Jör með kvenfatalínu og stefnir á erlendan markað Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. október 2013 18:45 Tískufyrirtækið Jör er í sókn en í næsta mánuði hyggst fyrirtækið kynna nýja kvenfatalínu og sérstaka deild með kvenfatnaði í verslun Jör á Laugavegi. Í kjölfarið á síðan að ráðast í sókn á erlenda markaði. Jör er hugarfóstur Guðmundar Jörundssonar fatahönnuðar sem fyrirtækið er kennt við en hann stofnaði Jör ásamt vini sínum Gunnari Erni Petersen. Með stuðningi fjárfesta hefur fyrirtækið sett á markað klassískan fatnað og skó fyrir herra og opnað verslun á Laugavegi, en þeir Guðmundur og Gunnar Örn eru gestir okkar í nýjasta þætti Klinksins. Stöðug eftirspurn hefur verið eftir herrafatalínu Jör eftir að fyrirtækið opnaði verslunina, en innan skamms hyggst Jör kynna kvenfatalínu og í kjölfarið verður opnuð sérstök deild í versluninni fyrir kvenfatnað.Bindið þið vonir við að kvenfatalínan verði skrefið sem þið þurfið til að komast inn á erlendan markað? „Já, það hefur verið mjög mikill áhugi, en þetta er auðvitað miklu stærra, þ.e þessi dömubransi,“ segir Guðmundur Jörundsson.Birgir Þór Bieltvedt stór hluthafi í Jör Gríðarleg vinna er á bak við nýsköpunar- og frumkvöðlafyrirtæki eins og Jör og til þess að koma því almennilega á laggirnar þurftu þeir félagar að fá fjármögnun. „Fyrirtækið var stofnað á miklum hlaupum í október í fyrra og við fórum þá strax í að reyna að fjármagna okkur. Gummi var þá kominn vel á veg með hönnun línu. Þetta byrjaði þannig að við fengum lán frá nokkrum aðilum sem voru að aðstoða okkur í upphafi og síðar kom fjárfestir inn í þetta með okkur,“ segir Gunnar. Fjárfestirinn sem hann er að vísa í er Birgir Þór Bieltvedt sem hefur fjárfest í nokkrum mæli á Norðurlöndunum og keypti aftur Domino's á Íslandi árið 2011 eftir að hafa selt það með miklum hagnaði árið 2005.Birgir Þór Bieltvedt.„Hann er búinn að vera í þessum bransa og með öflugt tengslanet í Skandinavíu. Ég frétti af honum, hitti hann og talaði við hann. Ég hitti hann fyrst á tískuvikunni í Kaupmannahöfn 2012. Svo vorum við að hittast reglulega og hann var mikið að hjálpa okkur í átta, níu mánuði. Svo kom hann inn í restina,“ segir Guðmundur Jörundsson um samstarfið við Birgi Þór Bieltvedt. Gunnar segir að þetta hafi tekið sinn tíma. „Við rædddum margoft við hann og vorum búnir að kynnast honum áður en hann kom inn. Ég held að það sé mjög heilbrigt. Og það er þannig með Birgi að við vildum vinna með honum, ekki bara fá hann sem fjárfesti af því hann var með peninga, því hann er með reynslu í þessum bransa í gegnum Day Birger & Mikkelsen. Hann hefur líka komið að fleiri fatamerkjum og rekið verslanir í Skandinavíu.“ Viðtalið við þá Guðmund Jörundsson og Gunnar Örn Petersen í heild sinni í Klinkinu má nálgast hér. Klinkið Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Tískufyrirtækið Jör er í sókn en í næsta mánuði hyggst fyrirtækið kynna nýja kvenfatalínu og sérstaka deild með kvenfatnaði í verslun Jör á Laugavegi. Í kjölfarið á síðan að ráðast í sókn á erlenda markaði. Jör er hugarfóstur Guðmundar Jörundssonar fatahönnuðar sem fyrirtækið er kennt við en hann stofnaði Jör ásamt vini sínum Gunnari Erni Petersen. Með stuðningi fjárfesta hefur fyrirtækið sett á markað klassískan fatnað og skó fyrir herra og opnað verslun á Laugavegi, en þeir Guðmundur og Gunnar Örn eru gestir okkar í nýjasta þætti Klinksins. Stöðug eftirspurn hefur verið eftir herrafatalínu Jör eftir að fyrirtækið opnaði verslunina, en innan skamms hyggst Jör kynna kvenfatalínu og í kjölfarið verður opnuð sérstök deild í versluninni fyrir kvenfatnað.Bindið þið vonir við að kvenfatalínan verði skrefið sem þið þurfið til að komast inn á erlendan markað? „Já, það hefur verið mjög mikill áhugi, en þetta er auðvitað miklu stærra, þ.e þessi dömubransi,“ segir Guðmundur Jörundsson.Birgir Þór Bieltvedt stór hluthafi í Jör Gríðarleg vinna er á bak við nýsköpunar- og frumkvöðlafyrirtæki eins og Jör og til þess að koma því almennilega á laggirnar þurftu þeir félagar að fá fjármögnun. „Fyrirtækið var stofnað á miklum hlaupum í október í fyrra og við fórum þá strax í að reyna að fjármagna okkur. Gummi var þá kominn vel á veg með hönnun línu. Þetta byrjaði þannig að við fengum lán frá nokkrum aðilum sem voru að aðstoða okkur í upphafi og síðar kom fjárfestir inn í þetta með okkur,“ segir Gunnar. Fjárfestirinn sem hann er að vísa í er Birgir Þór Bieltvedt sem hefur fjárfest í nokkrum mæli á Norðurlöndunum og keypti aftur Domino's á Íslandi árið 2011 eftir að hafa selt það með miklum hagnaði árið 2005.Birgir Þór Bieltvedt.„Hann er búinn að vera í þessum bransa og með öflugt tengslanet í Skandinavíu. Ég frétti af honum, hitti hann og talaði við hann. Ég hitti hann fyrst á tískuvikunni í Kaupmannahöfn 2012. Svo vorum við að hittast reglulega og hann var mikið að hjálpa okkur í átta, níu mánuði. Svo kom hann inn í restina,“ segir Guðmundur Jörundsson um samstarfið við Birgi Þór Bieltvedt. Gunnar segir að þetta hafi tekið sinn tíma. „Við rædddum margoft við hann og vorum búnir að kynnast honum áður en hann kom inn. Ég held að það sé mjög heilbrigt. Og það er þannig með Birgi að við vildum vinna með honum, ekki bara fá hann sem fjárfesti af því hann var með peninga, því hann er með reynslu í þessum bransa í gegnum Day Birger & Mikkelsen. Hann hefur líka komið að fleiri fatamerkjum og rekið verslanir í Skandinavíu.“ Viðtalið við þá Guðmund Jörundsson og Gunnar Örn Petersen í heild sinni í Klinkinu má nálgast hér.
Klinkið Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira