Lagið 'Perfect Day' með bresku hljómsveitinni Velvet Underground ómar undir í auglýsingunni þar sem tveir karlmenn berjast, þeysast á kappakstursbílum og skjóta hvorn annan líkt og í vinsælum tölvuleikjum.
Auglýsingin á að sýna fram á þá möguleika sem felast í netspilun með nýju PlayStation 4 tölvunni. Leikjatölvan kemur út þann 15. nóvember í Bandaríkjunum en 29. nóvember í Evrópu. Búist er við hörðum slag á leikjatölvumarkaði á næstu misserum því Xbox One leikjatölvan kemur út þann 22. nóvember næstkomandi.