Súrnun sjávar hraðari við strendur Íslands Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. ágúst 2013 18:30 Sýrustig sjávar lækkar hraðar við strendur Íslands en á öðrum hafsvæðum í heiminum að sögn Jóns Ólafssonar prófessors í haffræði. Súrnun sjávar er orðið alþjóðlegt vandamál og ógnar lífríki sjávar. Höfin þekja 70 prósent af yfirborði jarðar. Súrnun sjávar er aukaafurð losunar á koltvísýringi út í andrúmsloftið og oft kallað „hitt CO2-vandamálið" á eftir hlýnun jarðar. Vegna aukningar á koltvísýringi í andrúmsloftinu gleypir sjórinn aukið magn koltvísýrings og við það verða efnaskipti sem lækka sýrustig sjávar. Súrnun sjávar hefur skaðleg áhrif á lífríki hafsins. Í þessari fréttaskýringu Time sem birtist á dögunum kemur fram að höfin séu að drekka í sig stóran hlut alls þess koltvísýrings sem fer út í andrúmsloftið og er þeim lýst sem stærsta kolefnisgleypi í heimi (e. the largest single carbon sink in the world).Snýst um lífsgæði framtíðar kynslóða Umhverfismálin snerta okkur öll því þau snúast um lífsgæði framtíðar kynslóða. Lífsgæði barna okkar og barnabarna. Súrnun sjávar er alþjóðlegt vandamál og þar er Ísland ekki undanskilið. Jón Ólafsson, prófessor í haffræði og hafefnafræði, er einn fremsti sérfræðingur landsins á þessu sviði. Jón segir að súrnun sjávar sé hraðari í sjónum umhverfis Ísland en á öðrum svæðum á jörðinni. „Heimshöfin eru að taka þetta upp en heimshöfin eru ekki alls staðar eins. Yfirborð þeirra er misjafnt og sum svæði taka miklu meira upp af koltvísýringi en önnur. Norðanvert Atlantshafið er það svæði sem tekur hvað mest upp af koltvísýringi úr andrúmsloftinu á hvern fermetra,“ segir Jón. Súrnun sjávar af mannavöldum mun valda varanlegu tjóni á lífríki sjávar ef ekkert verður að gert. „Það er lítill vafi á því að þær breytingar sem eru nún hafnar munu hafa áhrif,“ segir Jón.Og þar með hafa áhrif á lífsgæði okkar mannanna? „Já, það eru mörg samfélög sem eru meira eða minna háð hafinu og fæðu úr hafinu. Þannig að það er líklegt að lífríki sjávar og vistkerfi sjávar verði fyrir áhrifum. Heilu vistkerfinu munu breytast.“Mun skerða lífsgæði og gera jörðina að verri bústað Jón nefnir þar sérstaklega kalkmyndandi lífríki eins og skeljar, ígulker, krossfiska, og smokkfisk og fleira. Hann segir hins vegar að súrnun sjávar sé ekki farin að skaða mikilvæga stofna í efnahagslögsögu Íslands, en það þarfnist frekari rannsókna. „Þetta eru rannsóknarefni sem verður að sinna mjög ákveðið á næstu árum.“ Hver og einn getur haft áhrif með því að draga úr losun koltvísýrings, til dæmis með því að draga úr notkun bílsins. „Þessar hnattrænu breytingar, hlýnun vegna gróðurhúsaáhrifa og súrnun sjávar, þetta eru hnattrænar breytingar sem í heildina munu skerða lífsgæði á jörðinni og gera jörðina að verri bústað en áður,“ segir Jón Ólafsson prófessor. Loftslagsmál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Sjá meira
Sýrustig sjávar lækkar hraðar við strendur Íslands en á öðrum hafsvæðum í heiminum að sögn Jóns Ólafssonar prófessors í haffræði. Súrnun sjávar er orðið alþjóðlegt vandamál og ógnar lífríki sjávar. Höfin þekja 70 prósent af yfirborði jarðar. Súrnun sjávar er aukaafurð losunar á koltvísýringi út í andrúmsloftið og oft kallað „hitt CO2-vandamálið" á eftir hlýnun jarðar. Vegna aukningar á koltvísýringi í andrúmsloftinu gleypir sjórinn aukið magn koltvísýrings og við það verða efnaskipti sem lækka sýrustig sjávar. Súrnun sjávar hefur skaðleg áhrif á lífríki hafsins. Í þessari fréttaskýringu Time sem birtist á dögunum kemur fram að höfin séu að drekka í sig stóran hlut alls þess koltvísýrings sem fer út í andrúmsloftið og er þeim lýst sem stærsta kolefnisgleypi í heimi (e. the largest single carbon sink in the world).Snýst um lífsgæði framtíðar kynslóða Umhverfismálin snerta okkur öll því þau snúast um lífsgæði framtíðar kynslóða. Lífsgæði barna okkar og barnabarna. Súrnun sjávar er alþjóðlegt vandamál og þar er Ísland ekki undanskilið. Jón Ólafsson, prófessor í haffræði og hafefnafræði, er einn fremsti sérfræðingur landsins á þessu sviði. Jón segir að súrnun sjávar sé hraðari í sjónum umhverfis Ísland en á öðrum svæðum á jörðinni. „Heimshöfin eru að taka þetta upp en heimshöfin eru ekki alls staðar eins. Yfirborð þeirra er misjafnt og sum svæði taka miklu meira upp af koltvísýringi en önnur. Norðanvert Atlantshafið er það svæði sem tekur hvað mest upp af koltvísýringi úr andrúmsloftinu á hvern fermetra,“ segir Jón. Súrnun sjávar af mannavöldum mun valda varanlegu tjóni á lífríki sjávar ef ekkert verður að gert. „Það er lítill vafi á því að þær breytingar sem eru nún hafnar munu hafa áhrif,“ segir Jón.Og þar með hafa áhrif á lífsgæði okkar mannanna? „Já, það eru mörg samfélög sem eru meira eða minna háð hafinu og fæðu úr hafinu. Þannig að það er líklegt að lífríki sjávar og vistkerfi sjávar verði fyrir áhrifum. Heilu vistkerfinu munu breytast.“Mun skerða lífsgæði og gera jörðina að verri bústað Jón nefnir þar sérstaklega kalkmyndandi lífríki eins og skeljar, ígulker, krossfiska, og smokkfisk og fleira. Hann segir hins vegar að súrnun sjávar sé ekki farin að skaða mikilvæga stofna í efnahagslögsögu Íslands, en það þarfnist frekari rannsókna. „Þetta eru rannsóknarefni sem verður að sinna mjög ákveðið á næstu árum.“ Hver og einn getur haft áhrif með því að draga úr losun koltvísýrings, til dæmis með því að draga úr notkun bílsins. „Þessar hnattrænu breytingar, hlýnun vegna gróðurhúsaáhrifa og súrnun sjávar, þetta eru hnattrænar breytingar sem í heildina munu skerða lífsgæði á jörðinni og gera jörðina að verri bústað en áður,“ segir Jón Ólafsson prófessor.
Loftslagsmál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Sjá meira