Körfubolti

Logi heim í Njarðvík

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Logi Gunnarsson.
Logi Gunnarsson. Mynd/Heimasíða KKÍ
Logi Gunnarsson mun leika með Njarðvíkingum í vetur. Samningur þess efnis var undirritaður í dag.

Logi hefur verið í atvinnumennsku undanfarin ellefu ár ef frá er talin leiktíðin 2008-2009 er hann lék með Njarðvík. Logi hefur leikið í Þýskalandi, Spáni, Finnlandi og nú síðast í Frakklandi. Um gríðarlegan liðsstyrk er að ræða fyrir Njarðvíkinga.

Logi hefur verið í leit að liði erlendis í allt sumar líkt og Pavel Ermolinskij sem á dögunum samdi við KR.

Logi leikur sinn fyrsta leik fyrir Njarðvík í Ljónagryfjunni annað kvöld er Þór frá Þorlákshöfn kemur í heimsókn í Fyrirtækjabikarnum. Leikurinn hefst klukkan 19.15.

Á Karfan.is má sjá viðtal við Loga. Smellið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×