Sannleikurinn: Yfirmenn knattspyrnudeilda slógust eftir leik FH og Vals Andri Þór Sturluson skrifar 17. september 2013 16:15 Á þessum tímapunkti voru menn búnir að ákveða að fara fljótlega að trompast. MYND/VILHELM Lúðvík Arnarson, varaformaður knattspyrnudeildar FH, sýndi af sér mjög svo íþróttamannslega hegðun eftir leik FH og Vals í gær. FH tapaði leiknum 3:3 eftir uppbótatíma. Svo virðist sem menn hafi þróað með sér mótþróaröskun eftir leikinn. Davíð Þór Viðarsson fór að grenja og klagaði í Vilhjálm Alvar Þórarinsson dómara sem verðlaunaði grenjuskjóðuna með tveimur gulum spjöldum og þar með rautt. Um leið og Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sá rautt trylltist hann, meig í vatnsbrúsa, hljóp inn á völl og hóf að sprauta úr honum yfir menn, en þó aðallega sjálfan sig. Var hann ósáttur með að uppbótartíminn var ekki lengri og varð að gera eitthvað. Þurfti vallarstarfsmaður að veiða hann í marknet þangað til hann róaðist. Þegar liðin voru svo á leið til búningsklefa mættu þeir formönnum knattspyrnudeildanna, þeim Jóni Rúnari Hallgrímssyni hjá FH og Berki Edvardssyni hjá Val þar sem þeir slógust með klappstólum á göngunum. Öskruðu þeir ókvæðisorð að hvor öðrum á meðan þeir létu höggin dynja til skiptis. Lúðvík Arnarsson, varaformaður knattspyrnudeildar FH, reyndi þá að veita sínum manni liðstyrk en nefbrotnaði þegar hann hljóp á hurð. Þegar fréttastofa hafði samband við Viðar Halldórsson, formann FH, sagði hann menn ekki enn hafa rætt þetta innanhús þar sem þetta skeði nú bara í gærkvöldi. „Ég býst reyndar ekki við að málið verði tekið sérstaklega fyrir hér hjá okkur. Þarna ber einfaldlega ástríðan af fótboltanum menn ofurliði.“ „Ég býst ekki við að KSÍ skoði þetta mál sérstaklega, mér sýnist þetta vera utan refsiramma.“ Jón Rúnar Halldórsson og Lúðvík Arnarson, formaður og varaformaður knattspyrnudeildar FH, sendu rétt í þessu frá sér afsökunarbeiðni vegna slagsmálanna eftir leikinn. Tilkynningin er svo hljóðandi: Við undirritaðir Jón Rúnar Halldórsson formaður knattspyrnudeildar FH og Lúðvík Arnarson varaformaður knattspyrnudeildar FH viljum koma á framfæri eftirfarandi tilkynningu. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum nú í kvöld höguðum við okkur eins og sex ára krakkar og niðurlægðum okkur og félagið okkar. Ef svo er að einhver hafi móðgast, slasast eða fékk yfir sig þvag úr vatnsbrúsa hörmum við það. Framkoma okkar var fyrst og fremst niðurlægandi fyrir okkur en vitaskuld hjálpar ekki hvað Börkur er gjörsamlega óþolandi, en við biðjum hann innilega afsökunar. Við getum í engu varið það sem við gerðum né heldur kennt neinum öðrum um en okkur sjálfum og svo náttúrulega Berki. P.S Hann er að draga að sér fé. Virðingarfyllst, Jón og Lúlli, konungar FHSannleikurinn rekur öfluga og óvæga fréttastofu þar sem engum er hlíft og ekkert mál er of stórt eða of lítið. Sannleikurinn er háður öllum stjórnmálaflokkum og hagsmunaaðilum. Fréttastofa Sannleikans hefur Facebook-síðu en vinsamlegast látið hana í friði. Harmageddon Mest lesið Hefur fengið múslima til þess að endurhugsa afstöðu sína Harmageddon Gabríel með stjörnuhröp Harmageddon Sannleikurinn um Hátíð vonar Harmageddon Langar þig í nýju Pallaplötuna? Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon Við gerum það sem við gerum Harmageddon Segir þingmenn misnota þinghlé vegna sveitarstjórnarkosninga Harmageddon Hæfustu tónlistarmenn Íslands stofna nýja hljómsveit Harmageddon Sannleikurinn: Blátt áfram fá áfram að hræða börn Harmageddon Ætlaði að drepa Dave Grohl Harmageddon
Lúðvík Arnarson, varaformaður knattspyrnudeildar FH, sýndi af sér mjög svo íþróttamannslega hegðun eftir leik FH og Vals í gær. FH tapaði leiknum 3:3 eftir uppbótatíma. Svo virðist sem menn hafi þróað með sér mótþróaröskun eftir leikinn. Davíð Þór Viðarsson fór að grenja og klagaði í Vilhjálm Alvar Þórarinsson dómara sem verðlaunaði grenjuskjóðuna með tveimur gulum spjöldum og þar með rautt. Um leið og Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sá rautt trylltist hann, meig í vatnsbrúsa, hljóp inn á völl og hóf að sprauta úr honum yfir menn, en þó aðallega sjálfan sig. Var hann ósáttur með að uppbótartíminn var ekki lengri og varð að gera eitthvað. Þurfti vallarstarfsmaður að veiða hann í marknet þangað til hann róaðist. Þegar liðin voru svo á leið til búningsklefa mættu þeir formönnum knattspyrnudeildanna, þeim Jóni Rúnari Hallgrímssyni hjá FH og Berki Edvardssyni hjá Val þar sem þeir slógust með klappstólum á göngunum. Öskruðu þeir ókvæðisorð að hvor öðrum á meðan þeir létu höggin dynja til skiptis. Lúðvík Arnarsson, varaformaður knattspyrnudeildar FH, reyndi þá að veita sínum manni liðstyrk en nefbrotnaði þegar hann hljóp á hurð. Þegar fréttastofa hafði samband við Viðar Halldórsson, formann FH, sagði hann menn ekki enn hafa rætt þetta innanhús þar sem þetta skeði nú bara í gærkvöldi. „Ég býst reyndar ekki við að málið verði tekið sérstaklega fyrir hér hjá okkur. Þarna ber einfaldlega ástríðan af fótboltanum menn ofurliði.“ „Ég býst ekki við að KSÍ skoði þetta mál sérstaklega, mér sýnist þetta vera utan refsiramma.“ Jón Rúnar Halldórsson og Lúðvík Arnarson, formaður og varaformaður knattspyrnudeildar FH, sendu rétt í þessu frá sér afsökunarbeiðni vegna slagsmálanna eftir leikinn. Tilkynningin er svo hljóðandi: Við undirritaðir Jón Rúnar Halldórsson formaður knattspyrnudeildar FH og Lúðvík Arnarson varaformaður knattspyrnudeildar FH viljum koma á framfæri eftirfarandi tilkynningu. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum nú í kvöld höguðum við okkur eins og sex ára krakkar og niðurlægðum okkur og félagið okkar. Ef svo er að einhver hafi móðgast, slasast eða fékk yfir sig þvag úr vatnsbrúsa hörmum við það. Framkoma okkar var fyrst og fremst niðurlægandi fyrir okkur en vitaskuld hjálpar ekki hvað Börkur er gjörsamlega óþolandi, en við biðjum hann innilega afsökunar. Við getum í engu varið það sem við gerðum né heldur kennt neinum öðrum um en okkur sjálfum og svo náttúrulega Berki. P.S Hann er að draga að sér fé. Virðingarfyllst, Jón og Lúlli, konungar FHSannleikurinn rekur öfluga og óvæga fréttastofu þar sem engum er hlíft og ekkert mál er of stórt eða of lítið. Sannleikurinn er háður öllum stjórnmálaflokkum og hagsmunaaðilum. Fréttastofa Sannleikans hefur Facebook-síðu en vinsamlegast látið hana í friði.
Harmageddon Mest lesið Hefur fengið múslima til þess að endurhugsa afstöðu sína Harmageddon Gabríel með stjörnuhröp Harmageddon Sannleikurinn um Hátíð vonar Harmageddon Langar þig í nýju Pallaplötuna? Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon Við gerum það sem við gerum Harmageddon Segir þingmenn misnota þinghlé vegna sveitarstjórnarkosninga Harmageddon Hæfustu tónlistarmenn Íslands stofna nýja hljómsveit Harmageddon Sannleikurinn: Blátt áfram fá áfram að hræða börn Harmageddon Ætlaði að drepa Dave Grohl Harmageddon