Körfubolti

Gamlar myndir af Örlygi Sturlusyni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Heimildarmyndin Ölli var frumsýnd á þriðjudagskvöldið. Í myndinni er fjallað um ævi Örlygs Sturlusonar sem lést af slysförum fyrir aldur fram í ársbyrjun árið 2000.

Örlygur sló ungur í gegn hjá Njarðvíkingum og varð Íslandsmeistari með liðinu sautján ára gamall árið 1997. Hann lék þrjá landsleiki fyrir Ísland.

Garðar Örn Arnarson vann myndina en hann hefur einnig gert heimildarmynd um Guðmund Steinarsson, leikja- og markahæsta leikmann Keflavíkur í efstu deild.

Í myndbandinu hér að ofan má sjá gamlar myndir af Örlygi sem notaðar voru í myndinni. Hér má svo sjá stiklu úr myndinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×