NBA: Miami kláraði Chicago og Lakers vann óvænt í LA-slagnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2013 07:00 NBA-deildin í körfubolta hófst í nótt með þremur leikjum og þótt að flestir hafi fylgst með sigri NBA-meistara Miami Heat á Chicago Bulls þá mun ekkert færri ræða óvæntan sigur Los Angeles Lakers á nágrönnum sínum í Los Angeles Clippers.LeBron James var með 17 stig, 9 stoðsendingar og 6 fráköst þegar Miami Heat vann 107-95 heimasigur á Chicago Bulls. Bulls-liðið komst í 9-2 í upphafi leiks en Miami vann restina af fyrri hálfleiknum 52-24 og var með leikinn í sínum höndum eftir það. Chris Bosh skoraði 16 stig fyrir Miami og Shane Battier var með 14 stig á 22 mínútum en hann hitti úr öllum fjórum þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Dwyane Wade og Mario Chalmers skoruðu báðir 13 stig. Chicago Bulls átti tvo stigahæstu leikmenn vallarins í þeim Carlos Boozer (31 stig) og Jimmy Butler (20 stig) en Derrick Rose (12 stig, 4 stoðsendingar) hitti aðeins úr 4 af 15 skotum sínum og var að auki með fimm tapaða bolta.Los Angeles Lakers lék fyrsta leikinn án Kobe Bryant en það kom ekki í veg fyrir glæsilegan 116-103 sigur á nágrönnunum í Los Angeles Clippers sem flestir töldu að væru með miklu betra lið í vetur. Pau Gasol og Steve Nash horfðu á allan fjórða leikhlutann á bekknum því á meðan voru varamennirnir að blómstra. Xavier Henry setti persónulegt met með því að skora 22 stig og Jordan Farmar bætti við 16 stigum. Jodie Meeks (13 stig), Jordan Hill (12) og Chris Kaman (10) voru þrír varamenn til viðbótar sem komust í tíu stigin en Lakers-liðið vann lokaleikhlutann 41-24. Blake Griffin skoraði 18 stig fyrir Los Angeles Clippers, DeAndre Jordan var með 17 stig og 11 fráköst og Chris Paul skoraði 15 stig, gaf 11 stoðsendingar og stal 5 boltum.Paul George skoraði 24 stig og Lance Stephenson var með 19 stig þegar Indiana Pacers vann 97-87 sigur á Orlando Magic. Roy Hibbert var frábær með 16 fráköst og 7 varin skot á 27 mínútum en Andrew Nicholson skoraði mest fyrir Orlando eða 18 stig. NBA Mest lesið Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Sjá meira
NBA-deildin í körfubolta hófst í nótt með þremur leikjum og þótt að flestir hafi fylgst með sigri NBA-meistara Miami Heat á Chicago Bulls þá mun ekkert færri ræða óvæntan sigur Los Angeles Lakers á nágrönnum sínum í Los Angeles Clippers.LeBron James var með 17 stig, 9 stoðsendingar og 6 fráköst þegar Miami Heat vann 107-95 heimasigur á Chicago Bulls. Bulls-liðið komst í 9-2 í upphafi leiks en Miami vann restina af fyrri hálfleiknum 52-24 og var með leikinn í sínum höndum eftir það. Chris Bosh skoraði 16 stig fyrir Miami og Shane Battier var með 14 stig á 22 mínútum en hann hitti úr öllum fjórum þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Dwyane Wade og Mario Chalmers skoruðu báðir 13 stig. Chicago Bulls átti tvo stigahæstu leikmenn vallarins í þeim Carlos Boozer (31 stig) og Jimmy Butler (20 stig) en Derrick Rose (12 stig, 4 stoðsendingar) hitti aðeins úr 4 af 15 skotum sínum og var að auki með fimm tapaða bolta.Los Angeles Lakers lék fyrsta leikinn án Kobe Bryant en það kom ekki í veg fyrir glæsilegan 116-103 sigur á nágrönnunum í Los Angeles Clippers sem flestir töldu að væru með miklu betra lið í vetur. Pau Gasol og Steve Nash horfðu á allan fjórða leikhlutann á bekknum því á meðan voru varamennirnir að blómstra. Xavier Henry setti persónulegt met með því að skora 22 stig og Jordan Farmar bætti við 16 stigum. Jodie Meeks (13 stig), Jordan Hill (12) og Chris Kaman (10) voru þrír varamenn til viðbótar sem komust í tíu stigin en Lakers-liðið vann lokaleikhlutann 41-24. Blake Griffin skoraði 18 stig fyrir Los Angeles Clippers, DeAndre Jordan var með 17 stig og 11 fráköst og Chris Paul skoraði 15 stig, gaf 11 stoðsendingar og stal 5 boltum.Paul George skoraði 24 stig og Lance Stephenson var með 19 stig þegar Indiana Pacers vann 97-87 sigur á Orlando Magic. Roy Hibbert var frábær með 16 fráköst og 7 varin skot á 27 mínútum en Andrew Nicholson skoraði mest fyrir Orlando eða 18 stig.
NBA Mest lesið Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Sjá meira