Ein velta í viðbót og einhver hefði dáið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. nóvember 2013 12:45 Bíllinn sem Gunnar og félagar óku. Mynd/Haraldur Dean Nelson Bardagakappinn Gunnar Nelson var hætt kominn þegar bíll sem hann var farþegi í rann til á ísilögðum Þjórsárdalsvegi í Gnúpverjahreppi á dögunum. Bíllinn fór fjórar veltur áður en hann lenti úti í á. Sem betur fer fyrir Gunnar og þrjá vini hans lenti bíllinn á hjólunum og á grunnum stað í ánni. „Við vorum í óvissuferð og vorum á auðum vegi. Allt í einu tókum við beygju við lítið fjall og fundum að við vorum komnir á klaka,“ segir Gunnar í viðtali við útvarpsþáttinn The MMA hour. „Fallið var mikið og hallinn sömuleiðis og við byrjum að fara niður brekkuna. Bíllinn velti líklega fjórum sinnum en sem betur fer lenti hann á dekkjunum,“ segir Gunnar. Hann telur að fallið hafi líklega verið á bilinu 30 til 50 metra hátt.Vegurinn þar sem Gunnar og félagar fór útaf.Mynd/Instagram„Ég man að ég sá ána og hugsaði þegar við bíllinn byrjaði að veltast: Bara ekki í ána og ekki lenda á hvolfi,“ segir Gunnar sem man vel augnablikið fyrir rúmri viku. „Augu mín voru galopin og ég horfði til beggja hliða,“ segir Gunnar sem sat í farþegasætinu. Æskuvinur Gunnars sat við stýrið en bardagakappinn Þráinn Kolbeinsson var í aftursætinu ásamt öðrum góðum vini. „Ég reyndi meira að segja að opna dyrnar í síðustu veltunni en hún var föst,“ segir Gunnar. Þeir félagar trúðu ekki heppni sinni þegar þeir höfnuðu á grunnum stað í ánni og bíllinn á hjólunum. „Við skriðum út um gluggana. Vatnið var ekki djúpt og straumurinn ekki mikill á þessum stað,“ segir Gunnar en bendir á að afar litlu hafi munað. Áin hafi verið mun dýpri bæði rétt ofar í henni og sömuleiðis neðar. Þar var straumurinn einnig mun meiri. „Einn metri í viðbót og þá hefði þetta verið erfitt. Þá hefðum við rúllað aftur og lent á hvolfi. Þá hefðu ekki allir komist lífs af. Ekki séns.“Mynd innan úr bílnum. Þakið í farþegasætinu þar sem Gunnar sat féll saman.Gunnar segir vatnið hafa verið mjög kalt, eðlilega, enda hafi verið um jökulá að ræða. Hann þakkar fyrir að þeir félagar voru allir í bílbelti. Stundin var skrýtin þegar þeir voru komnir upp á bakkann. „Við spurðum hver annan hvort þeir væru í lagi. Svo eftir mínútu byrjuðum við bara að hlæja og grínast. Okkur var létt að við vorum á lífi,“ segir Gunnar. Þeir félagar voru ekki einir á ferð heldur í teymi þriggja bíla. Einn var á undan þeim og annar á eftir. „Bíllinn á undan okkur hefur líklega ekið hægar en við. Hann rann áfram á veginum en hafnaði ekki í ánni. Þeir tóku upp símann til að hringja í okkur og vara okkur við. Um leið sáu þeir í baksýnisspeglinum okkur renna útaf veginum.“Óvissuferðalangarnir stilltu sér upp fyrir myndatöku.Gunnar segir líðan sína góða. Hann hafi sloppið með minniháttar meiðsli á hönd og olnboga. Þráinn hafi fengið gler í augað sem hafi verið fjarlægt á spítala. Hann sé í góðu lagi í dag. „Ég er bara feginn að ekki fór verr. Þú byrjar að fara yfir atvikið í huganum og hugsa hvað hefði verið hægt að gera betur bæði á meðan bílnum var ekið og svo eftir að hann byrjaði að rúlla.“ Eftir aðhlynningu á Selfossi náðu Gunnar og félagar aftur í skottið á vinum sínum í óvissuferðinni í Hveragerði þar sem bjórkynning fór fram. Íþróttir MMA Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira
Bardagakappinn Gunnar Nelson var hætt kominn þegar bíll sem hann var farþegi í rann til á ísilögðum Þjórsárdalsvegi í Gnúpverjahreppi á dögunum. Bíllinn fór fjórar veltur áður en hann lenti úti í á. Sem betur fer fyrir Gunnar og þrjá vini hans lenti bíllinn á hjólunum og á grunnum stað í ánni. „Við vorum í óvissuferð og vorum á auðum vegi. Allt í einu tókum við beygju við lítið fjall og fundum að við vorum komnir á klaka,“ segir Gunnar í viðtali við útvarpsþáttinn The MMA hour. „Fallið var mikið og hallinn sömuleiðis og við byrjum að fara niður brekkuna. Bíllinn velti líklega fjórum sinnum en sem betur fer lenti hann á dekkjunum,“ segir Gunnar. Hann telur að fallið hafi líklega verið á bilinu 30 til 50 metra hátt.Vegurinn þar sem Gunnar og félagar fór útaf.Mynd/Instagram„Ég man að ég sá ána og hugsaði þegar við bíllinn byrjaði að veltast: Bara ekki í ána og ekki lenda á hvolfi,“ segir Gunnar sem man vel augnablikið fyrir rúmri viku. „Augu mín voru galopin og ég horfði til beggja hliða,“ segir Gunnar sem sat í farþegasætinu. Æskuvinur Gunnars sat við stýrið en bardagakappinn Þráinn Kolbeinsson var í aftursætinu ásamt öðrum góðum vini. „Ég reyndi meira að segja að opna dyrnar í síðustu veltunni en hún var föst,“ segir Gunnar. Þeir félagar trúðu ekki heppni sinni þegar þeir höfnuðu á grunnum stað í ánni og bíllinn á hjólunum. „Við skriðum út um gluggana. Vatnið var ekki djúpt og straumurinn ekki mikill á þessum stað,“ segir Gunnar en bendir á að afar litlu hafi munað. Áin hafi verið mun dýpri bæði rétt ofar í henni og sömuleiðis neðar. Þar var straumurinn einnig mun meiri. „Einn metri í viðbót og þá hefði þetta verið erfitt. Þá hefðum við rúllað aftur og lent á hvolfi. Þá hefðu ekki allir komist lífs af. Ekki séns.“Mynd innan úr bílnum. Þakið í farþegasætinu þar sem Gunnar sat féll saman.Gunnar segir vatnið hafa verið mjög kalt, eðlilega, enda hafi verið um jökulá að ræða. Hann þakkar fyrir að þeir félagar voru allir í bílbelti. Stundin var skrýtin þegar þeir voru komnir upp á bakkann. „Við spurðum hver annan hvort þeir væru í lagi. Svo eftir mínútu byrjuðum við bara að hlæja og grínast. Okkur var létt að við vorum á lífi,“ segir Gunnar. Þeir félagar voru ekki einir á ferð heldur í teymi þriggja bíla. Einn var á undan þeim og annar á eftir. „Bíllinn á undan okkur hefur líklega ekið hægar en við. Hann rann áfram á veginum en hafnaði ekki í ánni. Þeir tóku upp símann til að hringja í okkur og vara okkur við. Um leið sáu þeir í baksýnisspeglinum okkur renna útaf veginum.“Óvissuferðalangarnir stilltu sér upp fyrir myndatöku.Gunnar segir líðan sína góða. Hann hafi sloppið með minniháttar meiðsli á hönd og olnboga. Þráinn hafi fengið gler í augað sem hafi verið fjarlægt á spítala. Hann sé í góðu lagi í dag. „Ég er bara feginn að ekki fór verr. Þú byrjar að fara yfir atvikið í huganum og hugsa hvað hefði verið hægt að gera betur bæði á meðan bílnum var ekið og svo eftir að hann byrjaði að rúlla.“ Eftir aðhlynningu á Selfossi náðu Gunnar og félagar aftur í skottið á vinum sínum í óvissuferðinni í Hveragerði þar sem bjórkynning fór fram.
Íþróttir MMA Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira