„Af fenginni reynslu er mér ljóst að þetta eru ekki kjarkmiklir menn“ Frosti Logason skrifar 12. september 2013 12:47 Jón Baldvin spyr hvort menn sem teljist saklausir í réttarkerfinu geti samt verið dæmdir sekir með geðþótta ákvörðunum. Jón Baldvin Hannibalsson segir yfirvofandi málshöfðun hans á hendur Háskóla Íslands snúast um grundvallar mannréttindi í réttarríki. Persóna hans eða stjórnunarhættir Háskólans séu þar aukaatriði. Hann ræddi við útvarpsþáttinn Harmageddon í morgun. Viðtalið má heyra í heild sinni hér að ofan. „Er hægt að dæma menn sem teljast saklausir í réttarkerfinu, samt seka með geðþótta ákvörðunum? Það er fordæmi sem ég ætla að reyna mitt besta til að koma í veg fyrir vegna þess að ef við föllumst á þetta, þá erum við hreinlega að lýsa því yfir að Ísland sé ekki lengur réttarríki,“ sagði Jón Baldvin. Jón Baldvin segir Háskóla Íslands hafa meiri skyldur en aðrar stofnanir í þjóðfélaginu til þess að halda í heiðri grundvallarreglur réttarríkisins. Þar sé rekin lögfræðideild sem elur af sér framtíðar lögfræðinga og dómara landsins.Finnst þér einkennilegt að lögfræðideild háskólans sitji hjá og segi ekki neitt um þetta mál? „Það eru allir á harða hlaupum í flótta undan ábyrgð á ákvörðunum. Það er eitt af því sorglega í þessu máli. Ég er ekki að væna þess menn um að vera vondir eða eitthvað slíkt. En af fenginni reynslu þá er mér alveg ljóst að þetta eru ekki kjarkmiklir menn,“ sagði Jón Baldvin að lokum. Harmageddon Mest lesið Kontinuum á toppi Pepsi Max lista X977 Harmageddon Hannes Smárason kominn aftur í erfðabransann Harmageddon Queens of the Stone Age enn á toppi Pepsi Max listans Harmageddon Sannleikurinn: Engeyjarættin stórgræðir á að smita börn af einhverfu Harmageddon Sannleikurinn: Nýr þáttur Gísla Marteins mun heita Gísli Marteinn með Gísla Marteini Harmageddon Ofsóttur af Boko Haram - óvelkominn á Íslandi Harmageddon Nine Inch Nails: Sjálfsmorð með vott af bjartsýni Harmageddon Tíu ástæður fyrir því að hugmynd Vigdísar er rosalega vond Harmageddon Sannleikurinn: Engar konur í byrjunarliðinu gegn Króatíu Harmageddon Margir miðlar staðfesta að skítugt fólk sé hættulegt Harmageddon
Jón Baldvin Hannibalsson segir yfirvofandi málshöfðun hans á hendur Háskóla Íslands snúast um grundvallar mannréttindi í réttarríki. Persóna hans eða stjórnunarhættir Háskólans séu þar aukaatriði. Hann ræddi við útvarpsþáttinn Harmageddon í morgun. Viðtalið má heyra í heild sinni hér að ofan. „Er hægt að dæma menn sem teljast saklausir í réttarkerfinu, samt seka með geðþótta ákvörðunum? Það er fordæmi sem ég ætla að reyna mitt besta til að koma í veg fyrir vegna þess að ef við föllumst á þetta, þá erum við hreinlega að lýsa því yfir að Ísland sé ekki lengur réttarríki,“ sagði Jón Baldvin. Jón Baldvin segir Háskóla Íslands hafa meiri skyldur en aðrar stofnanir í þjóðfélaginu til þess að halda í heiðri grundvallarreglur réttarríkisins. Þar sé rekin lögfræðideild sem elur af sér framtíðar lögfræðinga og dómara landsins.Finnst þér einkennilegt að lögfræðideild háskólans sitji hjá og segi ekki neitt um þetta mál? „Það eru allir á harða hlaupum í flótta undan ábyrgð á ákvörðunum. Það er eitt af því sorglega í þessu máli. Ég er ekki að væna þess menn um að vera vondir eða eitthvað slíkt. En af fenginni reynslu þá er mér alveg ljóst að þetta eru ekki kjarkmiklir menn,“ sagði Jón Baldvin að lokum.
Harmageddon Mest lesið Kontinuum á toppi Pepsi Max lista X977 Harmageddon Hannes Smárason kominn aftur í erfðabransann Harmageddon Queens of the Stone Age enn á toppi Pepsi Max listans Harmageddon Sannleikurinn: Engeyjarættin stórgræðir á að smita börn af einhverfu Harmageddon Sannleikurinn: Nýr þáttur Gísla Marteins mun heita Gísli Marteinn með Gísla Marteini Harmageddon Ofsóttur af Boko Haram - óvelkominn á Íslandi Harmageddon Nine Inch Nails: Sjálfsmorð með vott af bjartsýni Harmageddon Tíu ástæður fyrir því að hugmynd Vigdísar er rosalega vond Harmageddon Sannleikurinn: Engar konur í byrjunarliðinu gegn Króatíu Harmageddon Margir miðlar staðfesta að skítugt fólk sé hættulegt Harmageddon