Ástrós og Helgi unnu góða sigra á EM ungmenna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2013 12:45 Íslensku keppendurnir ásamt fylgdarliði sínu. Mynd/Meisam Rafiei Fjórir íslenskir taekwondokappar kepptu á Evrópumóti ungmenna sem lauk í Svíþjóð um helgina. Helgi Valentín Arnarsson úr Fram náði bestum árangri íslensku keppendanna á mótinu. Helgi Valentín vann sigur á keppanda frá Úkraínu í fyrsta bardaga sínum í aukalotu. Næst mætti Helgi keppanda frá Króatíu sem sigraði eftir að Helgi hætti keppni í annarri lotu. Framarinn hafnaði í fimmta sæti í +65 kg flokknum. Ástrós Brynjarsdóttir úr Keflavík sat hjá í fyrstu umferð og mætti keppanda frá Hvíta-Rússlandi í annarri umferð. Ástrós, sem valin var taekwondo kona ársins á Íslandi í fyrra, var lengi í gang en sneri við blaðinu og vann góðan sigur. Í þriðju umferðinni þurfti Ástrós að játa sig sigraða gegn sænskum keppanda eftir mikla baráttu og jafnan bardaga. Fór svo að sú sænska vann til silfurverðlauna í -47 kg flokknum. Bjarni Júlíus Jónsson úr Keflavík mætti keppanda frá Póllandi í -65 kg flokknum. Bardaginn var jafn og spennandi og var íslenska fylgdarliðið ósátt við dómgæsluna. Svo fór að Pólverjanum var dæmdur sigur en sá pólski vann til bronsverðlauna í flokknum. Hinn efnilegi Ágúst Kristinn Eðvarðsson mætti tyrkneskum keppanda í fyrstu umferð. Sá tyrkneski reyndist of sterkur biti, vann sigur og nældi í bronsverðlaun í -33 kg flokknum áður en yfir lauk. Landsliðsþjálfarinn Meisam Rafie var ánægður með árangurinn og sagði að keppendur hefðu staðið sig mjög vel á mótinu að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Taekwondosambandi Íslands. Hann var ánægður að keppendur hlustuðu vel á leiðbeiningar og sýndu íþróttamannslega hegðun. Hann var þá líka mjög ánægður að fá tvo keppendur upp úr fyrstu og annarri umferð á mótinu en það þykir sjaldgæft á svo sterku móti. Hann segir að framtíð taekwondo á Íslandi sé í unga fólkinu, en efnilegasta taekwondofólkið á Íslandi er enn ungt að árum. Íþróttir Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Sjá meira
Fjórir íslenskir taekwondokappar kepptu á Evrópumóti ungmenna sem lauk í Svíþjóð um helgina. Helgi Valentín Arnarsson úr Fram náði bestum árangri íslensku keppendanna á mótinu. Helgi Valentín vann sigur á keppanda frá Úkraínu í fyrsta bardaga sínum í aukalotu. Næst mætti Helgi keppanda frá Króatíu sem sigraði eftir að Helgi hætti keppni í annarri lotu. Framarinn hafnaði í fimmta sæti í +65 kg flokknum. Ástrós Brynjarsdóttir úr Keflavík sat hjá í fyrstu umferð og mætti keppanda frá Hvíta-Rússlandi í annarri umferð. Ástrós, sem valin var taekwondo kona ársins á Íslandi í fyrra, var lengi í gang en sneri við blaðinu og vann góðan sigur. Í þriðju umferðinni þurfti Ástrós að játa sig sigraða gegn sænskum keppanda eftir mikla baráttu og jafnan bardaga. Fór svo að sú sænska vann til silfurverðlauna í -47 kg flokknum. Bjarni Júlíus Jónsson úr Keflavík mætti keppanda frá Póllandi í -65 kg flokknum. Bardaginn var jafn og spennandi og var íslenska fylgdarliðið ósátt við dómgæsluna. Svo fór að Pólverjanum var dæmdur sigur en sá pólski vann til bronsverðlauna í flokknum. Hinn efnilegi Ágúst Kristinn Eðvarðsson mætti tyrkneskum keppanda í fyrstu umferð. Sá tyrkneski reyndist of sterkur biti, vann sigur og nældi í bronsverðlaun í -33 kg flokknum áður en yfir lauk. Landsliðsþjálfarinn Meisam Rafie var ánægður með árangurinn og sagði að keppendur hefðu staðið sig mjög vel á mótinu að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Taekwondosambandi Íslands. Hann var ánægður að keppendur hlustuðu vel á leiðbeiningar og sýndu íþróttamannslega hegðun. Hann var þá líka mjög ánægður að fá tvo keppendur upp úr fyrstu og annarri umferð á mótinu en það þykir sjaldgæft á svo sterku móti. Hann segir að framtíð taekwondo á Íslandi sé í unga fólkinu, en efnilegasta taekwondofólkið á Íslandi er enn ungt að árum.
Íþróttir Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Sjá meira