Yfirborð sjávar gæti hækkað um metra á næstu 90 árum Jón Júlíus Karlsson skrifar 27. september 2013 12:07 Bráðnun jökla hefur aukist á síðustu áratugum og gæti yfirborð sjávar hækkað um 82 sentímetra fram að næstu aldamótum Mynd/Fréttablaðið Yfirborð sjávar gæti hækkað allt að metra fyrir næstu aldamót. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem vísindanefnd í loftslagsbreytingum á vegum Sameinuðu þjóðanna birtir í dag. Fram kemur í skýrslunni að 95% vissa sé fyrir því að maðurinn sé ríkjandi ástæða fyrir loftslagsbreytingum á síðustu 60 árum. Bráðnun jökla hefur aukist á síðustu áratugum og gæti yfirborð sjávar hækkað um 82 sentímetra fram að næstu aldamótum ef ekki verður dregið saman úr losun á gróðurhúsalofttegundum. Halldór Björnsson, sérfræðingur í loftslagsmálum hjá Veðurstofu Íslands, segir hækkun yfirborðs sjávar sé óhjákvæmileg nema að ráðist verði í miklar aðgerðir. „Helstu niðurstöður skýrslunnar eru að hlýnun jarðar er óumdeilanleg. Síðan 1950 hefur bæði lofthjúpur og heimshöfin hlýnað mikið. Á sama tíma hefur dregið mikið úr útbreiðslu og magni snævar og íss,“ segir Halldór. „Afleiðingarnar eru þær að tíðni óveðra mun aukast og sjávaryfirborð mun hækka. Ef við viljum draga úr þessari hlýnun og þeim afleiðingum sem henni fylgir þá er orðið augljós að það þarf að gera eitthvað.“ Útbreiðsla og þykkt íss á norðurskauti jarðar er nú mun minni en gert var ráð fyrir árið 2007 og síðasti áratugur er sá heitasti síðan 1850. Náttúruverndasamtök Íslands fjalla um málið á heimasíðu sinni í dag. Þar kemur fram að vísindamenn séu þess fullvissir að verði haldið áfram á sömu braut muni hitabylgjur og flóð í Evrópu valda miklum hörmungum. Heimhöfin munu einnig súrna hratt vegna síaukinnar losunar koltvísýsings. Hægt verður að koma í veg fyrir alvarlegustu afleiðingar loftslagsbreytinga með því að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Loftslagsmál Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Yfirborð sjávar gæti hækkað allt að metra fyrir næstu aldamót. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem vísindanefnd í loftslagsbreytingum á vegum Sameinuðu þjóðanna birtir í dag. Fram kemur í skýrslunni að 95% vissa sé fyrir því að maðurinn sé ríkjandi ástæða fyrir loftslagsbreytingum á síðustu 60 árum. Bráðnun jökla hefur aukist á síðustu áratugum og gæti yfirborð sjávar hækkað um 82 sentímetra fram að næstu aldamótum ef ekki verður dregið saman úr losun á gróðurhúsalofttegundum. Halldór Björnsson, sérfræðingur í loftslagsmálum hjá Veðurstofu Íslands, segir hækkun yfirborðs sjávar sé óhjákvæmileg nema að ráðist verði í miklar aðgerðir. „Helstu niðurstöður skýrslunnar eru að hlýnun jarðar er óumdeilanleg. Síðan 1950 hefur bæði lofthjúpur og heimshöfin hlýnað mikið. Á sama tíma hefur dregið mikið úr útbreiðslu og magni snævar og íss,“ segir Halldór. „Afleiðingarnar eru þær að tíðni óveðra mun aukast og sjávaryfirborð mun hækka. Ef við viljum draga úr þessari hlýnun og þeim afleiðingum sem henni fylgir þá er orðið augljós að það þarf að gera eitthvað.“ Útbreiðsla og þykkt íss á norðurskauti jarðar er nú mun minni en gert var ráð fyrir árið 2007 og síðasti áratugur er sá heitasti síðan 1850. Náttúruverndasamtök Íslands fjalla um málið á heimasíðu sinni í dag. Þar kemur fram að vísindamenn séu þess fullvissir að verði haldið áfram á sömu braut muni hitabylgjur og flóð í Evrópu valda miklum hörmungum. Heimhöfin munu einnig súrna hratt vegna síaukinnar losunar koltvísýsings. Hægt verður að koma í veg fyrir alvarlegustu afleiðingar loftslagsbreytinga með því að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Loftslagsmál Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira