Sannleikurinn: Gnarr vann stjórnmálin Andri Þór Sturluson skrifar 30. október 2013 12:19 Svona lítur sigurvegari út. Jón Gnarr borgarstjóri tilkynnti í útvarpsþættinum Tvíhöfði á Rás 2 rétt í þessu að hann ætlaði ekki að sitja áfram sem borgarstjóri. Hann ætlar að einbeita sér að fjölskyldunni og föðurhlutverkinu. Vakti ákvörðun Jóns furðu margra en menn muna ekki eftir því að íslenskur stjórnmálamaður hafi áður hætt þegar hann er í stórsókn. Jón Gnarr stofnaði Besta flokkinn, tók borgina og hættir síðan á toppnum, sem gerir hann að sigurvegara í íslenskum stjórnmálum. Venjan er að stjórnmálaleiðtogar hrökklist frá völdum, stórskaddaðir og aumkunarverðir. Má nefna dæmi eins og Ingibjörgu Sólrúnu sem enn er í útlegð í Afganistan, Davíð Oddsson sem breytti ritstjórnarskrifstofu Morgunblaðsins í sína persónulegu bráðageðdeild og Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi formann Framsóknarflokksins, sem hefur verið týndur í fimm ár en hans er ekki leitað því hans er ekki saknað. Ef stjórnmál væru tölvuleikur er Jón Gnarr búinn að vinna leikinn. Atvinnupólitíkusar sátu bjargarlausir hjá á meðan hann valtaði yfir þá, snýtti sér á þeim og skilaði þeim loks í rétt litaða sorptunnu til endurvinnslu.Sannleikurinn rekur öfluga og óvæga fréttastofu þar sem engum er hlíft og sannleikurinn skiptir ekki höfuðmáli. Sannleikurinn er háður öllum stjórnmálaflokkum og hagsmunaaðilum um fréttaefni sitt. Fréttastofa Sannleikans hefur Facebook-síðu en hún hefur staðið sig gríðarlega vel. Harmageddon Mest lesið Nýtt myndband með Leoncie og Shades of Reykjavík Harmageddon Púlsinn 14.ágúst 2014 Harmageddon Októberfest og stígvélabjór Harmageddon Segja ríkið gefa frá sér 23 milljarða til vogunarsjóða Harmageddon Jón Gnarr telur heiminn bættari án trúarbragða Harmageddon Vala Grand trúlofuð á ný Harmageddon „Þeir sleppa aðal sannleikanum“ Harmageddon Freysi með Stjána Stuð og Soffíu Harmageddon Orðljótur rappari úr Garðabænum Harmageddon Miðasalan á Eistnaflug er hafin. Harmageddon
Jón Gnarr borgarstjóri tilkynnti í útvarpsþættinum Tvíhöfði á Rás 2 rétt í þessu að hann ætlaði ekki að sitja áfram sem borgarstjóri. Hann ætlar að einbeita sér að fjölskyldunni og föðurhlutverkinu. Vakti ákvörðun Jóns furðu margra en menn muna ekki eftir því að íslenskur stjórnmálamaður hafi áður hætt þegar hann er í stórsókn. Jón Gnarr stofnaði Besta flokkinn, tók borgina og hættir síðan á toppnum, sem gerir hann að sigurvegara í íslenskum stjórnmálum. Venjan er að stjórnmálaleiðtogar hrökklist frá völdum, stórskaddaðir og aumkunarverðir. Má nefna dæmi eins og Ingibjörgu Sólrúnu sem enn er í útlegð í Afganistan, Davíð Oddsson sem breytti ritstjórnarskrifstofu Morgunblaðsins í sína persónulegu bráðageðdeild og Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi formann Framsóknarflokksins, sem hefur verið týndur í fimm ár en hans er ekki leitað því hans er ekki saknað. Ef stjórnmál væru tölvuleikur er Jón Gnarr búinn að vinna leikinn. Atvinnupólitíkusar sátu bjargarlausir hjá á meðan hann valtaði yfir þá, snýtti sér á þeim og skilaði þeim loks í rétt litaða sorptunnu til endurvinnslu.Sannleikurinn rekur öfluga og óvæga fréttastofu þar sem engum er hlíft og sannleikurinn skiptir ekki höfuðmáli. Sannleikurinn er háður öllum stjórnmálaflokkum og hagsmunaaðilum um fréttaefni sitt. Fréttastofa Sannleikans hefur Facebook-síðu en hún hefur staðið sig gríðarlega vel.
Harmageddon Mest lesið Nýtt myndband með Leoncie og Shades of Reykjavík Harmageddon Púlsinn 14.ágúst 2014 Harmageddon Októberfest og stígvélabjór Harmageddon Segja ríkið gefa frá sér 23 milljarða til vogunarsjóða Harmageddon Jón Gnarr telur heiminn bættari án trúarbragða Harmageddon Vala Grand trúlofuð á ný Harmageddon „Þeir sleppa aðal sannleikanum“ Harmageddon Freysi með Stjána Stuð og Soffíu Harmageddon Orðljótur rappari úr Garðabænum Harmageddon Miðasalan á Eistnaflug er hafin. Harmageddon