Rooney áfram í stuði með nýju höfuðhlífina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2013 18:00 Mynd/NordicPhotos/Getty Wayne Rooney skoraði tvö og lagði upp eitt þegar Manchester United vann öruggan 4-2 sigur á þýska liðinu Bayer 04 Leverkusen í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta en liðin mættust á Old Trafford í kvöld. Það er því ljóst að Rooney kann vel við sig með nýju höfuðhlífina sína. Þetta var fyrsti leikur David Moyes sem knattspyrnustjóri í Meistaradeildinni og það er óhætt að segja að skoski stjórinn fari vel af stað. Þetta var líka annar sigur United-liðsins á Old Trafford á nokkrum dögum en það eru fyrstu sigrar Moyes í Leikhúsi draumanna. Wayne Rooney kom Manchester United í 1-0 á 22. mínútu með viðstöðulausu skoti eftir fyrirgjöf frá Patrice Evra. Markið átti líklega ekki að standa því Antonio Valencia var rangstæður þegar hann truflaði markvörð þýska liðsins. Wayne Rooney fékk algjört dauðafæri á 52. mínútu til að annaðhvort skora sjálfur eða gefa á dauðafrían Robin van Persie en gerði hvorugt því skotið hans sigldi bæði framhjá stönginni og Van Persie. Leikmenn Leverkusen þökkuðu pent fyrir þetta og jöfnuðu leikinn í næstu sókn þegar Simon Rolfes skoraði með laglegu langskoti. Manchester United brást þó vel við þessu mótlæti því Robin van Persie kom United aftur yfir með góðu hægri fótar skoti eftir fyrirgjöf frá Antonio Valencia. Þetta var þrettánda mark hans í síðustu þrettán leikjum með United í öllum keppnum. Rooney bætti síðan við öðru marki sínu á 70. mínútu eftir að hafa sloppið í gegn eftir langt útspark markvarðarins David De Gea. Wayne Rooney lagði síðan upp mark fyrir Antonio Valencia á 79. mínútu og Ekvadormaðurinn innsiglaði sigurinn með laglegu skoti. Ömer Toprak minnkaði muninn fyrir Leverkusen í lokin eftir að United-mönnum mistókst að koma boltanum í burtu eftir hornspyrnu. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Wayne Rooney skoraði tvö og lagði upp eitt þegar Manchester United vann öruggan 4-2 sigur á þýska liðinu Bayer 04 Leverkusen í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta en liðin mættust á Old Trafford í kvöld. Það er því ljóst að Rooney kann vel við sig með nýju höfuðhlífina sína. Þetta var fyrsti leikur David Moyes sem knattspyrnustjóri í Meistaradeildinni og það er óhætt að segja að skoski stjórinn fari vel af stað. Þetta var líka annar sigur United-liðsins á Old Trafford á nokkrum dögum en það eru fyrstu sigrar Moyes í Leikhúsi draumanna. Wayne Rooney kom Manchester United í 1-0 á 22. mínútu með viðstöðulausu skoti eftir fyrirgjöf frá Patrice Evra. Markið átti líklega ekki að standa því Antonio Valencia var rangstæður þegar hann truflaði markvörð þýska liðsins. Wayne Rooney fékk algjört dauðafæri á 52. mínútu til að annaðhvort skora sjálfur eða gefa á dauðafrían Robin van Persie en gerði hvorugt því skotið hans sigldi bæði framhjá stönginni og Van Persie. Leikmenn Leverkusen þökkuðu pent fyrir þetta og jöfnuðu leikinn í næstu sókn þegar Simon Rolfes skoraði með laglegu langskoti. Manchester United brást þó vel við þessu mótlæti því Robin van Persie kom United aftur yfir með góðu hægri fótar skoti eftir fyrirgjöf frá Antonio Valencia. Þetta var þrettánda mark hans í síðustu þrettán leikjum með United í öllum keppnum. Rooney bætti síðan við öðru marki sínu á 70. mínútu eftir að hafa sloppið í gegn eftir langt útspark markvarðarins David De Gea. Wayne Rooney lagði síðan upp mark fyrir Antonio Valencia á 79. mínútu og Ekvadormaðurinn innsiglaði sigurinn með laglegu skoti. Ömer Toprak minnkaði muninn fyrir Leverkusen í lokin eftir að United-mönnum mistókst að koma boltanum í burtu eftir hornspyrnu.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira