Edda Garðarsdóttir hætt í knattspyrnu 16. september 2013 10:20 Edda Garðarsdóttir mynd / stefán Knattspyrnukonan Edda Garðarsdóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna tímabundið í það minnsta en leikmaðurinn staðfesti þetta í samtali við mbl.is. Edda er önnur leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi og lék sinn síðasta leik með Val gegn Selfossi á laugardaginn. Þar skoraði miðjumaðurinn eitt mark í 4-0 sigri liðsins sem tryggði sér annað sætið í Pepsi-deildinni. Leikmaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli í hné og tekur því þessa ákvörðun.„Já, ég er hætt, þetta er orðið gott. Ég elska fótbolta og væri alveg til í að halda áfram en til þess þyrfti ég að fá einhvern kraftaverkalækni til að laga á mér hnéð. Ég hef verið í veseni með það í tvö ár, mér hefur tekist að spila mest allan tímann, en þyrfti að gera mikið til að halda mér áfram í góðri æfingu," sagði Edda við mbl.is. „Ég er bara sátt við þessa ákvörðun, þetta er góður tími til að draga sig í hlé. Ég var bara 14 ára þegar ég spilaði fyrst með meistaraflokki, þetta er því orðið 21 ár þar, sem er ágætt. Ég spilaði í Bandaríkjunum, Danmörku, Svíþjóð og Englandi og er sátt við minn feril og að hætta núna," sagði Edda við mbl.is.Á sínum ferli lék Edda með KR, Breiðabliki, Örebro, Chelsea og að lokum Val. Edda á að baki 103 landsleiki fyrir Íslands hönd en leikmaðurinn var ekki valinn í landsliðið sem tók þátt á Evrópumótinu í Svíþjóð í sumar.„Ætli ég hjálpi ekki eitthvað til með styrktaræfingar hjá Valsliðinu í vetur og svo fer ég örugglega út í þjálfun á einhverjum tímapunkti. Ég er allavega búin með UEFA-B prófið en þarf að bæta meiru við. Það hefur svo sem verið haft samband við mig varðandi þjálfun á síðustu árum en ég er ekki með nein tilboð eða farin að huga að slíku af neinni alvöru ennþá," sagði Edda Garðarsdóttir.Markvörðurinn Þóra B. Helgadóttir sendir Eddu kveðju á Twitter sem má sjá hér að neðan.@eddagardars sorg í hjarta mín kæra en til hamingju með stórkoslegan feril. Ég á eftir að sakna þín svo mikið #legend— Thora Helgadottir (@thorahelga) September 16, 2013 Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Knattspyrnukonan Edda Garðarsdóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna tímabundið í það minnsta en leikmaðurinn staðfesti þetta í samtali við mbl.is. Edda er önnur leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi og lék sinn síðasta leik með Val gegn Selfossi á laugardaginn. Þar skoraði miðjumaðurinn eitt mark í 4-0 sigri liðsins sem tryggði sér annað sætið í Pepsi-deildinni. Leikmaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli í hné og tekur því þessa ákvörðun.„Já, ég er hætt, þetta er orðið gott. Ég elska fótbolta og væri alveg til í að halda áfram en til þess þyrfti ég að fá einhvern kraftaverkalækni til að laga á mér hnéð. Ég hef verið í veseni með það í tvö ár, mér hefur tekist að spila mest allan tímann, en þyrfti að gera mikið til að halda mér áfram í góðri æfingu," sagði Edda við mbl.is. „Ég er bara sátt við þessa ákvörðun, þetta er góður tími til að draga sig í hlé. Ég var bara 14 ára þegar ég spilaði fyrst með meistaraflokki, þetta er því orðið 21 ár þar, sem er ágætt. Ég spilaði í Bandaríkjunum, Danmörku, Svíþjóð og Englandi og er sátt við minn feril og að hætta núna," sagði Edda við mbl.is.Á sínum ferli lék Edda með KR, Breiðabliki, Örebro, Chelsea og að lokum Val. Edda á að baki 103 landsleiki fyrir Íslands hönd en leikmaðurinn var ekki valinn í landsliðið sem tók þátt á Evrópumótinu í Svíþjóð í sumar.„Ætli ég hjálpi ekki eitthvað til með styrktaræfingar hjá Valsliðinu í vetur og svo fer ég örugglega út í þjálfun á einhverjum tímapunkti. Ég er allavega búin með UEFA-B prófið en þarf að bæta meiru við. Það hefur svo sem verið haft samband við mig varðandi þjálfun á síðustu árum en ég er ekki með nein tilboð eða farin að huga að slíku af neinni alvöru ennþá," sagði Edda Garðarsdóttir.Markvörðurinn Þóra B. Helgadóttir sendir Eddu kveðju á Twitter sem má sjá hér að neðan.@eddagardars sorg í hjarta mín kæra en til hamingju með stórkoslegan feril. Ég á eftir að sakna þín svo mikið #legend— Thora Helgadottir (@thorahelga) September 16, 2013
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira