Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 30-25 | Eyjamenn á toppinn Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmannaeyjum skrifar 26. október 2013 00:01 ÍBV komst í dag í toppsæti Olís-deildar karla er liðið vann sannfærandi sigur á Fram í Vestmannaeyjum. Framan af var leikurinn gríðarlega jafn en liðin skipust á að hafa forystuna. Á 12. mínútu hafði nánast verið jafnt á öllum tölum en þá skoraði Elías Bóasson jöfnunarmark fyrir gestina. Sindri Haraldsson virðist hafa farið of harkalega í örvhentu skyttuna en hann fékk að líta rautt spjald við litla hrifningu þjálfara og varamanna Eyjamanna. Þetta virtist kveikja í Frömurum sem tóku forystuna og komust þremur mörkum yfir þegar tuttugu mínútur voru búnar. Eyjamenn gáfust samt ekki upp en þeir voru komnir tveimur mörkum yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja. Það var alveg ljóst í upphafi seinni hálfleiks hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi en Eyjamenn skoruðu fyrstu þrjú mörkin. Stephen Nielsen, markmaður Framara, var ekki heill heilsu í dag en Svavar Már Ólafsson stóð milli stanganna. Markvarslan í leiknum var nánast engin en markmenn Eyjamanna vörðu sjö skot á móti átta skotum Svavars. Mestur varð munurinn níu mörk en það var þegar að Guðni Ingvarsson stökk inn af línunni. Þá skoruðu Framarar þó fimm mörk í röð en það dugði skammt því að Eyjamenn skoruðu síðasta markið og 30-25 sigur þá staðreynd. Eyjamenn lyftu sér með þessum sigri á topp deildarinnar eins og áður segir en þeir leika næst gegn Völsurum í Vodafone-höllinni á meðan að Framarar taka á móti Akureyringum í Safamýrinni.Guðlaugur: Vörn og markvarsla ekki góð „Þetta var ekki nógu gott hjá okkur í dag, við gerðum alltof mikið af sóknarfeilum og einföldum mistökum í dag,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Framara, en hann var ekki sáttur með leik sinna manna. „Við lögðum upp með að vinna þennan leik, en við náðum ekki að fylgja því plani eftir. Varnarleikurinn og markvarslan var ekki góð í dag,“ sagði Guðlaugur en Framarar sigla lygnan sjó um miðja deild. Sindri Haraldsson leikmaður Eyjamanna fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Elíasa Bóassyni en við spurðum Guðlaug út í atvikið. „Ef að hann fer í andlitið Elíasi þegar hann er að fara í gegn þá er það rautt spjald, en ég sá þetta atvik ekki nægilega vel.“Gunnar: Ánægjulegt að sjá aðra koma inn og stíga upp „Ég er sáttur og það er gott að brjóta ísinn með því að vinna fyrsta heimaleikinn. Frábær leikur af okkar hálfu, það reyndi á breiddina og það er ánægjulegt að sjá aðra koma inn og stíga upp,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, í leikslok en hann var mjög sáttur við leik sinna manna. „Góður sóknarleikur í dag á móti Fram sem eru búnir að vera að spila góðan varnarleik í vetur og ég er ánægður með hvernig við leystum það. Sóknarleikurinn var góður í dag og eins hraðaupphlaupin.“ Við spurðum Gunna einnig út í rauða spjaldið. „Ég veit það bara ekki, við verðum að sjá þetta betur á myndbandi, þeir sem hafa séð þetta á myndbandi segja þetta ekki hafa verið rautt. „Ef einhver hefði boðið okkur þessi átta stig eftir fyrstu sex leikina þá hefðum við tekið þau, þannig að við erum sáttir,“ sagði Gunnar í lokin en Eyjamenn tróna á toppi deildarinnar með átta sig. Olís-deild karla Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sjá meira
ÍBV komst í dag í toppsæti Olís-deildar karla er liðið vann sannfærandi sigur á Fram í Vestmannaeyjum. Framan af var leikurinn gríðarlega jafn en liðin skipust á að hafa forystuna. Á 12. mínútu hafði nánast verið jafnt á öllum tölum en þá skoraði Elías Bóasson jöfnunarmark fyrir gestina. Sindri Haraldsson virðist hafa farið of harkalega í örvhentu skyttuna en hann fékk að líta rautt spjald við litla hrifningu þjálfara og varamanna Eyjamanna. Þetta virtist kveikja í Frömurum sem tóku forystuna og komust þremur mörkum yfir þegar tuttugu mínútur voru búnar. Eyjamenn gáfust samt ekki upp en þeir voru komnir tveimur mörkum yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja. Það var alveg ljóst í upphafi seinni hálfleiks hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi en Eyjamenn skoruðu fyrstu þrjú mörkin. Stephen Nielsen, markmaður Framara, var ekki heill heilsu í dag en Svavar Már Ólafsson stóð milli stanganna. Markvarslan í leiknum var nánast engin en markmenn Eyjamanna vörðu sjö skot á móti átta skotum Svavars. Mestur varð munurinn níu mörk en það var þegar að Guðni Ingvarsson stökk inn af línunni. Þá skoruðu Framarar þó fimm mörk í röð en það dugði skammt því að Eyjamenn skoruðu síðasta markið og 30-25 sigur þá staðreynd. Eyjamenn lyftu sér með þessum sigri á topp deildarinnar eins og áður segir en þeir leika næst gegn Völsurum í Vodafone-höllinni á meðan að Framarar taka á móti Akureyringum í Safamýrinni.Guðlaugur: Vörn og markvarsla ekki góð „Þetta var ekki nógu gott hjá okkur í dag, við gerðum alltof mikið af sóknarfeilum og einföldum mistökum í dag,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Framara, en hann var ekki sáttur með leik sinna manna. „Við lögðum upp með að vinna þennan leik, en við náðum ekki að fylgja því plani eftir. Varnarleikurinn og markvarslan var ekki góð í dag,“ sagði Guðlaugur en Framarar sigla lygnan sjó um miðja deild. Sindri Haraldsson leikmaður Eyjamanna fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Elíasa Bóassyni en við spurðum Guðlaug út í atvikið. „Ef að hann fer í andlitið Elíasi þegar hann er að fara í gegn þá er það rautt spjald, en ég sá þetta atvik ekki nægilega vel.“Gunnar: Ánægjulegt að sjá aðra koma inn og stíga upp „Ég er sáttur og það er gott að brjóta ísinn með því að vinna fyrsta heimaleikinn. Frábær leikur af okkar hálfu, það reyndi á breiddina og það er ánægjulegt að sjá aðra koma inn og stíga upp,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, í leikslok en hann var mjög sáttur við leik sinna manna. „Góður sóknarleikur í dag á móti Fram sem eru búnir að vera að spila góðan varnarleik í vetur og ég er ánægður með hvernig við leystum það. Sóknarleikurinn var góður í dag og eins hraðaupphlaupin.“ Við spurðum Gunna einnig út í rauða spjaldið. „Ég veit það bara ekki, við verðum að sjá þetta betur á myndbandi, þeir sem hafa séð þetta á myndbandi segja þetta ekki hafa verið rautt. „Ef einhver hefði boðið okkur þessi átta stig eftir fyrstu sex leikina þá hefðum við tekið þau, þannig að við erum sáttir,“ sagði Gunnar í lokin en Eyjamenn tróna á toppi deildarinnar með átta sig.
Olís-deild karla Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sjá meira