Körfubolti

Logi í viðræðum við íslensk félög

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Logi Gunnarsson.
Logi Gunnarsson. Mynd/Daníel
Landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson er enn án félags. Skotbakvörðurinn leitar að félagi í Evrópu en hefur einnig átt í viðræðum við íslensk félög.

„Ég er á fullu að leita núna úti í Evrópu," segir Logi sem spilaði með Angers í frönsku deildinni á síðustu leiktíð. Logi er skráður í Njarðvík sem stendur en hann hefur þó ekki ákveðið að leika með liðinu.

„Ég fór í það beint eftir landsleikina að fá sent „letter of clearence“ til Íslands,“ segir Logi. Þannig sé hann laus allra mála og þurfi ekki að taka áhættuna á að þurfa að bíða eftir bréfinu finni hann sér nýtt félag úti í Evrópu.

„Það getur verið vesen ef félögin eru að slugsa með þetta. Því er betra að hafa bréfið hérna til öryggis," segir Logi. Hann útilokar ekki að spila hér á landi í vetur. Pavel Ermonlinskij, félagi Loga úr landsliðinu, samdi við KR-inga til tveggja ára í gær. Pavel hafði verið í leit að áhugaverðu félagi erlendis en leitin bar ekki árangur.

„Ég er í viðræðum við Njarðvíkingana og fleiri íslensk lið," segir Logi. Því gæti vel farið svo að Njarðvíkingurinn leiki hér á landi í vetur. Hann spilaði síðast í deildinni hér heima leiktíðina 2008 til 2009. Hann skoraði þá 21 stig að meðaltali í leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×