Harmageddon fer til Grænlands Óskar Hallgrímsson skrifar 11. september 2013 00:01 Óskar Hallgrímsson Ofurstór og yfirþyrmandi náttúran tók á móti manni þegar maður gekk út af alþjóða flugvellinum í Kulusukk á Austurströnd Grænlands. Eftir að hafa hent farangrinum á bílpall var okkur sagt að ganga tvo kílómetra niður í þorpið frá flugvellinum. Á leiðinni þangað mættu okkur hlaupandi börn, gamall maður á fjórhjóli og kirkjugarður. Leiðsögumaðurinn okkar, hann Einar, tjáði okkur að þarna væri mjög lítið um jarðveg og ekki hægt að grafa fólk, eða allavega ekki djúpt, og alls ekki hvar sem er, þannig að þau hafa þurft að finna ný og ný svæði til að grafa hina látnum. Já, eða hlaða ofan á sína nánustu.Óskar HallgrímssonVið gengum inn í þorpið og tókum fljótlega eftir því að þar var mikið fjör. Grænlenska útgáfan af því allavega. Það var útborgunar dagur, borgað til baka frá skattinum og föstudagur, sem að mér sýnist á öllu að sé hin gullna þrenna þegar kemur að því að sameina ástæður innfæddra til þess að lyfta sér upp. Allir voru brosandi. Þótt að skrefið hafi reikað hjá sumum, þá virtist það ekki trufla neinn. Við gengum inn í kjörbúðina og fengum þar að skoða hvað er í boði fyrir hinn almenna Grænlending. Þar bar hæst á góma að þú gast keypt þér riffil og svo brjóstahöld á sama ganginum. Svo þegar þú ferð að borga fyrir riffilinn og brjóstahöldin þá getur þú keypt þér byssukúlur, C-vítamín og hvítvín. Allt við sama afgreiðsluborðið. Sérdeilis hentug matvörubúð.Úr matvörubúðinni héldum við út á bryggju þar sem á móti okkur tók harðasti maður Grænlands. Daninn Lars Anker-Moller sem hefur búið í Grænlandi í fjölda ára og starfað þar sem leiðsögumaður, ljósmyndari, póst-burðarmaður, hundaþjálfari, smiður, veiðimaður og mögulega allt annað sem er yfirgengilega hart og karlmennskulegt. Ég meina, maðurinn er nefndur eftir akkeri. Á meðan að Lars var að bjóða okkur í litla ofurhraðbátinn sem hann átti tókum við eftir hóp af nýlega veiddum selum og höfrung í sjónum við bryggjuna. Okkur var tjáð að þetta væri gert til þess að halda kjötinu köldu. Lars tjáði okkur að þetta væri hans ísskápurinn. Það kom okkur einhvernvegin ekki á óvart að hann ætti líka stærsta ísskáp jarðarinnar.Förinni var heitið í lautarferð á eyju sem kallast Morðeyja. Fallegur lítill klettur sem að fékk nafn sitt af því að grænlenskur maður varð óður og myrti alla sem þar bjuggu. Á meðan við sátum þarna með góðum hópi innfæddra og gæddum okkur á smörrebröd með lifrarpylsu, fræddi Lars og Einar leiðsögumaður okkur um hefðir og samfélag Grænlands. Grænlendingar komust fyrst almennilega í tengingu við Vestrænan heim fyrir tvö til þrjúhundruð árum. Fram að því höfðu þeir alfarið notast við eigin hugmyndir um þróun samfélagsins. Hugmyndin um séreign kom fyrst með hvíta manninum. Það gerðu líka hugmyndir um land í einkaeigu og einkvæni. Lars sagði okkur að stroka algerlega út úr okkar huga hugmyndir okkar um hvernig samfélög þróast. Hugmyndir okkar um siðferði, réttlæti og stéttarstöðu væri eitthvað sem við máttum alls ekki rugla saman við sögu Grænlands. Eftir áhugaverða sögukennslu um harðræði hvíta mannsins á innfæddum Grænlendingum síðastliðin 200 ár var okkur tjáð að við yrðum að drífa okkur í bátana svo að við myndum ekki festastá eyjunni í storminum sem