Þorlákur Árnason tekur ekki við íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu en Þorlákur er í dag þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar sem er í langefsta sæti Pepsi-deildarinnar.
Þetta staðfesti þjálfarinn í samtali við íþróttadeild RÚV í dag.
KSÍ hafði samband við Þorlák en hann sá sér ekki fært að taka við liðinu og því fóru aldrei fram neinar viðræður.
Eins og staðan er í dag eru þau Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstads í Svíþjóð, og Freyr Alexandersson, þjálfari karlaliðs Leiknis, líklegust til að taka við liðinu.
Þorlákur tekur ekki við kvennalandsliðinu
Stefán Árni Pálsson skrifar
