Októberfest SHÍ: Blanda af Airwaves og Þjóðhátíð Orri Freyr Rúnarsson skrifar 9. september 2013 15:16 Októberfest tjaldið Mikil veisluhöld verða fyrir framan aðalbyggingu Háskóla Íslands daganna 12-14.september þegar að Októberfest SHÍ fer fram. En hátíðin er nú þegar orðinn fastur punktur í skemmtanalífi Íslendinga og þá sér í lagi nemenda við Háskóla Íslands. Þau Andri Geirsson og María Rut Kristinsdóttir eru hluti af þeim hóp sem sjá um hátíðina í ár en þau mættu í smá viðtal í Harmageddon í morgun að kynna hátíðina. Eitt það fyrsta sem vekur athygli við Októberfest er að þrátt fyrir að vera kennd við október mánuð fer hátíðin fram um miðjan september. Andri segir að ástæðan fyrir þessu sé einfaldlega óútreiknarlegt veður hér á landi. Það var einmitt um miðjan október árið 2009 að gríðarlegt óveður var helgina sem Októberfest fór fram og þurfti að kalla út björgunarsveitina til þess að bjarga því að hið risastóra hátíðartjald tækist ekki á loft og fyki yfir vesturbæinn. Veðrið breytti því þó ekki að uppselt var á hátíðina það árið, eins og alltaf, og u.þ.b. 2000 manns fylltu tjaldið í 30m/s og grenjandi rigningu. Allar götur síðan þá hefur hátíðin farið fram um miðjan september. María Rut sagði við Harmageddon að allir miðar í forsölu hafi klárast fyrir helgi í ár en Stúdentaráð hafi tekið þá ákvörðun að fjölga forsölumiðum og gefa þannig Háskólanemum kost á að kaupa miða á forsöluverði í dag. Dagskráin í ár hefst fimmtudaginn 12.september og stendur yfir alla helgina. Um 20 hljómsveitir koma fram en á fimmtudaginn eru það Mammút, Einar Lövdahl, Vök, Snorri Helgason, Tilbury, 1860, Kaleo og Dikta sem koma fram. Dagskrá föstudagsins inniheldur svo Jón Jónsson, Blaz Roca, Mumma, Úlf Úlf og Friðrik Dór og á laugardagskvöldinu eru það Sykur, Ojba Rasta og FM Belfast sem halda uppi fjörinu. Ýmislegt annað verður svo á dagskrá hátíðarinnar í ár, búningakeppni, mottukeppni, bjórþambskeppni og sitthvað fleira. Miðasala er nú hafin á midi.is og fá handhafar Bláa Kortsins fá 15% afslátt af miðaverðinu. Harmageddon Mest lesið Segir Þjóðkirkju stuðla að heilaskaða Íslendinga Harmageddon Söngvari Stone Roses vitni í kynferðisafbrotamáli Harmageddon Queens of the Stone Age á toppi Pepsi Max listans Harmageddon „Þeir sleppa aðal sannleikanum“ Harmageddon Sannleikurinn: Bilun hjá Símanum olli því að þingmenn Pírata misstu samband við stjórnstöð Harmageddon Nine Inch Nails: Sjálfsmorð með vott af bjartsýni Harmageddon „Listamenn eru ekki að græða neitt“ Harmageddon Frábær stemmning á Secret Solstice Harmageddon Undir stjórn Jaruzelskis Harmageddon Söngvari Muse hvetur Skota til að lýsa yfir sjálfstæði Harmageddon
Mikil veisluhöld verða fyrir framan aðalbyggingu Háskóla Íslands daganna 12-14.september þegar að Októberfest SHÍ fer fram. En hátíðin er nú þegar orðinn fastur punktur í skemmtanalífi Íslendinga og þá sér í lagi nemenda við Háskóla Íslands. Þau Andri Geirsson og María Rut Kristinsdóttir eru hluti af þeim hóp sem sjá um hátíðina í ár en þau mættu í smá viðtal í Harmageddon í morgun að kynna hátíðina. Eitt það fyrsta sem vekur athygli við Októberfest er að þrátt fyrir að vera kennd við október mánuð fer hátíðin fram um miðjan september. Andri segir að ástæðan fyrir þessu sé einfaldlega óútreiknarlegt veður hér á landi. Það var einmitt um miðjan október árið 2009 að gríðarlegt óveður var helgina sem Októberfest fór fram og þurfti að kalla út björgunarsveitina til þess að bjarga því að hið risastóra hátíðartjald tækist ekki á loft og fyki yfir vesturbæinn. Veðrið breytti því þó ekki að uppselt var á hátíðina það árið, eins og alltaf, og u.þ.b. 2000 manns fylltu tjaldið í 30m/s og grenjandi rigningu. Allar götur síðan þá hefur hátíðin farið fram um miðjan september. María Rut sagði við Harmageddon að allir miðar í forsölu hafi klárast fyrir helgi í ár en Stúdentaráð hafi tekið þá ákvörðun að fjölga forsölumiðum og gefa þannig Háskólanemum kost á að kaupa miða á forsöluverði í dag. Dagskráin í ár hefst fimmtudaginn 12.september og stendur yfir alla helgina. Um 20 hljómsveitir koma fram en á fimmtudaginn eru það Mammút, Einar Lövdahl, Vök, Snorri Helgason, Tilbury, 1860, Kaleo og Dikta sem koma fram. Dagskrá föstudagsins inniheldur svo Jón Jónsson, Blaz Roca, Mumma, Úlf Úlf og Friðrik Dór og á laugardagskvöldinu eru það Sykur, Ojba Rasta og FM Belfast sem halda uppi fjörinu. Ýmislegt annað verður svo á dagskrá hátíðarinnar í ár, búningakeppni, mottukeppni, bjórþambskeppni og sitthvað fleira. Miðasala er nú hafin á midi.is og fá handhafar Bláa Kortsins fá 15% afslátt af miðaverðinu.
Harmageddon Mest lesið Segir Þjóðkirkju stuðla að heilaskaða Íslendinga Harmageddon Söngvari Stone Roses vitni í kynferðisafbrotamáli Harmageddon Queens of the Stone Age á toppi Pepsi Max listans Harmageddon „Þeir sleppa aðal sannleikanum“ Harmageddon Sannleikurinn: Bilun hjá Símanum olli því að þingmenn Pírata misstu samband við stjórnstöð Harmageddon Nine Inch Nails: Sjálfsmorð með vott af bjartsýni Harmageddon „Listamenn eru ekki að græða neitt“ Harmageddon Frábær stemmning á Secret Solstice Harmageddon Undir stjórn Jaruzelskis Harmageddon Söngvari Muse hvetur Skota til að lýsa yfir sjálfstæði Harmageddon
Sannleikurinn: Bilun hjá Símanum olli því að þingmenn Pírata misstu samband við stjórnstöð Harmageddon
Sannleikurinn: Bilun hjá Símanum olli því að þingmenn Pírata misstu samband við stjórnstöð Harmageddon