Minna blóð á tönnunum eftir Wimbledon Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. september 2013 13:45 Illa gekk hjá Murray í New York í gær. Nordicphotos/Getty Andy Murray, sem féll óvænt en sannfærandi úr leik gegn Stanislas Wawrikna frá Sviss í átta manna úrslitum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í gær, viðurkennir að eiga erfitt með að gíra sig upp í keppni eftir sigurinn á Wimbledon í sumar. Murray, sem átti titil að verja í New York, tapaði í þremur settum 6-4, 6-3 og 6-2. Sigur Skotans í New York fyrir ári var hans fyrsti á risamóti en áður hafði hann landað Ólympíugulli. Sigur á Wimbledon bættist í safnið í sumar en þá batt hann enda á 77 ára eyðimerkurgöngu á heimavelli. „Þegar þú leggur svo hart að þér í mörg ár með markmið í huga og nærð því þá þarf mikið átak í að gíra sig upp í æfingar af fullum krafti,“ sagði Skotinn á blaðamannafundi eftir tapið í gær. „Ég held að það sé eðlilegt eftir það sem gerðist á Wimbledon. Ég komst samt í átta manna úrslitin, ég er búinn að vera hérna í þrjár vikur,“ sagði Murray sem hafði komist nokkuð sannfærandi í fjórðungs úrslitin. Undanfarið ár var svo sannarlega magnað hjá Murray með fyrrnefndum sigrum sem allir unnust á þrettán mánaða tímabili. „Ég hef spilað minn besta tennis á risamótunum undanfarin tvö til þrjú ár. Í dag tapaði ég sannfærandi sem er svekkjandi. Ég hefði viljað komast lengra,“ sagði Murray. Velgengni Skotans hefur aukið kröfur til hans í risamótum. Honum virðist ekki finnast það fullkomlega sanngjarnt. „Ég veit það ekki. Ef ég á að vinna hvert einasta risamót sem ég spila í eða komast í úrslitaleikinn þá er viðbúið að það verði erfitt. Ef þú horfir á keppinautana er ljóst að áskorunin er mikil.“ Tennis Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Andy Murray, sem féll óvænt en sannfærandi úr leik gegn Stanislas Wawrikna frá Sviss í átta manna úrslitum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í gær, viðurkennir að eiga erfitt með að gíra sig upp í keppni eftir sigurinn á Wimbledon í sumar. Murray, sem átti titil að verja í New York, tapaði í þremur settum 6-4, 6-3 og 6-2. Sigur Skotans í New York fyrir ári var hans fyrsti á risamóti en áður hafði hann landað Ólympíugulli. Sigur á Wimbledon bættist í safnið í sumar en þá batt hann enda á 77 ára eyðimerkurgöngu á heimavelli. „Þegar þú leggur svo hart að þér í mörg ár með markmið í huga og nærð því þá þarf mikið átak í að gíra sig upp í æfingar af fullum krafti,“ sagði Skotinn á blaðamannafundi eftir tapið í gær. „Ég held að það sé eðlilegt eftir það sem gerðist á Wimbledon. Ég komst samt í átta manna úrslitin, ég er búinn að vera hérna í þrjár vikur,“ sagði Murray sem hafði komist nokkuð sannfærandi í fjórðungs úrslitin. Undanfarið ár var svo sannarlega magnað hjá Murray með fyrrnefndum sigrum sem allir unnust á þrettán mánaða tímabili. „Ég hef spilað minn besta tennis á risamótunum undanfarin tvö til þrjú ár. Í dag tapaði ég sannfærandi sem er svekkjandi. Ég hefði viljað komast lengra,“ sagði Murray. Velgengni Skotans hefur aukið kröfur til hans í risamótum. Honum virðist ekki finnast það fullkomlega sanngjarnt. „Ég veit það ekki. Ef ég á að vinna hvert einasta risamót sem ég spila í eða komast í úrslitaleikinn þá er viðbúið að það verði erfitt. Ef þú horfir á keppinautana er ljóst að áskorunin er mikil.“
Tennis Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira