Vilja taka ríkisborgararéttinn af framherjanum eftir landsliðsvalið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2013 11:30 Diego Costa hefur skorað 11 mörk í 10 leikjum í deildinni það sem af er leiktíð. Nordicphotos/Getty Forsvarsmenn Knattspyrnusambands Brasilíu hafa lýst yfir vilja sínum til þess að framherjinn Diego Costa verði sviptur ríkisborgararétti sínum. Framherjinn 25 ára hjá Atletico Madrid, sem er markahæsti leikmaðurinn í spænsku úrvalsdeildinni, vakti undrun landa sinna á dögunum þegar hann lýsti yfir vilja sínum til að spila fyrir hönd Spánar. Costa spilaði tvo æfingaleiki með landsliði Brasilíu fyrr á árinu en fékk svo spænskan ríkisborgararétt í sumar. Í september spurðist Knattspyrnusamband Spánar fyrir um leyfi hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, til að velja Costa í landsliðið. Costa staðfesti loks vilja sinn á þriðjudaginn þegar hann sendi Knattspyrnusambandi Brasilíu bréf. Bréfið vakti reiði og meðal þeirra sem tjáðu sig var landsliðsþjálfarinn Luiz Felipe Scolari: „Brasilískur leikmaður sem neitar að klæðast treyju þjóðar sinnar og spila á heimsmeistaramótinu dregur sig sjálfkrafa úr keppni. Hann snýr baki við draumi milljóna, að spila fyrir hönd þjóðar sinnar, fimmföldum heimsmeisturum á heimavelli í Brasilíu.“ Forsvarsmaður Knattspyrnusambands Brasilíu segir ákvörðun Costa klárlega vera fjárhagslegs eðlis. Nú sé næst í stöðunni að svipta hann ríkisborgararéttinum sem hann hafi í raun hafnað að þeirra mati. Lögfræðingur á vegum sambandsins er að skoða málið fyrir þess hönd. Fái Costa leyfi til þess að spila fyrir hönd Spánar gæti hann mætt „löndum sínum“ á HM í Brasilíu næsta sumar. Telja má líklegt að leyfið fáist sé horft til þess að Aron Jóhannsson, sem einnig hafði tvöfalt ríkisfang en hafði leikið með yngri landsliðum Íslands, fékk grænt ljós á að spila fyrir hönd Bandaríkjanna. Aron hafði þó ekki spilað æfingaleiki fyrir A-landsliðið líkt og Costa. Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Spænski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Sjá meira
Forsvarsmenn Knattspyrnusambands Brasilíu hafa lýst yfir vilja sínum til þess að framherjinn Diego Costa verði sviptur ríkisborgararétti sínum. Framherjinn 25 ára hjá Atletico Madrid, sem er markahæsti leikmaðurinn í spænsku úrvalsdeildinni, vakti undrun landa sinna á dögunum þegar hann lýsti yfir vilja sínum til að spila fyrir hönd Spánar. Costa spilaði tvo æfingaleiki með landsliði Brasilíu fyrr á árinu en fékk svo spænskan ríkisborgararétt í sumar. Í september spurðist Knattspyrnusamband Spánar fyrir um leyfi hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, til að velja Costa í landsliðið. Costa staðfesti loks vilja sinn á þriðjudaginn þegar hann sendi Knattspyrnusambandi Brasilíu bréf. Bréfið vakti reiði og meðal þeirra sem tjáðu sig var landsliðsþjálfarinn Luiz Felipe Scolari: „Brasilískur leikmaður sem neitar að klæðast treyju þjóðar sinnar og spila á heimsmeistaramótinu dregur sig sjálfkrafa úr keppni. Hann snýr baki við draumi milljóna, að spila fyrir hönd þjóðar sinnar, fimmföldum heimsmeisturum á heimavelli í Brasilíu.“ Forsvarsmaður Knattspyrnusambands Brasilíu segir ákvörðun Costa klárlega vera fjárhagslegs eðlis. Nú sé næst í stöðunni að svipta hann ríkisborgararéttinum sem hann hafi í raun hafnað að þeirra mati. Lögfræðingur á vegum sambandsins er að skoða málið fyrir þess hönd. Fái Costa leyfi til þess að spila fyrir hönd Spánar gæti hann mætt „löndum sínum“ á HM í Brasilíu næsta sumar. Telja má líklegt að leyfið fáist sé horft til þess að Aron Jóhannsson, sem einnig hafði tvöfalt ríkisfang en hafði leikið með yngri landsliðum Íslands, fékk grænt ljós á að spila fyrir hönd Bandaríkjanna. Aron hafði þó ekki spilað æfingaleiki fyrir A-landsliðið líkt og Costa.
Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Spænski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Sjá meira