhaldið í landsliðinu og þá tóku við dramatískar sekúndur þar sem markahæsti leikmaður Íslands frá upphafi réð ekki við tilfinningar sínar, brotnaði niður og táraðist. „Ég er ansi hræddur að þetta hafi verið minn síðasti landsleikur," sagði Eiður Smári síðan og fékk síðan faðmlag að launum frá Hauki. Dramatísk og söguleg stund.Hér má horfa á viðtalið við Eið Smára. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Fleiri fréttir Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen táraðist í viðtali í útsendingu sjónvarpsins eftir tapleikinn á móti Króatíu. Hann tilkynnti síðan í lok viðtalsins að hann hafi líklega spilað sinn síðasta landsleiks í Zagreb í kvöld. „Í heildina lítið, því miður, náðum við ekki að spila nógu vel í kvöld. Vorum ragir framan af að taka boltann niður og spila á milli. mikið af háum boltum fram sem við náðum ekki að vinna. Spilaðist ekki nægilega vel, alla vega ekki eins og við ætluðum okkur," sagði Eiður Smári í viðtali við Hauk Harðarson, íþróttafréttamann hjá Sjónvarpinu. „Svo kemur rauða spjaldið og við náum að halda ró okkar fram að hálfleik. En annað markið var rothögg og drepur okkur í raun. Hefði staðan verið 1-0 hefði þetta alltaf verið mögulegt en miðað við hvernig leikurinn þróaðist var erfitt að brjóta þá á bak aftur og skora tvö," sagði Eiður Smári. „Fyrri leikurinn tók líklega of mikla orku af okkur, að spila manni færri í rúmar 45 mínútur hefur tekið sinn toll. Svekkelsið er mikið. menn leyfðu sér að dreyma, eins og allir landsmenn gerðu kannski. Eftir mesta svekkelsið ættum við að reyna að halda upp á þann áfanga sem við náðum. Við náðum að gleðja fólkið og skapa smá spennu í kringum landsliðið," sagði Eiður Smári. Haukur spurði síðan Eið Smára um framhaldið í landsliðinu og þá tóku við dramatískar sekúndur þar sem markahæsti leikmaður Íslands frá upphafi réð ekki við tilfinningar sínar, brotnaði niður og táraðist. „Ég er ansi hræddur að þetta hafi verið minn síðasti landsleikur," sagði Eiður Smári síðan og fékk síðan faðmlag að launum frá Hauki. Dramatísk og söguleg stund.Hér má horfa á viðtalið við Eið Smára.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Fleiri fréttir Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjá meira