Li Na frá Kína og Serena Williams frá Bandaríkjunum voru fyrstar til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum á opna bandaríska meistaramótinu í tennis nótt. Átta manna úrslitin eru klár hjá körlunum en Andy Murray frá Bretlandi og Novak Djokovic frá Serbíu voru síðasti inn.
Li Na vann 6–4, 6–7(5–7) og 6–2 sigur á Ekaterina Makarova frá Rússlandi og Serena Williams átti ekki í miklum vandræðum með þá spænsku Carla Suárez Navarro. Willams vann báðar hrinurnar 6-0. Serena Williams og Li Na mætast í undanúrslitum.
Andy Murray frá Bretlandi er kominn í átta manna úrslit eins og Serbinn Novak Djokovic. Murray vann Denis Istomin frá Úsbekistan 6-7(5-7), 6-1, 6-4 og 6-4 en Djokovic sló út Marcel Granollers frá Spáni 6–3, 6–0 og 6–0.
Andy Murray mætir Stanislas Wawrinka frá Sviss í átta manna úrslitum og Novak Djokovic keppir við Mikhail Youzhny frá Rússlandi.

