Körfubolti

Segja reglurnar halla á landsbyggðarliðin

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Damier Pitts fór á kostum með KFÍ í fyrra.
Damier Pitts fór á kostum með KFÍ í fyrra. Mynd/Halldór Sveinbjörnsson
„Þetta er einsdæmi á Íslandi, ekki einu sinni ÍSÍ er með svona reglur um leikmenn. Þetta bitnar mest á þeim sem búa lengst frá mannkjarnanum," segir Sævar Óskarsson, formaður KFÍ, í samtali við Bæjarins Besta.

Kosið var um nýjar reglur er varða erlenda leikmenn á ársþingi KKÍ í vor. Naumur meirihluti kaus að takmarka fjölda erlendra leikmanna inni á vellinum í hverju liði við einn. Fleiri erlendir leikmenn geta verið í leikmannahópnum en aðeins einn spilað í einu.

„Reglurnar halla frekar á landsbyggðina í þessu máli. Ef körfubolti á að þrífast á þessu landi verða menn að hafa aðgang að leikmönnum þótt þeir hafi annan passa en bláan," segir Sævar. Vilji menn breyta Íslandsmótinu í Reykjanesmót geti Ísfirðingar snúið sér að öðru.

Hannes Sigurbjörn Jónsson, formaður KKÍ, segir í samtali við Bæjarins Besta að vissulega henti nýju reglurnar ekki félögunum í mikilli fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.

„Ég veit ekki hversu miklu þetta mun koma niður á starfinu almennt og vona að það geri það ekki,“ segir Hannes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×