Körfubolti

Skallagrímur vann sinn fyrsta leik gegn KFÍ

Stefán Árni Pálsson skrifar
Pálmi Þór Sævarsson, þjálfari Skallagríms.
Pálmi Þór Sævarsson, þjálfari Skallagríms. mynd / vilhelm
Skallagrímur vann í kvöld sinn fyrsta leik á tímabilinu í Dominos-deild karla í kvöld þegar liðið lagði KFÍ í háspennuleik 80-77.

Staðan í hálfleik var 46-36 fyrir heimamenn en Ísfirðingar komu sterkir til baka í síðari hálfleiknum og söxuðu hægt og rólega á forskot Skallagríms.

Þegar lítið var eftir að leiknum var munurinn aðeins eitt sig en Hraunar Karl Guðmundsson, leikmaður Skallagríms, setti niður tvö vítaskot undir lok leiksins og tryggði Skallagrím sigurinn.

Skallagrímur er í níunda sæti deildarinnar með tvö stig en KFÍ er enn án stiga.

Skallagrímur-KFI 80-77 (22-19, 24-17, 20-28, 14-13)

Skallagrímur:
Mychal Green 24/5 fráköst/5 stoðsendingar, Páll Axel Vilbergsson 23/9 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 14/7 fráköst, Egill Egilsson 5, Davíð Guðmundsson 5, Orri Jónsson 5/5 stoðsendingar, Davíð Ásgeirsson 2, Sigurður Þórarinsson 1/4 fráköst, Trausti Eiríksson 1/6 fráköst, Atli Aðalsteinsson 0, Sigursteinn Orri Hálfdánarson 0, Kristján Örn Ómarsson 0.

KFÍ: Jason Smith 22/5 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 20/13 fráköst, Hraunar Karl Guðmundsson 15, Ágúst Angantýsson 7/6 fráköst, Jón Hrafn Baldvinsson 6/11 fráköst, Leó Sigurðsson 5/6 fráköst, Guðmundur Jóhann Guðmundsson 2, Jón Kristinn Sævarsson 0, Jóhann Jakob Friðriksson 0, Ingvar Bjarni Viktorsson 0, Óskar Kristjánsson 0.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×