Konan sögð beitt þrýstingi að segja hælisleitandann vera föðurinn Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2013 07:00 Samkvæmt úrskurði Útlendingastofnunar er skilyrði fjölskyldusameiningar ekki uppfyllt enda sé maðurinn ekki í sambandi við meinta barnsmóður og ekki sé sannað að barnið sé hans. FBL/Stefán Karlsson Hælisleitandinn sem lögregla leitar að og átti að senda úr landi í gær er grunaður um aðild að mansalsmálinu sem kom upp á Suðurnesjum í sumar. Ætluð barnsmóðir mannsins, sem einnig er hælisleitandi, ber við að hún sé mansalsfórnarlamb og gefa rannsóknargögn til kynna að hún sé beitt þrýstingi um að segja manninn vera föðurinn. Þetta kemur fram í rökstuðningi innanríkisráðuneytisins um synjun á endurupptöku á úrskurðinum um að senda manninn úr landi. Mál mannsins hefur vakið mikla athygli síðustu daga og hafa mótmæli verið skipulögð fyrir framan innanríkisráðuneytið í dag undir yfirskriftinni Mótmæli gegn sundrun flóttafjölskyldu frá Nígeríu. Kemur fram á Facebook-síðu mómælanna að brottvísun mannsins úr landi sé lögbrot þar sem hann á unnustu og ófætt barn á Íslandi. Í rökstuðningi innanríkisráðuneytisins kemur aftur á móti fram að maðurinn eigi ekki í sambandi við meinta barnsmóður sína, heldur eigi hann í sambandi við íslenska konu. Einnig að faðernisviðurkenning muni fara fram í kjölfar fæðingar barnsins. Í rökstuðningnum segir ennfremur að maðurinn teljist ekki í lögmætri dvöl á Íslandi. Þegar hann sótti um hæli kom margsinnis fram að unnusta hans byggi í Kanada, hann hefði verið á leið þangað og sagði hann sjálfur að hann hefði engin sérstök tengsl við Ísland. Að mati ráðuneytisins hefur sú staðreynd ekki breyst. Lögmaður mannsins bað um frestun á að senda manninn úr landi til að bera málið undir dómsstóla. Frestunin er byggð á grundvelli ófædda barnsins en einnig að maðurinn sé í sambandi við íslenska konu, sé heilsuveill og hafi stöðu grunaðs manns vegna tveggja mála á Suðurnesjunum og vilji hann hreinsa nafn sitt. Þar að auki að maðurinn hafi í hyggju að höfða mál til ógildingar á úrskurði ráðuneytisins. Í rökstuðningi ráðuneytisins fyrir synjun á endurupptöku málsins segir að skilyrði fjölskyldusameiningar sé ekki uppfyllt þrátt fyrir samband mannsins við íslenskan ríkisborgara og möguleika á að hann sé faðir barnsins. Þá njóti hælisleitendur í Sviss viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Einnig hafi kærandi upplýst að hann hafi ekki sætt áframhaldandi rannsókn lögreglu vegna málanna á Suðurnesjum og því sé engin ástæða til að fresta réttaráhrifum vegna þeirra. Ráðuneytið tekur einnig fram að það telji ekki ástæðu til að líta svo á að flutningur mannsins til Sviss leiði til þess að hann fái ekki úrlausn um ógildingarkröfu sína fyrir dómstólum. Hægt sé að fjalla um málið án þess að kærandi sé staddur á landinu. Hælisleitendur Lekamálið Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Hælisleitandinn sem lögregla leitar að og átti að senda úr landi í gær er grunaður um aðild að mansalsmálinu sem kom upp á Suðurnesjum í sumar. Ætluð barnsmóðir mannsins, sem einnig er hælisleitandi, ber við að hún sé mansalsfórnarlamb og gefa rannsóknargögn til kynna að hún sé beitt þrýstingi um að segja manninn vera föðurinn. Þetta kemur fram í rökstuðningi innanríkisráðuneytisins um synjun á endurupptöku á úrskurðinum um að senda manninn úr landi. Mál mannsins hefur vakið mikla athygli síðustu daga og hafa mótmæli verið skipulögð fyrir framan innanríkisráðuneytið í dag undir yfirskriftinni Mótmæli gegn sundrun flóttafjölskyldu frá Nígeríu. Kemur fram á Facebook-síðu mómælanna að brottvísun mannsins úr landi sé lögbrot þar sem hann á unnustu og ófætt barn á Íslandi. Í rökstuðningi innanríkisráðuneytisins kemur aftur á móti fram að maðurinn eigi ekki í sambandi við meinta barnsmóður sína, heldur eigi hann í sambandi við íslenska konu. Einnig að faðernisviðurkenning muni fara fram í kjölfar fæðingar barnsins. Í rökstuðningnum segir ennfremur að maðurinn teljist ekki í lögmætri dvöl á Íslandi. Þegar hann sótti um hæli kom margsinnis fram að unnusta hans byggi í Kanada, hann hefði verið á leið þangað og sagði hann sjálfur að hann hefði engin sérstök tengsl við Ísland. Að mati ráðuneytisins hefur sú staðreynd ekki breyst. Lögmaður mannsins bað um frestun á að senda manninn úr landi til að bera málið undir dómsstóla. Frestunin er byggð á grundvelli ófædda barnsins en einnig að maðurinn sé í sambandi við íslenska konu, sé heilsuveill og hafi stöðu grunaðs manns vegna tveggja mála á Suðurnesjunum og vilji hann hreinsa nafn sitt. Þar að auki að maðurinn hafi í hyggju að höfða mál til ógildingar á úrskurði ráðuneytisins. Í rökstuðningi ráðuneytisins fyrir synjun á endurupptöku málsins segir að skilyrði fjölskyldusameiningar sé ekki uppfyllt þrátt fyrir samband mannsins við íslenskan ríkisborgara og möguleika á að hann sé faðir barnsins. Þá njóti hælisleitendur í Sviss viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Einnig hafi kærandi upplýst að hann hafi ekki sætt áframhaldandi rannsókn lögreglu vegna málanna á Suðurnesjum og því sé engin ástæða til að fresta réttaráhrifum vegna þeirra. Ráðuneytið tekur einnig fram að það telji ekki ástæðu til að líta svo á að flutningur mannsins til Sviss leiði til þess að hann fái ekki úrlausn um ógildingarkröfu sína fyrir dómstólum. Hægt sé að fjalla um málið án þess að kærandi sé staddur á landinu.
Hælisleitendur Lekamálið Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira