Tuttugu ára afmæli X-977 - Brain Police Ómar Úlfur skrifar 24. október 2013 10:29 Hljómsveitin Brain Police í öllu sínu veldi. Hljómsveitin Brain Police var stofnuð árið 1998 þegar að Jón Björn Ríkharðsson trommari, Gunnlaugur Lárusson gítarleikari og Hörður Stefánsson bassaleikari fóru að spila saman. Tónlistin þróaðist mjög fljótlega útí rokk af þyngri gerðinni og fljótlega gekk Vagn Levy Sigurðsson til liðs við strákana sem söngvari . Nafnið Brain Police fengu þeir félagar frá Frank Zappa og lagatitli hans Who Are The Brain Police. Sveitin var dugleg að koma fram opinberlega sem þétti spilamennskuna gríðarlega. Árið 2000 kom út frumburður sveitarinnar Glacier Sun og fékk gríðarlega góðar viðtökur. Í kjölfarið ferðaðist sveitin um landið þvert og endilangt og hélt tónleika víða. Árið 2002 gekk ungur söngvari frá Norðurlandi, Jens Ólafsson, til liðs við strákana. Jens hafði áður þanið raddböndin m.a í hljómsveitinni Toy Machine sem vann sér það til frægðar að leika á fyrstu Icelandairwaves hátíðinni árið 1999. Árið eftir að Jens gekk til liðs við Brain Police skrifaði sveitin undir plötusamning við Senu. Önnur plata drengjanna kom út árið 2003 og ber nafn sveitarinnar. Platan inniheldur marga þekktustu smelli Brain Police. Lögin Jacuzzi Susy, Taste The Flower og Rocket Fuel nutu gríðarlegra vinsælda á X-977 þetta ár. Árið 2004 var stórt ár fyrir strákana. Búi Bendtsen útvarpsstjarna og gítarleikari í hljómsveitunum Manhattan og Fidel gekk í bandið og Gunnlaugur tók sér hlé. Þriðja platan Electric Fungus kom út og sveitin hitaði upp fyrir Metallica í Egilshöllinni þar sem að 18.000 manns báru þá augum. Brain Police hélt í sinn fyrsta evróputúr árið 2005 og vakti mikla athygli.Beyond The Wasteland kom svo út árið 2006 og vakti athygli fyrir þétta spilamennsku og vandaðar lagasmíðar og þótti greinilegt að Brain Police drengir höfðu haft gott af því að deila sviði með sumum af stærstu rokksveitum heims á þeim tíma eins og t,d Metallica, Mastodon, NOFX og Alice Cooper. Sveitin lá í dvala um nokkurra ára skeið á meðan að meðlimir dreifðu sér um hnöttinn við störf og leik. Í fyrra léku Brain Police á nokkrum virtum rokkhátíðum í Evrópu s.s Hellfest í Frakklandi og Desertfest í Berlín og hafði Gunnlaugur gítarleikar þá snúið aftur. Brain Police fóru í þriggja vikna tónleikaferðalag ásamt hljómsveitunum Green Leaf, Graviators og Mirror Queen.Brain Police er ein af þeim sveitum sem að koma fram á afmælistónleikum X-977 sem fara fram í listasafni Reykjavíkur 29. október næstkomandi. Miðasala er í fullum gangi á miði.is. Hér fyrir neðan má sjá myndband við ofursmellinn Mr. Dolly af plötunni Electric Fungus Harmageddon Mest lesið Vill meina að barnaníðingar séu í raun bara hommar Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon Hefur fengið múslima til þess að endurhugsa afstöðu sína Harmageddon Óupplýstum æsifréttamanni pakkað saman af pollrólegum dýrafræðingi Harmageddon Gabríel með stjörnuhröp Harmageddon Sannleikurinn um Hátíð vonar Harmageddon Við erum öll stjörnuryk Harmageddon Valdamesta kona heims nakin Harmageddon Undirheimarnir of brútal fyrir skáldsögur Harmageddon Jóhanna Guðrún: Fimm bestu Led Zeppelin lögin Harmageddon
Hljómsveitin Brain Police var stofnuð árið 1998 þegar að Jón Björn Ríkharðsson trommari, Gunnlaugur Lárusson gítarleikari og Hörður Stefánsson bassaleikari fóru að spila saman. Tónlistin þróaðist mjög fljótlega útí rokk af þyngri gerðinni og fljótlega gekk Vagn Levy Sigurðsson til liðs við strákana sem söngvari . Nafnið Brain Police fengu þeir félagar frá Frank Zappa og lagatitli hans Who Are The Brain Police. Sveitin var dugleg að koma fram opinberlega sem þétti spilamennskuna gríðarlega. Árið 2000 kom út frumburður sveitarinnar Glacier Sun og fékk gríðarlega góðar viðtökur. Í kjölfarið ferðaðist sveitin um landið þvert og endilangt og hélt tónleika víða. Árið 2002 gekk ungur söngvari frá Norðurlandi, Jens Ólafsson, til liðs við strákana. Jens hafði áður þanið raddböndin m.a í hljómsveitinni Toy Machine sem vann sér það til frægðar að leika á fyrstu Icelandairwaves hátíðinni árið 1999. Árið eftir að Jens gekk til liðs við Brain Police skrifaði sveitin undir plötusamning við Senu. Önnur plata drengjanna kom út árið 2003 og ber nafn sveitarinnar. Platan inniheldur marga þekktustu smelli Brain Police. Lögin Jacuzzi Susy, Taste The Flower og Rocket Fuel nutu gríðarlegra vinsælda á X-977 þetta ár. Árið 2004 var stórt ár fyrir strákana. Búi Bendtsen útvarpsstjarna og gítarleikari í hljómsveitunum Manhattan og Fidel gekk í bandið og Gunnlaugur tók sér hlé. Þriðja platan Electric Fungus kom út og sveitin hitaði upp fyrir Metallica í Egilshöllinni þar sem að 18.000 manns báru þá augum. Brain Police hélt í sinn fyrsta evróputúr árið 2005 og vakti mikla athygli.Beyond The Wasteland kom svo út árið 2006 og vakti athygli fyrir þétta spilamennsku og vandaðar lagasmíðar og þótti greinilegt að Brain Police drengir höfðu haft gott af því að deila sviði með sumum af stærstu rokksveitum heims á þeim tíma eins og t,d Metallica, Mastodon, NOFX og Alice Cooper. Sveitin lá í dvala um nokkurra ára skeið á meðan að meðlimir dreifðu sér um hnöttinn við störf og leik. Í fyrra léku Brain Police á nokkrum virtum rokkhátíðum í Evrópu s.s Hellfest í Frakklandi og Desertfest í Berlín og hafði Gunnlaugur gítarleikar þá snúið aftur. Brain Police fóru í þriggja vikna tónleikaferðalag ásamt hljómsveitunum Green Leaf, Graviators og Mirror Queen.Brain Police er ein af þeim sveitum sem að koma fram á afmælistónleikum X-977 sem fara fram í listasafni Reykjavíkur 29. október næstkomandi. Miðasala er í fullum gangi á miði.is. Hér fyrir neðan má sjá myndband við ofursmellinn Mr. Dolly af plötunni Electric Fungus
Harmageddon Mest lesið Vill meina að barnaníðingar séu í raun bara hommar Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon Hefur fengið múslima til þess að endurhugsa afstöðu sína Harmageddon Óupplýstum æsifréttamanni pakkað saman af pollrólegum dýrafræðingi Harmageddon Gabríel með stjörnuhröp Harmageddon Sannleikurinn um Hátíð vonar Harmageddon Við erum öll stjörnuryk Harmageddon Valdamesta kona heims nakin Harmageddon Undirheimarnir of brútal fyrir skáldsögur Harmageddon Jóhanna Guðrún: Fimm bestu Led Zeppelin lögin Harmageddon