„Ekki koma út úr skápnum“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. september 2013 15:00 Oliver Kahn. Nordicphotos/Getty Oliver Kahn, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Þýskalands í knattspyrnu, telur ekki ráðlegt fyrir samkynhneigða atvinnumenn í knattspyrnu að opinbera kynhneigð sína.Þjóðverjinn 44 ára segir í viðtali við miðilinn Gala að samkynhneigð hafi ekki fengið grænt ljós í þýsku deildinni. „Það hljómar kannski sorglega en ég myndi ráðleggja þeim frá því að koma út úr skápnum,“ segir Kahn. Hann segir að þó samkynhneigð sé ekki lengur stórmál í samfélaginu væri barnalegt að halda að hið sama gildi í atvinnumannaíþróttum. Leikmenn sem kæmu úr úr skápnum þyrftu að glíma við stuðningsmenn andstæðinganna sérhvern laugardag. „Andrúmsloftið er oft eldfimt. Það eru erjur sem geta fengið fólk til þess að gera slæma hluti. Svo þarf auðvitað að hugsa hvernig tíðindin færu ofan í styrktaraðila? Hvaða þýðingu hefur skrefið fyrir feril þinn? Staðan er flóknari en hún virðist í fyrstu.“ Innlegg Kahn kemur í kjölfarið á töluverðri umræðu í Þýskalandi um ástæður þess að enginn atvinnuknattspyrnumaður í landinu hafi opinberað samkynhneigð sína. Í júlí ráðlagði Knattspyrnusamband Þýskalands leikmönnum að stíga skrefið stóra en ekki fara hátt með ákvörðun sína. Var lagt til að bíða með það þar til í lok keppnistímabilsins. Angele Merkel, kanslari Þýskalands, lagði einnig í púkkið í september 2012 þegar hún sagði samkynhneigðum knattspyrnumönnum að þeir hefðu ekkert að óttast. Mario Gomez, framherji Fiorentina og þýska landsliðsins, hefur sagt að leikmenn hafi ekkert að óttast. Fyrrverandi liðsfélagi hans hjá Bayern München, Philipp Lahm, hefur hins vegar ráðlagt þeim að gera það ekki enda gætu þeir orðið fyrir barðinu á eldheitum stuðningsmönnum andstæðinganna. Þýski boltinn Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjá meira
Oliver Kahn, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Þýskalands í knattspyrnu, telur ekki ráðlegt fyrir samkynhneigða atvinnumenn í knattspyrnu að opinbera kynhneigð sína.Þjóðverjinn 44 ára segir í viðtali við miðilinn Gala að samkynhneigð hafi ekki fengið grænt ljós í þýsku deildinni. „Það hljómar kannski sorglega en ég myndi ráðleggja þeim frá því að koma út úr skápnum,“ segir Kahn. Hann segir að þó samkynhneigð sé ekki lengur stórmál í samfélaginu væri barnalegt að halda að hið sama gildi í atvinnumannaíþróttum. Leikmenn sem kæmu úr úr skápnum þyrftu að glíma við stuðningsmenn andstæðinganna sérhvern laugardag. „Andrúmsloftið er oft eldfimt. Það eru erjur sem geta fengið fólk til þess að gera slæma hluti. Svo þarf auðvitað að hugsa hvernig tíðindin færu ofan í styrktaraðila? Hvaða þýðingu hefur skrefið fyrir feril þinn? Staðan er flóknari en hún virðist í fyrstu.“ Innlegg Kahn kemur í kjölfarið á töluverðri umræðu í Þýskalandi um ástæður þess að enginn atvinnuknattspyrnumaður í landinu hafi opinberað samkynhneigð sína. Í júlí ráðlagði Knattspyrnusamband Þýskalands leikmönnum að stíga skrefið stóra en ekki fara hátt með ákvörðun sína. Var lagt til að bíða með það þar til í lok keppnistímabilsins. Angele Merkel, kanslari Þýskalands, lagði einnig í púkkið í september 2012 þegar hún sagði samkynhneigðum knattspyrnumönnum að þeir hefðu ekkert að óttast. Mario Gomez, framherji Fiorentina og þýska landsliðsins, hefur sagt að leikmenn hafi ekkert að óttast. Fyrrverandi liðsfélagi hans hjá Bayern München, Philipp Lahm, hefur hins vegar ráðlagt þeim að gera það ekki enda gætu þeir orðið fyrir barðinu á eldheitum stuðningsmönnum andstæðinganna.
Þýski boltinn Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjá meira