Ástrós og Helgi unnu góða sigra á EM ungmenna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2013 12:45 Íslensku keppendurnir ásamt fylgdarliði sínu. Mynd/Meisam Rafiei Fjórir íslenskir taekwondokappar kepptu á Evrópumóti ungmenna sem lauk í Svíþjóð um helgina. Helgi Valentín Arnarsson úr Fram náði bestum árangri íslensku keppendanna á mótinu. Helgi Valentín vann sigur á keppanda frá Úkraínu í fyrsta bardaga sínum í aukalotu. Næst mætti Helgi keppanda frá Króatíu sem sigraði eftir að Helgi hætti keppni í annarri lotu. Framarinn hafnaði í fimmta sæti í +65 kg flokknum. Ástrós Brynjarsdóttir úr Keflavík sat hjá í fyrstu umferð og mætti keppanda frá Hvíta-Rússlandi í annarri umferð. Ástrós, sem valin var taekwondo kona ársins á Íslandi í fyrra, var lengi í gang en sneri við blaðinu og vann góðan sigur. Í þriðju umferðinni þurfti Ástrós að játa sig sigraða gegn sænskum keppanda eftir mikla baráttu og jafnan bardaga. Fór svo að sú sænska vann til silfurverðlauna í -47 kg flokknum. Bjarni Júlíus Jónsson úr Keflavík mætti keppanda frá Póllandi í -65 kg flokknum. Bardaginn var jafn og spennandi og var íslenska fylgdarliðið ósátt við dómgæsluna. Svo fór að Pólverjanum var dæmdur sigur en sá pólski vann til bronsverðlauna í flokknum. Hinn efnilegi Ágúst Kristinn Eðvarðsson mætti tyrkneskum keppanda í fyrstu umferð. Sá tyrkneski reyndist of sterkur biti, vann sigur og nældi í bronsverðlaun í -33 kg flokknum áður en yfir lauk. Landsliðsþjálfarinn Meisam Rafie var ánægður með árangurinn og sagði að keppendur hefðu staðið sig mjög vel á mótinu að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Taekwondosambandi Íslands. Hann var ánægður að keppendur hlustuðu vel á leiðbeiningar og sýndu íþróttamannslega hegðun. Hann var þá líka mjög ánægður að fá tvo keppendur upp úr fyrstu og annarri umferð á mótinu en það þykir sjaldgæft á svo sterku móti. Hann segir að framtíð taekwondo á Íslandi sé í unga fólkinu, en efnilegasta taekwondofólkið á Íslandi er enn ungt að árum. Íþróttir Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Sjá meira
Fjórir íslenskir taekwondokappar kepptu á Evrópumóti ungmenna sem lauk í Svíþjóð um helgina. Helgi Valentín Arnarsson úr Fram náði bestum árangri íslensku keppendanna á mótinu. Helgi Valentín vann sigur á keppanda frá Úkraínu í fyrsta bardaga sínum í aukalotu. Næst mætti Helgi keppanda frá Króatíu sem sigraði eftir að Helgi hætti keppni í annarri lotu. Framarinn hafnaði í fimmta sæti í +65 kg flokknum. Ástrós Brynjarsdóttir úr Keflavík sat hjá í fyrstu umferð og mætti keppanda frá Hvíta-Rússlandi í annarri umferð. Ástrós, sem valin var taekwondo kona ársins á Íslandi í fyrra, var lengi í gang en sneri við blaðinu og vann góðan sigur. Í þriðju umferðinni þurfti Ástrós að játa sig sigraða gegn sænskum keppanda eftir mikla baráttu og jafnan bardaga. Fór svo að sú sænska vann til silfurverðlauna í -47 kg flokknum. Bjarni Júlíus Jónsson úr Keflavík mætti keppanda frá Póllandi í -65 kg flokknum. Bardaginn var jafn og spennandi og var íslenska fylgdarliðið ósátt við dómgæsluna. Svo fór að Pólverjanum var dæmdur sigur en sá pólski vann til bronsverðlauna í flokknum. Hinn efnilegi Ágúst Kristinn Eðvarðsson mætti tyrkneskum keppanda í fyrstu umferð. Sá tyrkneski reyndist of sterkur biti, vann sigur og nældi í bronsverðlaun í -33 kg flokknum áður en yfir lauk. Landsliðsþjálfarinn Meisam Rafie var ánægður með árangurinn og sagði að keppendur hefðu staðið sig mjög vel á mótinu að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Taekwondosambandi Íslands. Hann var ánægður að keppendur hlustuðu vel á leiðbeiningar og sýndu íþróttamannslega hegðun. Hann var þá líka mjög ánægður að fá tvo keppendur upp úr fyrstu og annarri umferð á mótinu en það þykir sjaldgæft á svo sterku móti. Hann segir að framtíð taekwondo á Íslandi sé í unga fólkinu, en efnilegasta taekwondofólkið á Íslandi er enn ungt að árum.
Íþróttir Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Sjá meira