Körfubolti

Grétar Ingi til liðs við Skallagrím

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bjarki formaður og Grétar Ingi Erlendsson handsala félagskiptin.
Bjarki formaður og Grétar Ingi Erlendsson handsala félagskiptin. Mynd/Heimasíða Skallagríms
Miðherjinn Grétar Ingi Erlendsson er genginn í raðir Skallagríms frá Þór Þorlákshöfn.

Grétar Ingi, sem stendur á þrítugu og er um tveir metrar á hæð, er uppalinn í Þorlákshöfn þar sem Þórsarar hafa notið krafta hans í gegnum árin. Hann skoraði 9,5 stig að meðaltali í leik á síðustu leiktíð auk þess að taka 5,6 fráköst.

Grétar Ingi samdi við Borgnesinga til eins árs en í samningnum er möguleiki á framlengingu. Hann er kominn með leikheimild og gæti leikið með Skallagrími gegn Stjörnunni í Lengjubikarnum í kvöld.

Björn Bjarki Þorsteinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Skallagríms, segir á heimasíðu félagsins, að tilkoma Grétars Inga styrki liðið mikið og þá sérstaklega undir körfunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×