Súrnun sjávar hraðari við strendur Íslands Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. ágúst 2013 18:30 Sýrustig sjávar lækkar hraðar við strendur Íslands en á öðrum hafsvæðum í heiminum að sögn Jóns Ólafssonar prófessors í haffræði. Súrnun sjávar er orðið alþjóðlegt vandamál og ógnar lífríki sjávar. Höfin þekja 70 prósent af yfirborði jarðar. Súrnun sjávar er aukaafurð losunar á koltvísýringi út í andrúmsloftið og oft kallað „hitt CO2-vandamálið" á eftir hlýnun jarðar. Vegna aukningar á koltvísýringi í andrúmsloftinu gleypir sjórinn aukið magn koltvísýrings og við það verða efnaskipti sem lækka sýrustig sjávar. Súrnun sjávar hefur skaðleg áhrif á lífríki hafsins. Í þessari fréttaskýringu Time sem birtist á dögunum kemur fram að höfin séu að drekka í sig stóran hlut alls þess koltvísýrings sem fer út í andrúmsloftið og er þeim lýst sem stærsta kolefnisgleypi í heimi (e. the largest single carbon sink in the world).Snýst um lífsgæði framtíðar kynslóða Umhverfismálin snerta okkur öll því þau snúast um lífsgæði framtíðar kynslóða. Lífsgæði barna okkar og barnabarna. Súrnun sjávar er alþjóðlegt vandamál og þar er Ísland ekki undanskilið. Jón Ólafsson, prófessor í haffræði og hafefnafræði, er einn fremsti sérfræðingur landsins á þessu sviði. Jón segir að súrnun sjávar sé hraðari í sjónum umhverfis Ísland en á öðrum svæðum á jörðinni. „Heimshöfin eru að taka þetta upp en heimshöfin eru ekki alls staðar eins. Yfirborð þeirra er misjafnt og sum svæði taka miklu meira upp af koltvísýringi en önnur. Norðanvert Atlantshafið er það svæði sem tekur hvað mest upp af koltvísýringi úr andrúmsloftinu á hvern fermetra,“ segir Jón. Súrnun sjávar af mannavöldum mun valda varanlegu tjóni á lífríki sjávar ef ekkert verður að gert. „Það er lítill vafi á því að þær breytingar sem eru nún hafnar munu hafa áhrif,“ segir Jón.Og þar með hafa áhrif á lífsgæði okkar mannanna? „Já, það eru mörg samfélög sem eru meira eða minna háð hafinu og fæðu úr hafinu. Þannig að það er líklegt að lífríki sjávar og vistkerfi sjávar verði fyrir áhrifum. Heilu vistkerfinu munu breytast.“Mun skerða lífsgæði og gera jörðina að verri bústað Jón nefnir þar sérstaklega kalkmyndandi lífríki eins og skeljar, ígulker, krossfiska, og smokkfisk og fleira. Hann segir hins vegar að súrnun sjávar sé ekki farin að skaða mikilvæga stofna í efnahagslögsögu Íslands, en það þarfnist frekari rannsókna. „Þetta eru rannsóknarefni sem verður að sinna mjög ákveðið á næstu árum.“ Hver og einn getur haft áhrif með því að draga úr losun koltvísýrings, til dæmis með því að draga úr notkun bílsins. „Þessar hnattrænu breytingar, hlýnun vegna gróðurhúsaáhrifa og súrnun sjávar, þetta eru hnattrænar breytingar sem í heildina munu skerða lífsgæði á jörðinni og gera jörðina að verri bústað en áður,“ segir Jón Ólafsson prófessor. Loftslagsmál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Sýrustig sjávar lækkar hraðar við strendur Íslands en á öðrum hafsvæðum í heiminum að sögn Jóns Ólafssonar prófessors í haffræði. Súrnun sjávar er orðið alþjóðlegt vandamál og ógnar lífríki sjávar. Höfin þekja 70 prósent af yfirborði jarðar. Súrnun sjávar er aukaafurð losunar á koltvísýringi út í andrúmsloftið og oft kallað „hitt CO2-vandamálið" á eftir hlýnun jarðar. Vegna aukningar á koltvísýringi í andrúmsloftinu gleypir sjórinn aukið magn koltvísýrings og við það verða efnaskipti sem lækka sýrustig sjávar. Súrnun sjávar hefur skaðleg áhrif á lífríki hafsins. Í þessari fréttaskýringu Time sem birtist á dögunum kemur fram að höfin séu að drekka í sig stóran hlut alls þess koltvísýrings sem fer út í andrúmsloftið og er þeim lýst sem stærsta kolefnisgleypi í heimi (e. the largest single carbon sink in the world).Snýst um lífsgæði framtíðar kynslóða Umhverfismálin snerta okkur öll því þau snúast um lífsgæði framtíðar kynslóða. Lífsgæði barna okkar og barnabarna. Súrnun sjávar er alþjóðlegt vandamál og þar er Ísland ekki undanskilið. Jón Ólafsson, prófessor í haffræði og hafefnafræði, er einn fremsti sérfræðingur landsins á þessu sviði. Jón segir að súrnun sjávar sé hraðari í sjónum umhverfis Ísland en á öðrum svæðum á jörðinni. „Heimshöfin eru að taka þetta upp en heimshöfin eru ekki alls staðar eins. Yfirborð þeirra er misjafnt og sum svæði taka miklu meira upp af koltvísýringi en önnur. Norðanvert Atlantshafið er það svæði sem tekur hvað mest upp af koltvísýringi úr andrúmsloftinu á hvern fermetra,“ segir Jón. Súrnun sjávar af mannavöldum mun valda varanlegu tjóni á lífríki sjávar ef ekkert verður að gert. „Það er lítill vafi á því að þær breytingar sem eru nún hafnar munu hafa áhrif,“ segir Jón.Og þar með hafa áhrif á lífsgæði okkar mannanna? „Já, það eru mörg samfélög sem eru meira eða minna háð hafinu og fæðu úr hafinu. Þannig að það er líklegt að lífríki sjávar og vistkerfi sjávar verði fyrir áhrifum. Heilu vistkerfinu munu breytast.“Mun skerða lífsgæði og gera jörðina að verri bústað Jón nefnir þar sérstaklega kalkmyndandi lífríki eins og skeljar, ígulker, krossfiska, og smokkfisk og fleira. Hann segir hins vegar að súrnun sjávar sé ekki farin að skaða mikilvæga stofna í efnahagslögsögu Íslands, en það þarfnist frekari rannsókna. „Þetta eru rannsóknarefni sem verður að sinna mjög ákveðið á næstu árum.“ Hver og einn getur haft áhrif með því að draga úr losun koltvísýrings, til dæmis með því að draga úr notkun bílsins. „Þessar hnattrænu breytingar, hlýnun vegna gróðurhúsaáhrifa og súrnun sjávar, þetta eru hnattrænar breytingar sem í heildina munu skerða lífsgæði á jörðinni og gera jörðina að verri bústað en áður,“ segir Jón Ólafsson prófessor.
Loftslagsmál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira