„Þarna var einhver strákur í gömlu Hagkaupsskónum sem ætlaði að dekka mig“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. október 2013 14:30 „Niðurlægingin var rosaleg. Bara af því ég bar ekki virðingu fyrir einhverjum strák sem gat alveg spilað.“ Teitur Örlygsson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta og fyrrverandi landsliðsmaður, segist predika fyrir leikmönnum sínum að bera virðingu fyrir öllum sem þeir gera. Tekur hann sjálfan sig oft sem dæmi líkt og hann gerði í þættinum Liðið mitt á Stöð 2 Sport. Teitur rifjaði upp þegar hann spilaði í körfuboltakeppni Landsmótsins þegar hann var einn besti leikmaður landsins. „Þá vorum við að spila á móti einhverjum sveitavörgum, með allri virðingu. Ég var einhver voðaleg stjarna úr úrvalsdeildinni og ætlaði að spila. Þarna var einhver strákur í gömlu Hagkaupsskónum sem ætlaði að dekka mig. Ég í fínu Air-Jordan skónum,“ segir Teitur sem fór með rangt hugarfar inn í leikinn. „Þetta byrjar á því að hann stelur af mér boltanu, fer upp og skorar,“ segir Teitur en atvikið endurtók sig strax í næstu sókn. Þá braut Teitur reyndar á mótherjanum í skotinu. Hann skoraði og fékk vítaskot að auki. „Þarna fór allt í taugarnar á mér, stóra egóið. Ég reif kjaft við dómarann og fékk tæknivillu,“ segir Teitur sem man ekki nákvæmlega hvort honum var hent út eða ekki. „Niðurlægingin var rosaleg. Bara af því ég bar ekki virðingu fyrir einhverjum strák sem gat alveg spilað.“ „Svo um kvöldið þegar allir hittast og skemmta sér á Landsmótinu þá stendur strákurinn þarna, horfir á mig og hlær að mér. Segir að þessi geti ekkert í körfubolta,“ segir Teitur. Hefði hann hins vegar borið virðingu fyrir andstæðingnum, tekið hann í gegn þá hefði annað verið uppi á teningnum. „Þá hefði ég komið þarna labbandi út um kvöldið og hann hefði verið búinn að segja strákunum hvað Teitur væri hrikalega góður leikmaður. Ég hefði fengið virðinguna af því ég bar virðingu fyrir honum.“ Teitur segir stóran mun á því að vera góður leikmaður og vera frábær leikmaður. „Þessir frábæru bera virðingu fyrir öllum og eru alltaf góðir. Þeir láta ekkert ná sér á svona smáatriðum.“ Sögustund Teits hefst eftir um tvær og hálfa mínútu af myndbandinu að ofan. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
„Niðurlægingin var rosaleg. Bara af því ég bar ekki virðingu fyrir einhverjum strák sem gat alveg spilað.“ Teitur Örlygsson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta og fyrrverandi landsliðsmaður, segist predika fyrir leikmönnum sínum að bera virðingu fyrir öllum sem þeir gera. Tekur hann sjálfan sig oft sem dæmi líkt og hann gerði í þættinum Liðið mitt á Stöð 2 Sport. Teitur rifjaði upp þegar hann spilaði í körfuboltakeppni Landsmótsins þegar hann var einn besti leikmaður landsins. „Þá vorum við að spila á móti einhverjum sveitavörgum, með allri virðingu. Ég var einhver voðaleg stjarna úr úrvalsdeildinni og ætlaði að spila. Þarna var einhver strákur í gömlu Hagkaupsskónum sem ætlaði að dekka mig. Ég í fínu Air-Jordan skónum,“ segir Teitur sem fór með rangt hugarfar inn í leikinn. „Þetta byrjar á því að hann stelur af mér boltanu, fer upp og skorar,“ segir Teitur en atvikið endurtók sig strax í næstu sókn. Þá braut Teitur reyndar á mótherjanum í skotinu. Hann skoraði og fékk vítaskot að auki. „Þarna fór allt í taugarnar á mér, stóra egóið. Ég reif kjaft við dómarann og fékk tæknivillu,“ segir Teitur sem man ekki nákvæmlega hvort honum var hent út eða ekki. „Niðurlægingin var rosaleg. Bara af því ég bar ekki virðingu fyrir einhverjum strák sem gat alveg spilað.“ „Svo um kvöldið þegar allir hittast og skemmta sér á Landsmótinu þá stendur strákurinn þarna, horfir á mig og hlær að mér. Segir að þessi geti ekkert í körfubolta,“ segir Teitur. Hefði hann hins vegar borið virðingu fyrir andstæðingnum, tekið hann í gegn þá hefði annað verið uppi á teningnum. „Þá hefði ég komið þarna labbandi út um kvöldið og hann hefði verið búinn að segja strákunum hvað Teitur væri hrikalega góður leikmaður. Ég hefði fengið virðinguna af því ég bar virðingu fyrir honum.“ Teitur segir stóran mun á því að vera góður leikmaður og vera frábær leikmaður. „Þessir frábæru bera virðingu fyrir öllum og eru alltaf góðir. Þeir láta ekkert ná sér á svona smáatriðum.“ Sögustund Teits hefst eftir um tvær og hálfa mínútu af myndbandinu að ofan.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira