Með fótboltann í blóðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. september 2013 09:00 Skagastúlkur fagna sætinu í Pepsi-deildinni. Mynd/Stefán „Það er vonandi að þetta sé upphafið að vakningu stórveldisins,“ segir Magnea Guðlaugsdóttir, þjálfari kvennaliðs Akraness. Stelpurnar af Skaganum tryggðu sér sæti í efstu deild á nýjan leik í vikunni eftir 3-2 sigur í tveimur leikjum gegn KR. „KR er með rosalega gott lið, svo ég tali ekki um útlendingana sem þær eru með,“ segir Magnea. Skaginn vann 3-0 sigur í fyrri leiknum á Skaganum en tapaði 2-0 í síðari leiknum á þriðjudagskvöld. Tæpt stóð það en að því er ekki spurt í fótbolta. „Kvöldið var svakalega fallegt og bara grenjandi gleði,“ segir Magnea, sem hrósar Akurnesingum sem studdu liðið í Vesturbænum. „Það var æðislegt hve margir komu í rútunni ofan af Skaga. Þegar fólkið byrjaði að garga í stúkunni trúði ég ekki mínum eigin augum.“ Magnea, sem vann allt sem hægt er að vinna í íslenskum fótbolta með Skagaliðinu á sínum tíma, tók við liði ÍA í mars. Liðið var hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppni fyrstu deildar sumarið 2012 og segir Magnea markmiðið alltaf hafa verið ljóst.Liðið verður að styrkja sig „Ég settist niður með þeim á einkafundum þegar ég tók við liðinu. Þær höfðu allar sama markmiðið, að komast upp, og því kom ekkert annað til greina,“ segir Magnea, sem þreytir frumraun sína í þjálfun meistaraflokks í sumar. Hún þakkar þennan góða árangur því hve lengi leikmenn liðsins hafa spilað saman. „Þær hafa meira og minna allar spilað saman frá því í sjötta flokki,“ segir þjálfarinn. Þær þekki kosti og galla félaga sinna auk þess sem eldri leikmenn hafi smollið í hópinn eins og flís við rass. Þá hafi leikmenn liðsins náð að gíra sig upp í réttu leikina, sem hafi skipt máli. Magnea segir ljóst að liðið þurfi að styrkja sig til þess að stimpla sig inn í deild þeirra bestu. Liðið hafi farið upp í efstu deild sumarið 2004 en sumarið á eftir verið erfitt. Liðið fékk aðeins eitt stig allt sumarið. „Öll lið sem koma upp úr 1. deild þurfa að fá styrk til að lifa af. Þetta er svolítið stökk.“ Um helmingur leikmanna ÍA getur bætt annarri rós í hnappagatið síðar í mánuðinum er liðið leikur til úrslita í bikarkeppni 2. flokks gegn Breiðabliki. Allt í kross á AkranesiMynd/StefánAkranes hefur alið af sér marga af bestu knattspyrnukörlum og -konum landsins. Ekki er það skrýtið enda virðist knattspyrnufólk á Akranesi sérstaklega iðið við kolann þegar kemur að framleiðslu nýrra kynslóða knattspyrnufólks. „Þetta er allt í kross hérna á Akranesi,“ segir Magnea. Sex leikmenn í liði ÍA eiga foreldra sem verið hafa í aðalhlutverki hjá Skagamönnum í gegnum árin. „Það er svo gaman við þetta hvernig við þekkjumst öll. Við vitum fyrir vikið hvað til þarf. Foreldrarnir vita það líka svo það þýðir ekkert væl,“ segir Magnea. Hún er gift knattspyrnumanninum Stefáni Þór Þórðarsyni og er náskyld nokkrum leikmönnum karlaliðs Skagamanna en engum í kvennaliðinu. „Það er svo sem ágætt. Það liti kannski ekki vel út hvort sem er að hampa eða vera grimmur við systur sína eða frænku“ Fótboltastelpurnar af Skaganum eru margar af þekktum fótboltaættumMynd/StefánUnnur Ýr Haraldsdóttir Dóttir Haraldar Ingólfssonar og Jónínu Víglundsdóttur. Haraldur og Jónína urðu bæði Íslands- og bikarmeistarar með ÍA, auk þess að spila fyrir hönd Íslands.Guðrún Karitas Sigurðardóttir Dóttir Sigurðar Jónssonar sem varð bæði Íslands- og bikarmeistari með ÍA. Lék sem atvinnumaður á Englandi og í Svíþjóð. Var lykilmaður í íslenska landsliðinu um árabil.Maren Leósdóttir Dóttir Halldóru Sigríðar Gylfadóttur sem varð bæði Íslands- og bikarmeistari með Skagamönnum. Lék einnig fyrir Íslands hönd.Ingunn Dögg Eiríksdóttir Dóttir Ragnheiðar Jónasdóttur sem varð bæði Íslands- og bikarmeistari með Skagamönnum. Lék landsleiki fyrir Íslands hönd í handbolta, fótbolta og badminton.Bryndís Rún Þórólfsdóttir Dóttir Áslaugar Rögnu Ákadóttur, sem raðaði inn mörkum með Skagamönnum á tíunda áratugnum. Handhafi silfurskósins sumarið 1996 og bronsskósins sumarið 1994.Helga Sjöfn Jóhannesdóttir Dóttir varnarmannsins Jóhannesar Guðjónssonar sem varð Íslands- og bikarmeistari með Skagamönnum á áttunda áratugnum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Sjá meira
„Það er vonandi að þetta sé upphafið að vakningu stórveldisins,“ segir Magnea Guðlaugsdóttir, þjálfari kvennaliðs Akraness. Stelpurnar af Skaganum tryggðu sér sæti í efstu deild á nýjan leik í vikunni eftir 3-2 sigur í tveimur leikjum gegn KR. „KR er með rosalega gott lið, svo ég tali ekki um útlendingana sem þær eru með,“ segir Magnea. Skaginn vann 3-0 sigur í fyrri leiknum á Skaganum en tapaði 2-0 í síðari leiknum á þriðjudagskvöld. Tæpt stóð það en að því er ekki spurt í fótbolta. „Kvöldið var svakalega fallegt og bara grenjandi gleði,“ segir Magnea, sem hrósar Akurnesingum sem studdu liðið í Vesturbænum. „Það var æðislegt hve margir komu í rútunni ofan af Skaga. Þegar fólkið byrjaði að garga í stúkunni trúði ég ekki mínum eigin augum.“ Magnea, sem vann allt sem hægt er að vinna í íslenskum fótbolta með Skagaliðinu á sínum tíma, tók við liði ÍA í mars. Liðið var hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppni fyrstu deildar sumarið 2012 og segir Magnea markmiðið alltaf hafa verið ljóst.Liðið verður að styrkja sig „Ég settist niður með þeim á einkafundum þegar ég tók við liðinu. Þær höfðu allar sama markmiðið, að komast upp, og því kom ekkert annað til greina,“ segir Magnea, sem þreytir frumraun sína í þjálfun meistaraflokks í sumar. Hún þakkar þennan góða árangur því hve lengi leikmenn liðsins hafa spilað saman. „Þær hafa meira og minna allar spilað saman frá því í sjötta flokki,“ segir þjálfarinn. Þær þekki kosti og galla félaga sinna auk þess sem eldri leikmenn hafi smollið í hópinn eins og flís við rass. Þá hafi leikmenn liðsins náð að gíra sig upp í réttu leikina, sem hafi skipt máli. Magnea segir ljóst að liðið þurfi að styrkja sig til þess að stimpla sig inn í deild þeirra bestu. Liðið hafi farið upp í efstu deild sumarið 2004 en sumarið á eftir verið erfitt. Liðið fékk aðeins eitt stig allt sumarið. „Öll lið sem koma upp úr 1. deild þurfa að fá styrk til að lifa af. Þetta er svolítið stökk.“ Um helmingur leikmanna ÍA getur bætt annarri rós í hnappagatið síðar í mánuðinum er liðið leikur til úrslita í bikarkeppni 2. flokks gegn Breiðabliki. Allt í kross á AkranesiMynd/StefánAkranes hefur alið af sér marga af bestu knattspyrnukörlum og -konum landsins. Ekki er það skrýtið enda virðist knattspyrnufólk á Akranesi sérstaklega iðið við kolann þegar kemur að framleiðslu nýrra kynslóða knattspyrnufólks. „Þetta er allt í kross hérna á Akranesi,“ segir Magnea. Sex leikmenn í liði ÍA eiga foreldra sem verið hafa í aðalhlutverki hjá Skagamönnum í gegnum árin. „Það er svo gaman við þetta hvernig við þekkjumst öll. Við vitum fyrir vikið hvað til þarf. Foreldrarnir vita það líka svo það þýðir ekkert væl,“ segir Magnea. Hún er gift knattspyrnumanninum Stefáni Þór Þórðarsyni og er náskyld nokkrum leikmönnum karlaliðs Skagamanna en engum í kvennaliðinu. „Það er svo sem ágætt. Það liti kannski ekki vel út hvort sem er að hampa eða vera grimmur við systur sína eða frænku“ Fótboltastelpurnar af Skaganum eru margar af þekktum fótboltaættumMynd/StefánUnnur Ýr Haraldsdóttir Dóttir Haraldar Ingólfssonar og Jónínu Víglundsdóttur. Haraldur og Jónína urðu bæði Íslands- og bikarmeistarar með ÍA, auk þess að spila fyrir hönd Íslands.Guðrún Karitas Sigurðardóttir Dóttir Sigurðar Jónssonar sem varð bæði Íslands- og bikarmeistari með ÍA. Lék sem atvinnumaður á Englandi og í Svíþjóð. Var lykilmaður í íslenska landsliðinu um árabil.Maren Leósdóttir Dóttir Halldóru Sigríðar Gylfadóttur sem varð bæði Íslands- og bikarmeistari með Skagamönnum. Lék einnig fyrir Íslands hönd.Ingunn Dögg Eiríksdóttir Dóttir Ragnheiðar Jónasdóttur sem varð bæði Íslands- og bikarmeistari með Skagamönnum. Lék landsleiki fyrir Íslands hönd í handbolta, fótbolta og badminton.Bryndís Rún Þórólfsdóttir Dóttir Áslaugar Rögnu Ákadóttur, sem raðaði inn mörkum með Skagamönnum á tíunda áratugnum. Handhafi silfurskósins sumarið 1996 og bronsskósins sumarið 1994.Helga Sjöfn Jóhannesdóttir Dóttir varnarmannsins Jóhannesar Guðjónssonar sem varð Íslands- og bikarmeistari með Skagamönnum á áttunda áratugnum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Sjá meira