Viðskipti erlent

Microsoft eignast Nokia

Gunnar Valþórsson skrifar
Þrjátíu og tvöþúsund starfsmenn Nokia munu flytja sig til og gerast starfsmenn Microsoft.
Þrjátíu og tvöþúsund starfsmenn Nokia munu flytja sig til og gerast starfsmenn Microsoft.
Tölvurisinn Microsoft hefur keypt farsímahluta finnska fyrirtækisins Nokia, fyrir 5,4 milljarða evra, eða um 860 milljarða íslenskra króna.

Með í kaupunum fylgja einkaleyfi fyrirtækisins auk kortagrunns. Tilkynnt var um kaupin í nótt en gengið verður frá þeim endanlega snemma á næsta ári.

Þrjátíu og tvöþúsund starfsmenn Nokia munu flytja sig til og gerast starfsmenn Microsoft. Nokia, var á sínum tíma helsti risinn á farsímamarkaðinum en snjallsímar frá Apple og Samsung hafa svo gott sem gert út af við Nokia símana. Microsoft hefur einnig átt í vandræðum með að koma sér fyrir á farsímamarkaði og segir Steve Ballmer, forstjóri Microsoft að allir eigi eftir að græða á samningnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×