Sannleikurinn: Ísland verður aftur land tækifærissinna Andri Þór Sturluson skrifar 3. október 2013 12:15 Sigmundur flutti stefnuræðu sína í gær. Plantan fyrir framan stal þó senunni. Sigmundur Davíð, forsætisráðherra, dró upp mynd af fyrirmyndarríkinu, eins konar útópíu, í stefnuræðu sinni í gær. Sagði hann Íslendinga hafa tækifæri til að skipa sér í fremstu röð, svipað og þegar hann tróð sér fram fyrir röðina innan Framsóknarflokksins og gerðist formaður án þess að nokkur vissi hver hann var. „Ef Íslendingar halda rétt á málum geta þeir skapað sér lífskjör sem eru með því besta sem þekkist. Lífskjör eins og hjá mér og Bjarna,“ sagði Sigmundur. „Til að svo megi verða þarf ný ríkisstjórn að fá að vinna gagnrýnislaust og hún þarf að hindra það að niðurrifsöfl eins og Samfylkingin og VG hagi sér eins og við gerðum þegar við vorum í stjórnarandstöðu og dragi þrótt úr þjóðinni.“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lagði í ræðu sinni mesta áherslu á nauðsyn þess að stöðva skuldasöfnun útgerðarmanna og Morgunblaðsins. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði ríkisstjórnina vera að eyðileggja betur allt það sem seinasta ríkisstjórn eyðilagði í sinni tíð og nú væri komið gott.Sannleikurinn rekur öfluga og óvæga fréttastofu þar sem engum er hlíft og sannleikurinn skiptir ekki höfuðmáli. Sannleikurinn er háður öllum stjórnmálaflokkum og hagsmunaaðilum um fréttaefni sitt. Fréttastofa Sannleikans hefur Facebook-síðu en þar er búið að skera mikið niður. Harmageddon Mest lesið Ný heimildarmynd um Kurt Cobain forsýnd Harmageddon Nóbelsverðlaunahafi með fyrirlestur í Reykjavík Harmageddon Segir láglaunafólk geta bætt kjör sín með því að flytja út úr borginni Harmageddon Söngvari Stone Roses vitni í kynferðisafbrotamáli Harmageddon Sannleikurinn: Sminkurnar á Stöð 2 að gefast upp á Loga Bergmann Harmageddon Segir Þjóðkirkju stuðla að heilaskaða Íslendinga Harmageddon Queens of the Stone Age á toppi Pepsi Max listans Harmageddon „Þeir sleppa aðal sannleikanum“ Harmageddon Sannleikurinn: Bilun hjá Símanum olli því að þingmenn Pírata misstu samband við stjórnstöð Harmageddon Nine Inch Nails: Sjálfsmorð með vott af bjartsýni Harmageddon
Sigmundur Davíð, forsætisráðherra, dró upp mynd af fyrirmyndarríkinu, eins konar útópíu, í stefnuræðu sinni í gær. Sagði hann Íslendinga hafa tækifæri til að skipa sér í fremstu röð, svipað og þegar hann tróð sér fram fyrir röðina innan Framsóknarflokksins og gerðist formaður án þess að nokkur vissi hver hann var. „Ef Íslendingar halda rétt á málum geta þeir skapað sér lífskjör sem eru með því besta sem þekkist. Lífskjör eins og hjá mér og Bjarna,“ sagði Sigmundur. „Til að svo megi verða þarf ný ríkisstjórn að fá að vinna gagnrýnislaust og hún þarf að hindra það að niðurrifsöfl eins og Samfylkingin og VG hagi sér eins og við gerðum þegar við vorum í stjórnarandstöðu og dragi þrótt úr þjóðinni.“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lagði í ræðu sinni mesta áherslu á nauðsyn þess að stöðva skuldasöfnun útgerðarmanna og Morgunblaðsins. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði ríkisstjórnina vera að eyðileggja betur allt það sem seinasta ríkisstjórn eyðilagði í sinni tíð og nú væri komið gott.Sannleikurinn rekur öfluga og óvæga fréttastofu þar sem engum er hlíft og sannleikurinn skiptir ekki höfuðmáli. Sannleikurinn er háður öllum stjórnmálaflokkum og hagsmunaaðilum um fréttaefni sitt. Fréttastofa Sannleikans hefur Facebook-síðu en þar er búið að skera mikið niður.
Harmageddon Mest lesið Ný heimildarmynd um Kurt Cobain forsýnd Harmageddon Nóbelsverðlaunahafi með fyrirlestur í Reykjavík Harmageddon Segir láglaunafólk geta bætt kjör sín með því að flytja út úr borginni Harmageddon Söngvari Stone Roses vitni í kynferðisafbrotamáli Harmageddon Sannleikurinn: Sminkurnar á Stöð 2 að gefast upp á Loga Bergmann Harmageddon Segir Þjóðkirkju stuðla að heilaskaða Íslendinga Harmageddon Queens of the Stone Age á toppi Pepsi Max listans Harmageddon „Þeir sleppa aðal sannleikanum“ Harmageddon Sannleikurinn: Bilun hjá Símanum olli því að þingmenn Pírata misstu samband við stjórnstöð Harmageddon Nine Inch Nails: Sjálfsmorð með vott af bjartsýni Harmageddon
Sannleikurinn: Bilun hjá Símanum olli því að þingmenn Pírata misstu samband við stjórnstöð Harmageddon
Sannleikurinn: Bilun hjá Símanum olli því að þingmenn Pírata misstu samband við stjórnstöð Harmageddon