Körfubolti

Pavel samdi við KR til tveggja ára

Stefán Árni Pálsson skrifar
Pavel Ermolinskij ásamt Finni Frey Stefánssyni, þjálfara KR.
Pavel Ermolinskij ásamt Finni Frey Stefánssyni, þjálfara KR. Mynd / fésbókarsíða KR
Pavel Ermolinskij er genginn til liðs við KR og skrifaði undir tveggja ára samning við vesturbæjarfélagið í dag.

Leikmaðurinn hefur verið án liðs í sumar en nú er hann kominn heim eins og Böðvar Eggert Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, tjáði Vísi nú fyrir stundu.

„Pavel er að skrifa undir samning við félagið núna og eru þetta stórkostlegar fréttir fyrir klúbbinn,“ segir Böðvar.

„Við erum gríðarlega ánægðir að fá drenginn aftur heim og er þetta mikill liðsstyrkur fyrir okkur en hann passar eins og flís inn í þetta lið.“

Pavel lék með KR í eitt og hálft ár fyrir nokkru og varð meðal annars Íslandsmeistari með liðinu árið 2011.

Landsliðsmaðurinn mun styrkja lið KR alveg gríðarlega fyrir komandi átök í Dominos deild karla í körfubolta. KR verður að teljast sigurstranglegt á næsta tímabili eftir þennan liðsstyrk.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×