Körfubolti

KKÍ sektar um 250.000 krónur ef lið mætir með ólöglegan leikmann

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það borgar sig heldur betur að vera með allar leikheimildir á hreinu varðandi sína leikmenn í deildunum og bikarkeppnum hér á landi en KKÍ mun sekta lið um 250.000 krónur ef lið mæta til leiks með ólöglegan leikmann.

Stjórn KKÍ hefur ákveðið að sekt fyrir að nota ólöglega leikmenn verður:

Eftirfarandi texti bætist við reglugerð um körfuknattleiksmót grein 8:

„Ef notaður er ólöglegur leikmaður í tveimur efstu deildum karla og kvenna, bikarkeppnum meistaraflokka og meistarakeppni á vegum KKÍ er sektin 250.000 kr.“

Sektarákvæði taka gildi frá og með deginum í dag fimmtudeginum 12. september 2013 og reglugerð um körfuknattleiksmót þegar uppfærð.

Þetta kemur fram á vef Körfuknattleikssambandsins í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×