væri að koma yfir.LarsVið sáum engan storm. En Grænlendingarnir voru handvissir og bentu í átt að sjóndeildarhringnum. Við sáum samt ekkert. Við lögðum af stað í átt að Tasiilaq yfir Angmagssalikfjörð sem er eiginlega eins og að fara yfir Faxaflóa á smábát með risastórum utanborðsmótor. Lars var ekkert hræddur og við þóttumst ekki vera það heldur. Innan í mér grét þó lítill drengur sem felldi tár í hvert skipti sem við annaðhvort sveigðum fram hjá borgarísjökum eða stukkum fram af himinháum öldunum á leiðinni. Breskum blaðamanni BBC var ekki skemmt og lýsti því yfir með því að sitja grafkjurr, náfölur og orðlaus alla leiðina. Við komum í höfn í Tasiilaq seinnipart dags og þaðan var haldið upp á hótel.Hótelið er staðsett á fallegum stað efst í þorpinu. Til þess að komast þangað þurfti annaðhvort að fá far með bíl frá hótelinu eða taka smá göngutúr. Ákveðið var að setja farangurinn í bílinnn og rölta þetta í rólegheitum.Þarna gleymdist alveg að segja okkur að nú tæki við kraftganga upp bröttustu brekku sem blaðamaður hefur gengið, og þeir sem til mín þekkja vita að ég mundi seint teljast vera einhver fjallageit. Eins mikið og mér líkaði við Grænland og þetta yndælis þorp þá tókst mér að fyrirlíta þessa helvítis brekku. Eftir að hafa komist naumlega upp á hótelið kastað ég bæði af mér farangrinum og mæðinni. Þar blótaði ég brekkunni í góðar tíu mínútur áður en förinni var heitið aftur niður í bæ til að blanda geði við heimafólkið. Á rölti mínu um þorpið hitti ég nokkra innfædda sem voru að halda skattadaginn heilagan. Helling af krökkum sem flest voru annaðhvort á reiðhjólum eða í fótbolta. Ég gekk framhjá húsi þar sem fáklætt miðaldra par sem gægðist út um glugga og kölluðu „Hey yo man! Wanna come chill and drink good beer? We make good party.“ Ég afþakkaði boðið pent, veifaði og fékk að taka myndir af þeim í staðinn.Um kvöldið var farið á barinn. Við vorum komin þarna um tíu leytið og þá strax var heitt í kolum og fólk farið að skemmta sér stórkostlega. Tekið var vel á móti okkur með tilheyrandi faðmlögum og hávaða. Grænlendingar kunna að láta ókunnugum manni líða velkomnum. Fljótlega eftir komuna var okkur boðið að taka þátt í foosball leik við tvo innfædda. Leikurinn var örlítið erfiðari en vanalega þar sem fólkið fyrir aftan okkur þótti það fullkomlega eðlilegt að þrýsta fingri þvert á milli rasskinnana á mér og liðsfélaga mínum á meðan á leiknum stóð. Hvort að þetta væri til þess að trufla okkur eða hvort að þetta væri einhver sér grænlenskur siður var okkur alls óljóst. Við létum þetta þó ekki trufla okkur og mörðum fram sigur. Þrisvar í röð. Klukkan tólf á miðnætti opnaðist svo hurð inn í hliðarsal staðarins. Þar blasti við okkur diskótek í allri sinni dýrð. Fullbúið leysiljósum, reykvél, diskókúlu og stróbljósi. Transtónlist í bland við danska popptónlist ómaði um klúbbinn og heimamenn virtust ekki feimnir við að dansa hvert við annað þótt fólk væri jafnvel fætt á sitthvorum enda síðustu aldar. Þarna mátti tildæmis hitta á mæðgin í góðu yfirlæti sem dönsuðu saman við léttan transslagara frá tíunda áratugnum.Daginn eftir klúbbakvöldið var búið að skipuleggja fyrir okkur ferð um menningarheima Tisiilaq með Einar leiðsögumann í fararbroddi. Við fórum í messu þar sem bæði var gift og skírt á sama tíma. Þó ekki hjá sömu aðilunum að ég held en grænlenskan mín er ekki nægilega góð til þess að átta mig almennilega á því hvað var þarna að gerast. Eftir það fórum við á pósthúsið að tala við pósthúsfólk um að frímerki eftir því sem ég best veit. Þá var farið á ljósmyndasafn að skoða myndir af Grænlendingum frá síðustu aldamótum og svo á þjóðminjasafnið þar sem við fræddumst um sögu og menningarheim Grænlendinga síðustu aldir. Þar komumst við að því hvaðan þessar merkilegu styttur sem við vorum búin að sjá útum allt, kallaðar Tubilak, væru og hvaðan þær draga uppruna sinn. Verandi vestrænn latte-lepjandi listamaður með rómantískar hugmyndir um þróun lista og trúartákna hafði ég þær hugmyndir að þessar vinalegu styttur kæmu úr þjóðsagnahefð Grænlendinga. Úr þjóðsögum sem innfæddir hefðu samið fyrir börn sín, til þess að halda þeim öguðum og prúðum, svona svipað og með íslensku jólasveinana. Það var aldeilis ekki raunin. Þessar styttur voru leifar þess tíma þegar það tíðkaðist að leggja álög á óvini og var það gert með því að búta niður hin ýmsu dýr og sauma þau saman við sundurlimuð börn. Þetta gat oft verið haus af barni saumaður saman við búk á fiski. Eða haus á barni saumað saman við fugl og lappirnar saumaðar á fuglinn. Var þessu öllu svo hent út í hafið og átti þessi ófreskja að hrella óvini þess sem gjörningin framdi og jafnvel valda þeim skaða. Stytturnar komu síðar í staðin því þeim þótti ekki lengur bjóðandi að fara svona með börnin.Eftir þessa innsýn inn í menningarheim Austur-Grænlendinga var næst á dagskrá að gefa sleða-hundum mat, nánar tiltekið sel, sem var skorinn niður í heilu lagi á grasflötinni hjá hundunum. Í fyrstu fann ég til með þessum greyjum. Hangandi þarna úti í kuldanum, keðjaðir við hvorn annan taldi ég að þeim hlyti að líða hræðilega. En svo var mér hugsað að þessi dýr eru búin að vera svona í árþúsundir undir nákvæmlega sömu kringumstæðum. Næst var okkur boðið í heimsókn í hús sem bar þess sterk merki um að þar byggi kona sem hafði gaman af alskyns handavinnu, trúar táknum og Disney-prinsessum. Þarna var til húsa kona sem sérhæfði sig í því að skemmta fólki með grænlenskum trommudans. Hann fólst í því að hún hélt á trommu sem hún sló í bakið á, hristi á sér mjaðmirnar og söng á grænlensku, eitthvað um náttúruna skildist mér á þýðandanum. Grænland er land sem er vert að heimsækja. Þó ekki nema bara til þess að verða fyrir þeirri merkilegu lífsreynslu að fá hnefahögg frá náttúrunni, beint í andlitið sem skilur mann eftir hálf dofin af fegurð og mikilfengleika. Yndislegt fólk og hrikaleg náttúra eru þar í einhverju heillandi jafnvægi sem hver manneskjaætti að sækjast eftir að fá að upplifa.(Hægt er að skoða fleiri myndir úr ferðinni með því að smella á efstu myndina) Harmageddon Mest lesið Sannleikurinn: Engeyjarættin stórgræðir á að smita börn af einhverfu Harmageddon Sannleikurinn: ASÍ - Launþegar 14:17 Harmageddon Nýtt myndband Kiriyama Family frumsýnt á Vísi Harmageddon Söngvari Stone Roses vitni í kynferðisafbrotamáli Harmageddon Íslenski hesturinn þekktur í þýsku teknó senunni Harmageddon Harmageddon fer til Grænlands Harmageddon Vínilplatan snýr aftur Harmageddon Engum skotum hleypt af byssu Sævars fyrr enn eftir að lögregla mætti á vettvang Harmageddon Páll Óskar á æfingu með Spilverki þjóðanna Harmageddon Framtíðin veltur á kakkalökkum Harmageddon
Ofurstór og yfirþyrmandi náttúran tók á móti manni þegar maður gekk út af alþjóða flugvellinum í Kulusukk á Austurströnd Grænlands. Eftir að hafa hent farangrinum á bílpall var okkur sagt að ganga tvo kílómetra niður í þorpið frá flugvellinum. Á leiðinni þangað mættu okkur hlaupandi börn, gamall maður á fjórhjóli og kirkjugarður. Leiðsögumaðurinn okkar, hann Einar, tjáði okkur að þarna væri mjög lítið um jarðveg og ekki hægt að grafa fólk, eða allavega ekki djúpt, og alls ekki hvar sem er, þannig að þau hafa þurft að finna ný og ný svæði til að grafa hina látnum. Já, eða hlaða ofan á sína nánustu.Óskar HallgrímssonVið gengum inn í þorpið og tókum fljótlega eftir því að þar var mikið fjör. Grænlenska útgáfan af því allavega. Það var útborgunar dagur, borgað til baka frá skattinum og föstudagur, sem að mér sýnist á öllu að sé hin gullna þrenna þegar kemur að því að sameina ástæður innfæddra til þess að lyfta sér upp. Allir voru brosandi. Þótt að skrefið hafi reikað hjá sumum, þá virtist það ekki trufla neinn. Við gengum inn í kjörbúðina og fengum þar að skoða hvað er í boði fyrir hinn almenna Grænlending. Þar bar hæst á góma að þú gast keypt þér riffil og svo brjóstahöld á sama ganginum. Svo þegar þú ferð að borga fyrir riffilinn og brjóstahöldin þá getur þú keypt þér byssukúlur, C-vítamín og hvítvín. Allt við sama afgreiðsluborðið. Sérdeilis hentug matvörubúð.Úr matvörubúðinni héldum við út á bryggju þar sem á móti okkur tók harðasti maður Grænlands. Daninn Lars Anker-Moller sem hefur búið í Grænlandi í fjölda ára og starfað þar sem leiðsögumaður, ljósmyndari, póst-burðarmaður, hundaþjálfari, smiður, veiðimaður og mögulega allt annað sem er yfirgengilega hart og karlmennskulegt. Ég meina, maðurinn er nefndur eftir akkeri. Á meðan að Lars var að bjóða okkur í litla ofurhraðbátinn sem hann átti tókum við eftir hóp af nýlega veiddum selum og höfrung í sjónum við bryggjuna. Okkur var tjáð að þetta væri gert til þess að halda kjötinu köldu. Lars tjáði okkur að þetta væri hans ísskápurinn. Það kom okkur einhvernvegin ekki á óvart að hann ætti líka stærsta ísskáp jarðarinnar.Förinni var heitið í lautarferð á eyju sem kallast Morðeyja. Fallegur lítill klettur sem að fékk nafn sitt af því að grænlenskur maður varð óður og myrti alla sem þar bjuggu. Á meðan við sátum þarna með góðum hópi innfæddra og gæddum okkur á smörrebröd með lifrarpylsu, fræddi Lars og Einar leiðsögumaður okkur um hefðir og samfélag Grænlands. Grænlendingar komust fyrst almennilega í tengingu við Vestrænan heim fyrir tvö til þrjúhundruð árum. Fram að því höfðu þeir alfarið notast við eigin hugmyndir um þróun samfélagsins. Hugmyndin um séreign kom fyrst með hvíta manninum. Það gerðu líka hugmyndir um land í einkaeigu og einkvæni. Lars sagði okkur að stroka algerlega út úr okkar huga hugmyndir okkar um hvernig samfélög þróast. Hugmyndir okkar um siðferði, réttlæti og stéttarstöðu væri eitthvað sem við máttum alls ekki rugla saman við sögu Grænlands. Eftir áhugaverða sögukennslu um harðræði hvíta mannsins á innfæddum Grænlendingum síðastliðin 200 ár var okkur tjáð að við yrðum að drífa okkur í bátana svo að við myndum ekki festastá eyjunni í storminum sem væri að koma yfir.LarsVið sáum engan storm. En Grænlendingarnir voru handvissir og bentu í átt að sjóndeildarhringnum. Við sáum samt ekkert. Við lögðum af stað í átt að Tasiilaq yfir Angmagssalikfjörð sem er eiginlega eins og að fara yfir Faxaflóa á smábát með risastórum utanborðsmótor. Lars var ekkert hræddur og við þóttumst ekki vera það heldur. Innan í mér grét þó lítill drengur sem felldi tár í hvert skipti sem við annaðhvort sveigðum fram hjá borgarísjökum eða stukkum fram af himinháum öldunum á leiðinni. Breskum blaðamanni BBC var ekki skemmt og lýsti því yfir með því að sitja grafkjurr, náfölur og orðlaus alla leiðina. Við komum í höfn í Tasiilaq seinnipart dags og þaðan var haldið upp á hótel.Hótelið er staðsett á fallegum stað efst í þorpinu. Til þess að komast þangað þurfti annaðhvort að fá far með bíl frá hótelinu eða taka smá göngutúr. Ákveðið var að setja farangurinn í bílinnn og rölta þetta í rólegheitum.Þarna gleymdist alveg að segja okkur að nú tæki við kraftganga upp bröttustu brekku sem blaðamaður hefur gengið, og þeir sem til mín þekkja vita að ég mundi seint teljast vera einhver fjallageit. Eins mikið og mér líkaði við Grænland og þetta yndælis þorp þá tókst mér að fyrirlíta þessa helvítis brekku. Eftir að hafa komist naumlega upp á hótelið kastað ég bæði af mér farangrinum og mæðinni. Þar blótaði ég brekkunni í góðar tíu mínútur áður en förinni var heitið aftur niður í bæ til að blanda geði við heimafólkið. Á rölti mínu um þorpið hitti ég nokkra innfædda sem voru að halda skattadaginn heilagan. Helling af krökkum sem flest voru annaðhvort á reiðhjólum eða í fótbolta. Ég gekk framhjá húsi þar sem fáklætt miðaldra par sem gægðist út um glugga og kölluðu „Hey yo man! Wanna come chill and drink good beer? We make good party.“ Ég afþakkaði boðið pent, veifaði og fékk að taka myndir af þeim í staðinn.Um kvöldið var farið á barinn. Við vorum komin þarna um tíu leytið og þá strax var heitt í kolum og fólk farið að skemmta sér stórkostlega. Tekið var vel á móti okkur með tilheyrandi faðmlögum og hávaða. Grænlendingar kunna að láta ókunnugum manni líða velkomnum. Fljótlega eftir komuna var okkur boðið að taka þátt í foosball leik við tvo innfædda. Leikurinn var örlítið erfiðari en vanalega þar sem fólkið fyrir aftan okkur þótti það fullkomlega eðlilegt að þrýsta fingri þvert á milli rasskinnana á mér og liðsfélaga mínum á meðan á leiknum stóð. Hvort að þetta væri til þess að trufla okkur eða hvort að þetta væri einhver sér grænlenskur siður var okkur alls óljóst. Við létum þetta þó ekki trufla okkur og mörðum fram sigur. Þrisvar í röð. Klukkan tólf á miðnætti opnaðist svo hurð inn í hliðarsal staðarins. Þar blasti við okkur diskótek í allri sinni dýrð. Fullbúið leysiljósum, reykvél, diskókúlu og stróbljósi. Transtónlist í bland við danska popptónlist ómaði um klúbbinn og heimamenn virtust ekki feimnir við að dansa hvert við annað þótt fólk væri jafnvel fætt á sitthvorum enda síðustu aldar. Þarna mátti tildæmis hitta á mæðgin í góðu yfirlæti sem dönsuðu saman við léttan transslagara frá tíunda áratugnum.Daginn eftir klúbbakvöldið var búið að skipuleggja fyrir okkur ferð um menningarheima Tisiilaq með Einar leiðsögumann í fararbroddi. Við fórum í messu þar sem bæði var gift og skírt á sama tíma. Þó ekki hjá sömu aðilunum að ég held en grænlenskan mín er ekki nægilega góð til þess að átta mig almennilega á því hvað var þarna að gerast. Eftir það fórum við á pósthúsið að tala við pósthúsfólk um að frímerki eftir því sem ég best veit. Þá var farið á ljósmyndasafn að skoða myndir af Grænlendingum frá síðustu aldamótum og svo á þjóðminjasafnið þar sem við fræddumst um sögu og menningarheim Grænlendinga síðustu aldir. Þar komumst við að því hvaðan þessar merkilegu styttur sem við vorum búin að sjá útum allt, kallaðar Tubilak, væru og hvaðan þær draga uppruna sinn. Verandi vestrænn latte-lepjandi listamaður með rómantískar hugmyndir um þróun lista og trúartákna hafði ég þær hugmyndir að þessar vinalegu styttur kæmu úr þjóðsagnahefð Grænlendinga. Úr þjóðsögum sem innfæddir hefðu samið fyrir börn sín, til þess að halda þeim öguðum og prúðum, svona svipað og með íslensku jólasveinana. Það var aldeilis ekki raunin. Þessar styttur voru leifar þess tíma þegar það tíðkaðist að leggja álög á óvini og var það gert með því að búta niður hin ýmsu dýr og sauma þau saman við sundurlimuð börn. Þetta gat oft verið haus af barni saumaður saman við búk á fiski. Eða haus á barni saumað saman við fugl og lappirnar saumaðar á fuglinn. Var þessu öllu svo hent út í hafið og átti þessi ófreskja að hrella óvini þess sem gjörningin framdi og jafnvel valda þeim skaða. Stytturnar komu síðar í staðin því þeim þótti ekki lengur bjóðandi að fara svona með börnin.Eftir þessa innsýn inn í menningarheim Austur-Grænlendinga var næst á dagskrá að gefa sleða-hundum mat, nánar tiltekið sel, sem var skorinn niður í heilu lagi á grasflötinni hjá hundunum. Í fyrstu fann ég til með þessum greyjum. Hangandi þarna úti í kuldanum, keðjaðir við hvorn annan taldi ég að þeim hlyti að líða hræðilega. En svo var mér hugsað að þessi dýr eru búin að vera svona í árþúsundir undir nákvæmlega sömu kringumstæðum. Næst var okkur boðið í heimsókn í hús sem bar þess sterk merki um að þar byggi kona sem hafði gaman af alskyns handavinnu, trúar táknum og Disney-prinsessum. Þarna var til húsa kona sem sérhæfði sig í því að skemmta fólki með grænlenskum trommudans. Hann fólst í því að hún hélt á trommu sem hún sló í bakið á, hristi á sér mjaðmirnar og söng á grænlensku, eitthvað um náttúruna skildist mér á þýðandanum. Grænland er land sem er vert að heimsækja. Þó ekki nema bara til þess að verða fyrir þeirri merkilegu lífsreynslu að fá hnefahögg frá náttúrunni, beint í andlitið sem skilur mann eftir hálf dofin af fegurð og mikilfengleika. Yndislegt fólk og hrikaleg náttúra eru þar í einhverju heillandi jafnvægi sem hver manneskjaætti að sækjast eftir að fá að upplifa.(Hægt er að skoða fleiri myndir úr ferðinni með því að smella á efstu myndina)
Harmageddon Mest lesið Sannleikurinn: Engeyjarættin stórgræðir á að smita börn af einhverfu Harmageddon Sannleikurinn: ASÍ - Launþegar 14:17 Harmageddon Nýtt myndband Kiriyama Family frumsýnt á Vísi Harmageddon Söngvari Stone Roses vitni í kynferðisafbrotamáli Harmageddon Íslenski hesturinn þekktur í þýsku teknó senunni Harmageddon Harmageddon fer til Grænlands Harmageddon Vínilplatan snýr aftur Harmageddon Engum skotum hleypt af byssu Sævars fyrr enn eftir að lögregla mætti á vettvang Harmageddon Páll Óskar á æfingu með Spilverki þjóðanna Harmageddon Framtíðin veltur á kakkalökkum Harmageddon