Nóbelsverðlaunahafi með fyrirlestur í HÍ Jón Júlíus Karlsson skrifar 6. september 2013 13:29 David Gross heldur fyrirlestur í næstu viku. David Gross, prófessor í eðlisfræði við Kavli-stofnunina í Kaliforníuháskóla í Santa Barbara og handhafi Nóbelsverðlauna í eðlisfræði árið 2004, mun þriðjudaginn 10. september halda fyrirlestur um nýjustu rannsóknir í öreindafræði og strengjafræði. Öreindafræðin fjallar um innstu gerð efnisheimsins og víxlverkanir milli efnisagna. Farið verður almennt yfir stöðu þekkingar í öreindafræði og helstu spurningar sem þar er leitað svara við. Fjallað verður um uppgötvanir sem tengjast Large Hadron Collider hraðlinum í Cern og rætt um stöðu strengjafræðinnar, sem er metnaðarfull kenning þar sem staðallíkan öreindafræðinnar og þyngdarfræði almennu afstæðiskenningarinnar eru fléttaðar saman og hinar ýmsu öreindir og kraftsvið náttúrunnar svara til mismunandi tóna sem slegnir eru á örsmáa strengi. Kenningin er hinsvegar langt því frá að vera fullmótuð og mörgum grundvallarspurningum er ósvarað. Fjölmargir strengjafræðingar hallast að því að umbylta þurfi hugmyndum um eðli tíma og rúms áður en strengjafræðin tekur á sig endanlega mynd. David J. Gross er fæddur 19. febrúar árið 1941 í Washington DC í Bandaríkjunum. Hann er prófessor í kennilegri eðlisfræði við Kavli-stofnunina í Kaliforníuháskóla í Santa Barbara í Bandaríkjunum. Árið 2004 hlaut hann Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði ásamt H. David Politzer og Frank Wilczek fyrir framlag til fræðilegrar eðlisfræði, sem leiddi til aukins skilnings á sterku víxlverkuninni meðal kjarna og öreinda.Fyrirlesturinn fer fram á ensku í hátíðasal Háskóla Íslands 10. september og hefst klukkan 15:30. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Nánari upplýsingar um fyrirlesturinn má finna á heimasíðu Háskóla Íslands. Nóbelsverðlaun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
David Gross, prófessor í eðlisfræði við Kavli-stofnunina í Kaliforníuháskóla í Santa Barbara og handhafi Nóbelsverðlauna í eðlisfræði árið 2004, mun þriðjudaginn 10. september halda fyrirlestur um nýjustu rannsóknir í öreindafræði og strengjafræði. Öreindafræðin fjallar um innstu gerð efnisheimsins og víxlverkanir milli efnisagna. Farið verður almennt yfir stöðu þekkingar í öreindafræði og helstu spurningar sem þar er leitað svara við. Fjallað verður um uppgötvanir sem tengjast Large Hadron Collider hraðlinum í Cern og rætt um stöðu strengjafræðinnar, sem er metnaðarfull kenning þar sem staðallíkan öreindafræðinnar og þyngdarfræði almennu afstæðiskenningarinnar eru fléttaðar saman og hinar ýmsu öreindir og kraftsvið náttúrunnar svara til mismunandi tóna sem slegnir eru á örsmáa strengi. Kenningin er hinsvegar langt því frá að vera fullmótuð og mörgum grundvallarspurningum er ósvarað. Fjölmargir strengjafræðingar hallast að því að umbylta þurfi hugmyndum um eðli tíma og rúms áður en strengjafræðin tekur á sig endanlega mynd. David J. Gross er fæddur 19. febrúar árið 1941 í Washington DC í Bandaríkjunum. Hann er prófessor í kennilegri eðlisfræði við Kavli-stofnunina í Kaliforníuháskóla í Santa Barbara í Bandaríkjunum. Árið 2004 hlaut hann Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði ásamt H. David Politzer og Frank Wilczek fyrir framlag til fræðilegrar eðlisfræði, sem leiddi til aukins skilnings á sterku víxlverkuninni meðal kjarna og öreinda.Fyrirlesturinn fer fram á ensku í hátíðasal Háskóla Íslands 10. september og hefst klukkan 15:30. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Nánari upplýsingar um fyrirlesturinn má finna á heimasíðu Háskóla Íslands.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira