Ferðamennirnir vilja einnig upplifa Vatnajökul að vetri Kristján Már Unnarsson skrifar 31. október 2013 19:50 Bjarni Bjarnason rekur fyrirtækin Jöklajeppa og Ís og ævintýri. Fyrirtæki í Suðursveit bókar nú ferðamenn í vélsleðaferðir á Vatnajökul allt til nóvemberloka en áður lauk starfseminni upp úr verslunarmannahelgi. Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld var rætt við ferðamenn ættaða frá Suður-Kóreu sem lýstu mikilli eftirvæntingu að komast á jökulinn en þeir voru að leggja upp í ferð frá skálanum í Jöklaseli. Upplýsingaskilti við hringveginn um Suðursveit segir ferðamönnum að þar er hægt að komast upp á Vatnajökul. Það vekur athygli okkar að þótt sumarið sé löngu liðið eru erlendir ferðamenn enn að mæta til að komast í vélsleðaferð um þetta mesta jökulhvel Evrópu.Upplýsingaskilti við hringveginn í Suðursveit um jöklaferðirnar.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.Bjarni Bjarnason, eigandi fyrirtækjanna Jöklajeppa og Íss og ævintýra, segir að allt frá því í mars og fram til 20. október hafi þeir verið með daglegar ferðir. Þetta verður strjálla í nóvember en þó segir Bjarni að nær daglega sé hringt og núna er síðasta ferð bókuð 23. nóvember. En þetta var ekki svona fyrst eftir að skálinn í Jöklaseli var opnaður fyrir rúmum tuttugu árum, þá voru þetta bara tíu vikur að sumri og segir Bjarni að þá hafi botninn dottið úr þessu fljótlega eftir verslunarmannahelgi.Haraldur Mímir Bjarnason leiðsögumaður fer yfir öryggisreglur með hópi ferðamanna áður en lagt er á Vatnajökul.Í þættinum “Um land allt” næstkomandi mánudagskvöld verður fjallað nánar um grósku í ferðaþjónustu suðaustanlands og sveitahótelið að Smyrlabjörgum heimsótt. Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Um land allt Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Fyrirtæki í Suðursveit bókar nú ferðamenn í vélsleðaferðir á Vatnajökul allt til nóvemberloka en áður lauk starfseminni upp úr verslunarmannahelgi. Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld var rætt við ferðamenn ættaða frá Suður-Kóreu sem lýstu mikilli eftirvæntingu að komast á jökulinn en þeir voru að leggja upp í ferð frá skálanum í Jöklaseli. Upplýsingaskilti við hringveginn um Suðursveit segir ferðamönnum að þar er hægt að komast upp á Vatnajökul. Það vekur athygli okkar að þótt sumarið sé löngu liðið eru erlendir ferðamenn enn að mæta til að komast í vélsleðaferð um þetta mesta jökulhvel Evrópu.Upplýsingaskilti við hringveginn í Suðursveit um jöklaferðirnar.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.Bjarni Bjarnason, eigandi fyrirtækjanna Jöklajeppa og Íss og ævintýra, segir að allt frá því í mars og fram til 20. október hafi þeir verið með daglegar ferðir. Þetta verður strjálla í nóvember en þó segir Bjarni að nær daglega sé hringt og núna er síðasta ferð bókuð 23. nóvember. En þetta var ekki svona fyrst eftir að skálinn í Jöklaseli var opnaður fyrir rúmum tuttugu árum, þá voru þetta bara tíu vikur að sumri og segir Bjarni að þá hafi botninn dottið úr þessu fljótlega eftir verslunarmannahelgi.Haraldur Mímir Bjarnason leiðsögumaður fer yfir öryggisreglur með hópi ferðamanna áður en lagt er á Vatnajökul.Í þættinum “Um land allt” næstkomandi mánudagskvöld verður fjallað nánar um grósku í ferðaþjónustu suðaustanlands og sveitahótelið að Smyrlabjörgum heimsótt.
Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Um land allt Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira