Rooney áfram í stuði með nýju höfuðhlífina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2013 18:00 Mynd/NordicPhotos/Getty Wayne Rooney skoraði tvö og lagði upp eitt þegar Manchester United vann öruggan 4-2 sigur á þýska liðinu Bayer 04 Leverkusen í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta en liðin mættust á Old Trafford í kvöld. Það er því ljóst að Rooney kann vel við sig með nýju höfuðhlífina sína. Þetta var fyrsti leikur David Moyes sem knattspyrnustjóri í Meistaradeildinni og það er óhætt að segja að skoski stjórinn fari vel af stað. Þetta var líka annar sigur United-liðsins á Old Trafford á nokkrum dögum en það eru fyrstu sigrar Moyes í Leikhúsi draumanna. Wayne Rooney kom Manchester United í 1-0 á 22. mínútu með viðstöðulausu skoti eftir fyrirgjöf frá Patrice Evra. Markið átti líklega ekki að standa því Antonio Valencia var rangstæður þegar hann truflaði markvörð þýska liðsins. Wayne Rooney fékk algjört dauðafæri á 52. mínútu til að annaðhvort skora sjálfur eða gefa á dauðafrían Robin van Persie en gerði hvorugt því skotið hans sigldi bæði framhjá stönginni og Van Persie. Leikmenn Leverkusen þökkuðu pent fyrir þetta og jöfnuðu leikinn í næstu sókn þegar Simon Rolfes skoraði með laglegu langskoti. Manchester United brást þó vel við þessu mótlæti því Robin van Persie kom United aftur yfir með góðu hægri fótar skoti eftir fyrirgjöf frá Antonio Valencia. Þetta var þrettánda mark hans í síðustu þrettán leikjum með United í öllum keppnum. Rooney bætti síðan við öðru marki sínu á 70. mínútu eftir að hafa sloppið í gegn eftir langt útspark markvarðarins David De Gea. Wayne Rooney lagði síðan upp mark fyrir Antonio Valencia á 79. mínútu og Ekvadormaðurinn innsiglaði sigurinn með laglegu skoti. Ömer Toprak minnkaði muninn fyrir Leverkusen í lokin eftir að United-mönnum mistókst að koma boltanum í burtu eftir hornspyrnu. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Sjá meira
Wayne Rooney skoraði tvö og lagði upp eitt þegar Manchester United vann öruggan 4-2 sigur á þýska liðinu Bayer 04 Leverkusen í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta en liðin mættust á Old Trafford í kvöld. Það er því ljóst að Rooney kann vel við sig með nýju höfuðhlífina sína. Þetta var fyrsti leikur David Moyes sem knattspyrnustjóri í Meistaradeildinni og það er óhætt að segja að skoski stjórinn fari vel af stað. Þetta var líka annar sigur United-liðsins á Old Trafford á nokkrum dögum en það eru fyrstu sigrar Moyes í Leikhúsi draumanna. Wayne Rooney kom Manchester United í 1-0 á 22. mínútu með viðstöðulausu skoti eftir fyrirgjöf frá Patrice Evra. Markið átti líklega ekki að standa því Antonio Valencia var rangstæður þegar hann truflaði markvörð þýska liðsins. Wayne Rooney fékk algjört dauðafæri á 52. mínútu til að annaðhvort skora sjálfur eða gefa á dauðafrían Robin van Persie en gerði hvorugt því skotið hans sigldi bæði framhjá stönginni og Van Persie. Leikmenn Leverkusen þökkuðu pent fyrir þetta og jöfnuðu leikinn í næstu sókn þegar Simon Rolfes skoraði með laglegu langskoti. Manchester United brást þó vel við þessu mótlæti því Robin van Persie kom United aftur yfir með góðu hægri fótar skoti eftir fyrirgjöf frá Antonio Valencia. Þetta var þrettánda mark hans í síðustu þrettán leikjum með United í öllum keppnum. Rooney bætti síðan við öðru marki sínu á 70. mínútu eftir að hafa sloppið í gegn eftir langt útspark markvarðarins David De Gea. Wayne Rooney lagði síðan upp mark fyrir Antonio Valencia á 79. mínútu og Ekvadormaðurinn innsiglaði sigurinn með laglegu skoti. Ömer Toprak minnkaði muninn fyrir Leverkusen í lokin eftir að United-mönnum mistókst að koma boltanum í burtu eftir hornspyrnu.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Sjá meira