Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur fengið leyfi frá Breiðabliki í Kópavogi til æfinga á knattspyrnuvelli félagsins.
Lars Lagerbäck, þjálfari karlalandsliðsins, skýrði frá þessu á blaðamannafundi í Laugardalnum í dag. Hann sagði mikilvægt að æfingarnar gætu farið fram á grasi en ekki gervigrasi. Þó gerði hann sér að sjálfsögðu grein fyrir því að ef veður yrði vitlaust yrðu æfingar færðar inn.
Leikmenn liðsins koma saman hér á Íslandi á mánudaginn. Sumir eiga leiki með félagsliðum sínum í Evrópu á sunnudaginn.
Strákarnir munu æfa á Kópavogsvelli

Tengdar fréttir

Landsliðshópurinn fyrir leikina gegn Króatíu | Sölvi Geir kemur inn
Lars Lagerback hefur tilkynnt landsliðshópinn fyrir leikina gegn Króatíu í umspilinu um sæti á heimsmeistaramótinu í Brasilíu.

Einn fremsti dómari í heiminum dæmir leik Íslands og Króatíu
Spánverjinn Alberto Undiano mun dæma leik Íslands og Króatíu sem fram fer á Laugardalsvelli þann 15. nóvember.