Körfubolti

Haukar missa Arnþór Freyr til Spánar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Arnþór Freyr Guðmundsson.
Arnþór Freyr Guðmundsson. Mynd/Daníel
Arnþór Freyr Guðmundsson hefur samið við spænska liðið Albacete í fjórðu efstu deild á Spáni. Karfan.is greinir frá þessu.

„Ég fékk boð í sumar um að spila í Eurobasket Summer League í Madríd og í gegnum það verkefni kom þetta boð úr EBA deildinni,“ sagði Arnþór í samtali við Karfan.is.

Að lokinni síðustu leiktíð sagði Arnþór skilið við uppeldisfélagið sitt Fjölni í Grafarvogi. Skotbakvörðurinn samdi við Hauka en nú er ljóst að hann mun ekki leika með Hafnarfjarðarliðinu.

„Þetta var í samningi mínum við Hauka svo ég mátti fara út og félagið sýndi þessu skilning,“ sagði Arnþór. Hann heldu utan á næstunni.

EBA-deildinni er skipt upp í fimm riðla en liðin eru 64 talsins.Albacete hafnaði í 9. sæti í B-riðli EBA deildarinnar á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×