Sigurður Ragnar boðaður til Englands í viðtal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2013 14:31 Sigurður Ragnar kom íslenska kvennalandsliðinu í átta liða úrslit á Evrópumótinu í Svíþjóð. Nordicphotos/Getty „Þetta væri algjört draumastarf,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson fyrrverandi þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Sigurður Ragnar hefur verið boðaður í starfsviðtal hjá enska knattspyrnusambandinu sem leitar að nýjum þjálfara fyrir kvennalandslið sitt. Sigurður sótti um starfið á dögunum. „Ég veit ekki hve margir voru boðaðir. Líklega á bilinu sex til tíu,“ segir Sigurður Ragnar. Hann segir fulltrúa sambandsins hafa tilkynnt sér að nokkrir úr þeim hópi yrðu í framhaldinu boðaðir í annað viðtal. Í kjölfarið yrði gengið frá ráðningu. Englendingar mega engan tíma missa í leit sinni að landsliðsþjálfara. Liðið á leiki framundan í mánuðinum í undankeppni HM 2015 og þurfa nýtt blóð í brúna. Hope Powell, sem stýrði skútunni í fimmtán ár, var látin fara í sumar eftir dapran árangur á Evrópumótinu í Svíþjóð. Algengt er að enska knattspyrnusambandið auglýsi þjálfarastörf sín til umsóknar. Á dögunum var Gareth Southgate einmitt ráðinn þjálfari 21 árs liðs karla eftir að tíu umsækjendur voru boðaðir í viðtal. Sigurður Ragnar hefur sjálfur kynnst umsóknarferli sem þessu. Hann sótti um starf hjá skoska knattspyrnusambandinu fyrir tveimur árum og var nærri því að landa starfinu. „Ég sótti um starf performance director,“ segir Sigurður Ragnar sem var boðaður í tvö viðtöl vegna starfsins. Hollendingurinn Mark Wotte var ráðinn í starfið. Sigurður segist hlakka til að fara utan og fara í viðtalið. Um draumastarf sé að ræða. „Það væri mikil upplifun að starfa á St. George's Park fyrir eitt stærsta knattspyrnusamband í heimi,“ segir Sigurður. Það væri frábært að hafa aðgang að öllum þeim tækjum og tólum sem séu fyrir hendi. Starfið sé þó langt í frá í hendi en hann líti á það sem glæsilegan árangur að vera boðaður í viðtalið. „Ef þetta gengur ekki eftir myndi ég skoða möguleika hérna heima,“ segir Sigurður Ragnar. Bæði Fram og ÍA eru í leit að þjálfurum fyrir meistaraflokka félagsins karlamegin. „Það er þessi árstími,“ segir Sigurður. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
„Þetta væri algjört draumastarf,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson fyrrverandi þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Sigurður Ragnar hefur verið boðaður í starfsviðtal hjá enska knattspyrnusambandinu sem leitar að nýjum þjálfara fyrir kvennalandslið sitt. Sigurður sótti um starfið á dögunum. „Ég veit ekki hve margir voru boðaðir. Líklega á bilinu sex til tíu,“ segir Sigurður Ragnar. Hann segir fulltrúa sambandsins hafa tilkynnt sér að nokkrir úr þeim hópi yrðu í framhaldinu boðaðir í annað viðtal. Í kjölfarið yrði gengið frá ráðningu. Englendingar mega engan tíma missa í leit sinni að landsliðsþjálfara. Liðið á leiki framundan í mánuðinum í undankeppni HM 2015 og þurfa nýtt blóð í brúna. Hope Powell, sem stýrði skútunni í fimmtán ár, var látin fara í sumar eftir dapran árangur á Evrópumótinu í Svíþjóð. Algengt er að enska knattspyrnusambandið auglýsi þjálfarastörf sín til umsóknar. Á dögunum var Gareth Southgate einmitt ráðinn þjálfari 21 árs liðs karla eftir að tíu umsækjendur voru boðaðir í viðtal. Sigurður Ragnar hefur sjálfur kynnst umsóknarferli sem þessu. Hann sótti um starf hjá skoska knattspyrnusambandinu fyrir tveimur árum og var nærri því að landa starfinu. „Ég sótti um starf performance director,“ segir Sigurður Ragnar sem var boðaður í tvö viðtöl vegna starfsins. Hollendingurinn Mark Wotte var ráðinn í starfið. Sigurður segist hlakka til að fara utan og fara í viðtalið. Um draumastarf sé að ræða. „Það væri mikil upplifun að starfa á St. George's Park fyrir eitt stærsta knattspyrnusamband í heimi,“ segir Sigurður. Það væri frábært að hafa aðgang að öllum þeim tækjum og tólum sem séu fyrir hendi. Starfið sé þó langt í frá í hendi en hann líti á það sem glæsilegan árangur að vera boðaður í viðtalið. „Ef þetta gengur ekki eftir myndi ég skoða möguleika hérna heima,“ segir Sigurður Ragnar. Bæði Fram og ÍA eru í leit að þjálfurum fyrir meistaraflokka félagsins karlamegin. „Það er þessi árstími,“ segir Sigurður.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira