Íslenska U-17 landsliðið í knattspyrnu gerði 3-3 jafntefli við Aserbaídsjan í fyrsta leik sínum í undankeppni EM sem fram fer í Rússlandi.
Leikmenn Aserbaídsjan tóku á skarið og skoruðu fyrsta mark leiksins eftir rúmlega tíu mínútna leik en íslenska liðið jafnaði að vörmu spori.
Ísland lenti aftur undir í upphafi síðari hálfleiks en Darri Sigþórsson jafnaði metinn tíu mínútu síðar.
Aftur lenti Ísland undir en Ernir Bjarnason skoraði þriðja mark Íslands á 72. mínútu.Niðurstaðan því 3-3 jafntefli.
U-17 landsliðið gerði jafntefli við Aserbaídsjan
Stefán Árni Pálsson skrifar
