Bayern vann Ofurbikarinn í vítakeppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2013 20:45 Mynd/NordicPhotos/Getty Bayern München er meistari meistaranna í Evrópu eftir 5-4 sigur á Chelsea í vítakeppni í leiknum um Ofurbikar Evrópu í Prag í kvöld en þetta er árlegur leikur á milli Evrópumeistaraliðanna frá síðustu leikíð. Þyski landsliðsmarkvörðurinn Manuel Neuer tryggði Bayern München titilinn þegar hann varði vítaspyrnu Romelu Lukaku en liðin voru þá búin að nýta níu fyrstu vítaspyrnur sínar í vítakeppninni. Chelsea lék manni færri alla framlenginguna en var aðeins nokkrum sekúndum frá því að tryggja sér titilinn í framlengingunni en Javi Martínez jafnaði metin í 2-2 með síðustu spyrnu leiksins. Chelsea komst tvisvar yfir í leiknum því Fernando Torres skoraði í upphafi leiks og Eden Hazard í upphafi framlengingarinnar. Franck Ribéry jafnaði í 1-1 í byrjun seinni hálfleiks. Þetta er í fyrsta sinn sem Bayern München vinnur Ofurbikar Evrópu en liðið var þrisvar sinnum búið að tapa þessum leik (1975, 1976, 2001). Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var hársbreidd frá því að vinna fyrsta titilinn síðan að hann snéri aftur á Brúna en hann hefur aldrei unnið Ofurbikarinn á ferlinum. Chelsea fékk draumabyrjun í leiknum þegar Fernando Torres skoraði glæsilegt mark á 8. mínútu eftir frábæra skyndisókn. Eden Hazard sprengdi upp vörn Bayern og fann André Schürrle sem gaf fyrir á Torres. Spænski framherjinn afgreiddi boltann viðstöðulaust upp í bláhornið. Bayern tók ekki langan tíma að jafna metin í seinni hálfleik en Franck Ribéry skoraði þá með langskoti á 47. mínútu eftir samspil við Toni Kroos. Chelsea hafði varla komið við boltann í seinni hálfleiknum þegar Bayern München var búið að skora. Ramires fékk síðan sitt annað gula spjald fyrir brot á Mario Götze á 85. mínútu og Chelsea-liðið var því orðið manni færra. Það voru ekki skoruð fleiri mörk í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Eden Hazard Kom Chelsea aftur yfir strax á þriðju mínútu í framlengingunni eftir einstaklingsframtak á vinstri vængnum. Hann lék inn að markinu og afgreiddi boltann í nærhornið án þess að Manuel Neuer kæmi vörnum við. Petr Cech varði nokkrum sinnum frábærlega í framlengingunni, þar á meðal tvisvar með skömmu millibili og Chelsea-liðið virtist ætla að lifa af mikla pressu Bayern-liðsins. Javi Martínez náði hinsvegar að jafna metin með síðustu spyrnu leiksins og tryggja Bayern vítakeppni. Martínez var á réttum stað þegar boltinn datt fyrir fætur hans eftir aukaspyrnu.Bayern München-Chelsea - vítakeppnin : 1-0 David Alaba, Bayern - mark 1-1 David Luiz, Chelsea - mark 2-1 Toni Kroos, Bayern - mark 2-2 Oscar, Chelsea - mark 3-2 Philipp Lahm, Bayern - mark 3-3 Frank Lampard, Chelsea - mark 4-3 Franck Ribéry, Bayern - mark 4-4 Ashley Cole, Chelsea - mark 5-4 Xherdan Shaqiri, Bayern - mark Romelu Lukaku, Chelsea - varið (Manuel Neuer) Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Bayern München er meistari meistaranna í Evrópu eftir 5-4 sigur á Chelsea í vítakeppni í leiknum um Ofurbikar Evrópu í Prag í kvöld en þetta er árlegur leikur á milli Evrópumeistaraliðanna frá síðustu leikíð. Þyski landsliðsmarkvörðurinn Manuel Neuer tryggði Bayern München titilinn þegar hann varði vítaspyrnu Romelu Lukaku en liðin voru þá búin að nýta níu fyrstu vítaspyrnur sínar í vítakeppninni. Chelsea lék manni færri alla framlenginguna en var aðeins nokkrum sekúndum frá því að tryggja sér titilinn í framlengingunni en Javi Martínez jafnaði metin í 2-2 með síðustu spyrnu leiksins. Chelsea komst tvisvar yfir í leiknum því Fernando Torres skoraði í upphafi leiks og Eden Hazard í upphafi framlengingarinnar. Franck Ribéry jafnaði í 1-1 í byrjun seinni hálfleiks. Þetta er í fyrsta sinn sem Bayern München vinnur Ofurbikar Evrópu en liðið var þrisvar sinnum búið að tapa þessum leik (1975, 1976, 2001). Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var hársbreidd frá því að vinna fyrsta titilinn síðan að hann snéri aftur á Brúna en hann hefur aldrei unnið Ofurbikarinn á ferlinum. Chelsea fékk draumabyrjun í leiknum þegar Fernando Torres skoraði glæsilegt mark á 8. mínútu eftir frábæra skyndisókn. Eden Hazard sprengdi upp vörn Bayern og fann André Schürrle sem gaf fyrir á Torres. Spænski framherjinn afgreiddi boltann viðstöðulaust upp í bláhornið. Bayern tók ekki langan tíma að jafna metin í seinni hálfleik en Franck Ribéry skoraði þá með langskoti á 47. mínútu eftir samspil við Toni Kroos. Chelsea hafði varla komið við boltann í seinni hálfleiknum þegar Bayern München var búið að skora. Ramires fékk síðan sitt annað gula spjald fyrir brot á Mario Götze á 85. mínútu og Chelsea-liðið var því orðið manni færra. Það voru ekki skoruð fleiri mörk í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Eden Hazard Kom Chelsea aftur yfir strax á þriðju mínútu í framlengingunni eftir einstaklingsframtak á vinstri vængnum. Hann lék inn að markinu og afgreiddi boltann í nærhornið án þess að Manuel Neuer kæmi vörnum við. Petr Cech varði nokkrum sinnum frábærlega í framlengingunni, þar á meðal tvisvar með skömmu millibili og Chelsea-liðið virtist ætla að lifa af mikla pressu Bayern-liðsins. Javi Martínez náði hinsvegar að jafna metin með síðustu spyrnu leiksins og tryggja Bayern vítakeppni. Martínez var á réttum stað þegar boltinn datt fyrir fætur hans eftir aukaspyrnu.Bayern München-Chelsea - vítakeppnin : 1-0 David Alaba, Bayern - mark 1-1 David Luiz, Chelsea - mark 2-1 Toni Kroos, Bayern - mark 2-2 Oscar, Chelsea - mark 3-2 Philipp Lahm, Bayern - mark 3-3 Frank Lampard, Chelsea - mark 4-3 Franck Ribéry, Bayern - mark 4-4 Ashley Cole, Chelsea - mark 5-4 Xherdan Shaqiri, Bayern - mark Romelu Lukaku, Chelsea - varið (Manuel Neuer)
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira