Volkswagen túrbínuvæðir alla sína bíla Finnur Thorlacius skrifar 18. september 2013 14:50 Volkswagen 1,8 TSI með túrbínu Engu máli skiptir hvort um er að ræða bensín- eða díslvélar í bílum Volkswagen, þær verða brátt allar með túrbínu. Mun þetta gerast á næstu þremur til fjórum árum. Helsta ástæða þessa er náttúrulega baráttan við eyðslutölur. Það er ekki bara hjá Volkswagen sem vélum með túrbínum fer fjölgandi, heldur hjá flestum bílaframleiðendum. Ford hefur reyndar líst því sama yfir, brátt verður engin vél frá þeim túrbínulaus. Sem dæmi, þá seldust um 2,1 milljón bíla með túbínu í Bandaríkjunum í fyrra, en nú í ár verða þeir um 3 milljónir. Það er ekki bara í formi túrbínudrifinna bíla sem Volkswagen berst við kröfunum um minni mengun bíla sinna, heldur einnig með Hybrid og rafmagnsbílum. Á næsta ári mun Volkswagen bílafjölskyldan, sem inniheldur fjöldamörg bílamerki, kynna 7 nýja slíka bíla. Kröfur almennings og stjórnvald eru því að hafa mestu áhrif allra þátta á þróun bíla nú sem og á undanförnum árum. Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent
Engu máli skiptir hvort um er að ræða bensín- eða díslvélar í bílum Volkswagen, þær verða brátt allar með túrbínu. Mun þetta gerast á næstu þremur til fjórum árum. Helsta ástæða þessa er náttúrulega baráttan við eyðslutölur. Það er ekki bara hjá Volkswagen sem vélum með túrbínum fer fjölgandi, heldur hjá flestum bílaframleiðendum. Ford hefur reyndar líst því sama yfir, brátt verður engin vél frá þeim túrbínulaus. Sem dæmi, þá seldust um 2,1 milljón bíla með túbínu í Bandaríkjunum í fyrra, en nú í ár verða þeir um 3 milljónir. Það er ekki bara í formi túrbínudrifinna bíla sem Volkswagen berst við kröfunum um minni mengun bíla sinna, heldur einnig með Hybrid og rafmagnsbílum. Á næsta ári mun Volkswagen bílafjölskyldan, sem inniheldur fjöldamörg bílamerki, kynna 7 nýja slíka bíla. Kröfur almennings og stjórnvald eru því að hafa mestu áhrif allra þátta á þróun bíla nú sem og á undanförnum árum.
Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent